„Sigríður Þorsteinsdóttir (Presthúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigríður Þorsteinsdóttir''' húsfreyja í Presthúsum og í Dölum fæddist 21. mars 1845 og lést 18. október 1907. <br> Faðir hennar var Þorsteinn bóndi víð...) |
m (Verndaði „Sigríður Þorsteinsdóttir (Presthúsum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 22. apríl 2014 kl. 22:26
Sigríður Þorsteinsdóttir húsfreyja í Presthúsum og í Dölum fæddist 21. mars 1845 og lést 18. október 1907.
Faðir hennar var Þorsteinn bóndi víða, en í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 1845, f. 17. september 1810, d. 27. september 1898, Jónsson bónda í Miðbæli þar, f. 21. janúar 1787, d. 2. janúar 1871, Björnssonar bónda á Miðbæli, f. 1755, d. 6. apríl 1793, Árnasonar, og konu Björns, Sigríðar húsfreyju, f. 1754, d. 29. aprík 1822, Stefánsdóttur.
Móðir Þorsteins í Drangshlíð og kona Jóns í Miðbæli var Margrét húsfreyja, f. 18. september 1787, d. 25. október 1817, Þorkelsdóttir bónda í Steinum undir Eyjafjöllum, f. 1743, d. 16. maí 1788, Þorsteinssonar, og konu Þorkels í Steinum Guðríðar húsfreyju, skírð 4. maí 1749, d. 26. júní 1824, Brandsdóttur.
Móðir Sigríðar og kona Þorsteins var (5. júlí 1835) Ingveldur húsfreyja, f. 30. júní 1807, d. 21. október 1887, Þorsteinsdóttir bónda á Brekkum í Holtum, f. 1778, d. 9. júlí 1825, Jónssonar bónda á Brekkum, f. 1748, d. 22. febrúar 1819, Filippussonar, og konu Jóns Filippussonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1748, d. 20. febrúar 1833, Þorsteinsdóttur.
Móðir Ingveldar í Drangshlíð og kona Þorsteins á Brekkum var Margrét húsfreyja, f. 1767, d. 8. mars 1845, Runólfsdóttir bónda í Sandgerði, f. 1740, d. 21. ágúst 1787, Runólfssonar, og konu Runólfs, Margrétar húsfreyju, f. 1740, d. 19. júní 1821, Guðnadóttur.
Sigríður var með foreldrum sínum í Drangshlíð 1845, matvinnungur á Raufarfelli 1860, vinnukona á Ofanleiti 1870, húsfreyja í Presthúsum 1890.
Hún var 25 ára, giftur niðursetningur í Stóra-Gerði hjá Guðlaugi og Margréti 1901 og þar er Magnús Vigfússon skráður leigjandi.
Bróðir Sigríðar í Presthúsum var Bjarni Þorsteinsson bóndi í Gvendarhúsi .
Maður Sigríðar var Magnús Vigfússon sjómaður, f. 1. október 1854, dáinn 13. ágúst 1926.
Börn Sigríðar og Magnúsar voru:
1. Guðrún Helga, f. 1878; fór til Vesturheims.
2. Vilhjálmur Einar, f. 6. september 1887, d. 25. september 1953.
3. Jórunn Ingileif, f. 10. október 1883, d. 14. júlí 1962, gift Guðmundi í Ey Guðmundssyni, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928.
4. Guðmundur á Löndum, f. 15. september 1880, d. 19. mars 1952 í Reykjavík.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.