„Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ólafsson (Garðhúsum)“: Munur á milli breytinga
m (Viglundur færði Jón Ólafsson (Garðhúsum) á Ritverk Árna Árnasonar/Jón Ólafsson (Garðhúsum)) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''''<big>Kynning.</big>''''' | |||
[[Mynd:Jón og Þórunn..jpg|thumb|200px|''Jón Ólafsson og Þórunn Sigurðardóttir.]] | [[Mynd:Jón og Þórunn..jpg|thumb|200px|''Jón Ólafsson og Þórunn Sigurðardóttir.]] | ||
'''Jón Ólafsson''' bankamaður frá [[Garðhús]]um, fæddist 20. mars 1909 og lést 9. mars 1960.<br> | '''Jón Ólafsson''' bankamaður frá [[Garðhús]]um, fæddist 20. mars 1909 og lést 9. mars 1960.<br> |
Útgáfa síðunnar 13. ágúst 2013 kl. 20:17
Kynning.
Jón Ólafsson bankamaður frá Garðhúsum, fæddist 20. mars 1909 og lést 9. mars 1960.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson verslunarmaður, f. 23. desember 1872, d. 11. júní 1967, og kona hans Anna Vigfúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 14. október 1867, d. 29. mars 1954.
Kona Jóns Ólafssonar var Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1911, d. 17. janúar 1996.
Þau bjuggu á Hásteinsvegi 47.
Barn Þórunnar og Jóns er Sigurður Þórir Jónsson hafnarvörður, f. 8. nóvember 1949.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Jón er vart meir en meðalmaður á hæð eða tæpast það, en samsvarar sér vel, léttur á velli og liðugur í hreyfingum, snar og þéttur fyrir, enginn sérlegur kraftamaður, en vel þjálfaður frá íþróttum. Hann er ljós yfirlitum, fríður ásýndum, en yfirleitt smágerður. Hann virkar fremur daufur í daglegri umgengni, en við samræður og kynningu er hann kátur og léttur í lund.
Jón hefir ekki verið mikið við veiðar, enda óþjálfaður í þeirri list. Hann er efni í ágætan
veiðimann, enda hefir hann flesta eiginleika til þeirar listar að bera. Hann hefir verið í Suðurey og Bjarnarey og skipar fullkomlega sæti meðal góðra veiðimanna. Hann er lipur bjarggöngumaður og hefir víða gengið í björg Eyjanna.
Lífsstarf Jóns hefur verið verslunarstörf og nú síðast bankaritara- og gjaldkerastörf, sem hann innir af hendi með prýði. En sumarleyfum sínum hefir hann oft eytt í úteyjum, hvar hann þykir ágætur félagi í stöðugri framför til veiða.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.is.
- Sigurður Þórir Jónsson.