Ólafur Einarsson (Búðarfelli)
Fara í flakk
Fara í leit
Ólafur Einarsson, Búðarfelli, var fæddur að Holti undir Eyjafjöllum þann 10. janúar 1897. Ólafur fór 10 ára gamall með föður sínum, Einari Halldórssyni, til Vestmannaeyja. Hann byrjaði sjómennsku á Höfrungi I og var á honum óslitið til 1920. Þá létu sömu eigendur smíða Höfrung II og var Ólafur formaður á þeim báti til ársins 1927. Þá lét hann af sjómennsku vegna heilsubrests. Ólafur lést 27. janúar 1928.
Eiginkona hans hét Petra Guðmundsdóttir. Sonur þeirra hét Einar Guðmundur.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.