„Petra Guðmundsdóttir (Búðarfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: 300px|thumb|''Guðný Petra Guðmundsdóttir. '''Guðný Petra Guðmundsdóttir''' húsfreyja á Búðarfelli fæddist 28. febrúar 190...)
 
m (Verndaði „Petra Guðmundsdóttir (Búðarfelli)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. apríl 2014 kl. 22:10

Guðný Petra Guðmundsdóttir.

Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja á Búðarfelli fæddist 28. febrúar 1900 og lést 30. desember 1976.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Mikkelsson bóndi og verkamaður á Fáskrúðsfirði, síðar verkamaður á Búðarfelli f. 4. apríl 1871 (1870) í Færeyjum, d. 28. febrúar 1952 í Eyjum, og kona hans Snjólaug Jónsdóttir húsfreyja á Fáskrúðsfirði, síðar á Búðarfelli, f. 20. apríl 1871, d. 26. júlí 1950 í Eyjum.

Guðný Petra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1918 og var í vist hjá Stefaníu Einarsdóttur og Jóni á Hólmi.
Þau Ólafur byggðu Búðarfell á árunum 1924-1925.
Ólafur lést 1928.
Petra giftist Runólfi 1930 og bjuggu þau síðan á Búðarfelli.

Guðný Petra var tvígift.
I. Fyrri maður hennar var Ólafur Einarsson formaður frá Sandprýði, f. 15. janúar 1898, d. 27. janúar 1928.
Börn þeirra:
1. Einar Guðmundur Ólafsson, vélstjóri, síðar húsvörður í Hafnarfirði, f. 13. mars 1921 á Litlahrauni, d. 2. desember 1984.

II. Síðari maður Guðnýjar Petru, (1930), var Runólfur Runólfsson, f. 29. maí 1892, d. 16. janúar 1879.
Börn þeirra:
2. Ólafur Helgi Runólfsson smiður, framkvæmdastjóri, síðar húsvörður, f. 2. janúar 1932, d. 7. desember 2009.
3. Stefán Guðlaugur Runólfsson verkstjóri, f. 10. september 1933.


Heimildir