Ólafur Jónsson (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ólafur Jónsson


Ólafur og Anna.

Ólafur Jónsson, Garðhúsum, fæddist 23. desember 1872 í Akurey í Landeyjum og lést 11. júní 1967, 94 ára gamall.

Ólafur fór til Vestmannaeyja fyrir aldamótin 1900. Áður en mótorbátarnir komu var Ólafur á opnu skipi með Magnúsi Þórðarsyni í Sjólyst. Árið 1908 byrjar Ólafur formennsku á Val. Árið 1910 hætti hann hins vegar formennsku og gerðist verkstjóri hjá Gísla J. Johnsen og svo síðar hjá Shell.

Eiginkona hans hét Anna Vigfúsdóttir. Á meðal barna þeirra var Tryggvi Ólafsson málari og Jón Ólafsson bankamaður.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Ólafur Jónsson verslunarmaður, verkstjóri og afgreiðslumaður í Garðhúsum fæddist 23. desember 1872 og lést 11. júní 1967.
Faðir hans var Jón bóndi í Akurey í V-Landeyjum, f. 1834, d. 1894, Einarsson bónda í Akurey, f. 1797, Guðmundssonar bónda í Miðkoti í V-Landeyjum, f. 1759, d. 21. júlí 1845, Einarssonar, og fyrri konu Guðmundar í Miðkoti, Marínar húsfreyju, f. 1765, d. 11. nóvember 1815, Halldórsdóttur.
Móðir Jóns í Akurey og kona Einars í Akurey var Guðrún húsfreyja, f. 1802, Jónsdóttir bónda á Sperðli í V-Landeyjum 1801, og konu Jóns á Sperðli, Margrétar húsfreyju, f. 1774, d. 10. apríl 1854, Guðmundsdóttur.

Móðir Ólafs í Garðhúsum og kona Jóns í Akurey var Helga húsfreyja, f. 2. nóvember 1835, d. 18. febrúar 1915, Einarsdóttir bónda á Hrútafelli u. Eyjafjöllum, f. 6. október 1798, d. 29. mars 1876, Jónssonar bónda í Krókatúni í Hvolhreppi 1801, f. 1765, d. 8. júlí 1829, Einarssonar, og konu Jóns í Krókatúni, Guðrúnar húsfreyju, f. 1768, d. 27. febrúar 1842, Pétursdóttur.
Móðir Helgu í Akurey og kona Einars var Guðrún húsfreyja, f. 12. júní 1808, d. 14. mars 1898, Ísleifsdóttir bónda í Ytri-Skógum u. Eyjafjöllum, f. 1744, d. 27. júní 1833, Jónssonar, og konu Ísleifs, Þórunnar húsfreyju, f. 1770, d. 21. janúar 1842.

Ólafur var í Akurey með foreldrum sínum 1880 og 1890.
Hann fluttist til Eyja 1905, en Anna 1907.
Við manntal 1910 bjuggu þau Anna í Garðhúsum með Jóni eins árs. Ólafur var þá útvegsmaður og háseti á vélbáti.
Á árinu 1920 bjuggu þau í Garðhúsum með synina Jón og Tryggva. Ólafur var þá pakkhúsmaður.
Hann vann lengi við olíuafgreiðslu hjá Tómasi M. Guðjónssyni.

Kona Ólafs, (1907), var Anna Vigfúsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 14. október 1867, d. 29. mars 1954.
Börn Ólafs og Önnu voru:
1. Sigríður Ólafsdóttir, f. 6. september 1906, d. 4. júní 1937. Hún var á Flókastöðum 1910, systurdóttir húsfreyjunnar Guðríðar Vigfúsdóttur. Hún bjó síðast í Reykjavík.
2. Jón Ólafsson bankamaður, f. 20. mars 1909, d. 9. mars 1960.
3. Tryggvi Ólafsson málarameistari, f. 8. ágúst 1911, d. 9. apríl 1985.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Ljósmæður á Íslandi. Björg Einarsdóttir og fleiri. Ljósmæðrafélag Íslands 1984.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.