„Ritverk Árna Árnasonar/Þórarinn Guðjónsson (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 19:43

Þórarinn Guðjónsson bifreiðastjóri frá Kirkjubæ fæddist 20. janúar 1912 og lést 7. maí 1992.
Foreldrar hans voru Guðjón Eyjólfsson útvegsbóndi, f. 9. mars 1872, d. 4. júlí 1936, og kona hans Halla Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1876, d. 7. september 1939.

Systkini Þórarins voru:
1. Guðmundur, f. 28. apríl 1900, drukknaði 16. desember 1924.
2. Jóhann Eyjólfur, f. 20. desember 1901, drukknaði 20. ágúst 1924.
3. Gunnar, f. 6. desember 1905, drukknaði 6. febrúar 1938.
4. Gísli, f. 20. janúar 1914, drukknaði 6. febrúar 1938.
5. Þórdís húsfreyja, f. 26. nóvember 1908, d. 2. júní 1995, kona Sigurðar Bjarnasonar.
6. Sigrún, f. 9. júlí 1907, d. 20. júní 1967.
7. Jórunn Ingunn, f. 14. febrúar 1910, d. 28. nóvember 1995, kona Guðmundar Guðjónssonar.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Þórarinn Guðjónsson er ókvæntur og barnlaus (janúar 1955), að því vitað er best. Hann er einn af frömuðum Elliðaeyjar, sonur Heimaeyjar, uppalinn í Elliðaey og sver sig ósvikið til eyjanna beggja.
Hann er tæplega meðalmaður að hæð, fremur holdgrannur, dökkur á brún og brá, kátur og fjörugur, skemmtinn vel í sínum hóp, en örgeðja, skapfastur,

frískur ætíð fær í margt,
falli þræta guggnar vart.

lætur ekki hlut sinn, hvorki í orðaleik né verki að óreyndu. Veiðimaður er Þórarinn með ágætum, eins og ætt hans stendur til, enda stundað veiðar frá æsku og gert sitt til að gera garð Elliðaeyjar frægan. Hann hefir og stundað bjarggöngur í öðrum eyjum við rómaða framgöngu í hvívetna.
Lífsstarf Þórarins er ýmiss konar landvinna, nú síðustu ár í Fiskiðjunni Hf..
Heimili hans er að Presthúsum. Drengskaparmaður, veitull og vinþekkur.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir