Snjólaug Jónsdóttir (Búðarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Snjólaug Jónsdóttir og Guðmundur Mikkelsson.

Snjólaug Jónsdóttir húsfreyja Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði og víðar eystra fæddist 20. apríl 1872, (1871 annarsstaðar), í Hafnarnesi og lést 26. júlí 1950 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Pétursson bóndi í Hafnarnesi, f. 10. maí 1838 og kona hans Sigurlaug Gunnlaugsdóttir húsfreyja frá Fossárdal í Berufirði, af Ásunnarstaðaætt í Breiðdal, f. 13. september 1843.

Snjólaug var með fjölskyldu sinni í Hvammi 1880. Hún var 18 ára ógift vinnukona í Hafnarnesi 1890.
1901 var hún 29 ára húsfreyja í Hafnarnesi með Guðmundi og börnunum Sigurlaugu 6 ára, Páli Jóhannesi 3 ára og Guðnýju Petru á fyrsta ári.
1910 bjuggu hjónin í Stóra-Baldurshaga í Kolfeyjustaðarsókn með börnin Pál Jóhannes, Guðnýju Petru og Friðjón, en Sigurlaug var vinnukona í Sigbjarnarhúsi þar.
Við manntal 1920 voru hjónin í Sandgerði í Búðahreppi með barnið Friðjón 11 ára. Þau voru með 2 fósturbörn, Kristínu Stefánsdóttur 4 ára og Sigurlaugu Guðjónsdóttur 11 ára. Einnig var Sigurlaug móðir Snjólaugar á heimilinu, 78 ára.
Páll Jóhannes var þá til heimilis hjá Sigurlaugu systur sinni á sömu jörð.
Guðný Petra var komin til Eyja, gift húsfreyja í Sandprýði, kona Ólafs Einarssonar skipstjóra á „bifbát“, Höfrungi VE-138.
Þau Guðmundur fluttust til Eyja 1934 og bjuggu að Búðarfelli.

Maður Snjólaugar, (1892), var Guðmundur Mikkelsson frá Færeyjum, f. 4. apríl 1871, d. 28. febrúar 1952.
Börn Snjólaugar og Guðmundar voru:
1. Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 11. september 1895, d. 14. febrúar 1980.
2. Páll Jóhannes Guðmundsson, f. 29. janúar 1898, d. 1. maí 1955.
3. Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1900, d. 30. desember 1976.
4. Friðjón Guðmundsson, f. 17. apríl 1909, d. 10. janúar 1981.
Fósturbörn Snjólaugar og Guðmundar:
5. Kristín Stefánsdóttir, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.
6. Snjólaug Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1910, d. 25. mars 1973. Hún var síðast búsett á Akureyri.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.