Einar Ólafsson (Búðarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Einar Guðmundur Ólafsson.

Einar Guðmundur Ólafsson frá Búðarfelli, vélstjóri, síðar húsvörður í Hafnarfirði, fæddist 13. mars 1921 og lést 2. desember 1984.
Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson frá Sandprýði, síðar á Búðarfellli, formaður, f. 15. janúar 1888, d. 27. janúar 1928, og kona hans Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1900, d. 30. desember 1976.

Einar Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum, síðan móður sinni og stjúpföður Runólfi Runólfssyni á Búðarfelli.
Einar stundaði sjó, varð vélstjóri og að síðustu var hann húsvörður við Íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði.

Einar var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Árna Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1920 í Eyjum, d. 20. febrúar 1945 á Vífilsstöðum.
1. Barn þeirra er Guðný Fríða Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1941.

II. Síðari kona Einars, (14. júní 1947), var Sigrún Rósa Steinsdóttir úr Hafnarfirði, húsfreyja, f. 12. október 1920 í Hafnarfirði, d. 16. nóvember 2016. Hún var dóttir Steins Hermannssonar sjómanns og konu hans Maríu Jónsdóttur húsfreyju.
Börn þeirra:
1. Steinunn María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 11. júlí 1949 í Hafnarfirði. Maður hennar er Páll Einarsson bæjarritari í Eyjum um skeið.
2. Ólafur Einarsson forstöðumaður á Torfastöðum í Árnessýslu, f. 13. maí 1952. Kona hans er Drífa Kristjánsdóttir húsfreyja og forstöðukona.
3. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ, f. 25. maí 1955. Kona hans er Sigríður Dísa Gunnarsdóttir.

III. Barnsmóðir Einars var Áslaug Sigríður Sæmundsdóttir frá Akranesi, húsfreyja og skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1924 á Akranesi, d. 27. júlí 1987. Foreldrar hennar voru Sæmundur Friðriksson yngri, barnakennari, múrarameistari og bóndi í Brautartungu á Stokkseyri og k.h. Áslaug Halldórsdóttir húsfreyja.
Barn þeirra:
2. Áslaug Anna Einarsdóttir húsfreyja á Akranesi, f. 3. desember 1947 á Stokkseyri. Maður hennar, (skildu), var Magnús Karlsson sjómaður á Akranesi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Niðjatal Guðmundar og Snjólaugar. Samantekt: Hallgrímur G. Njálsson, Hólagötu 15 Vestmannaeyjum. Júní 1995.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Vélstjórafélag Íslands, 1974.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.