„Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 4: | Lína 4: | ||
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus. | Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus. | ||
Sjá minningargrein um Sigurgeir eftir [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnason]] í [[Blik 1954|Bliki 1954]], — [[Blik 1954/Sigurgeir Jónsson frá Suðurgarði|Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði]]. | Sjá minningargrein um Sigurgeir eftir [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnason]] í [[Blik 1954|Bliki 1954]], — [[Blik 1954/Sigurgeir Jónsson frá Suðurgarði|Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði]].<br> | ||
Minnisvarði hefur verið reistur um Sigurgeir í Bjarnarey. Lesa má um minnisvarðann í Blik: [[Blik 1954/Minnisvarðinn í Bjarnarey|Minnisvarðinn í Bjarnarey]].<br> | |||
=Frekari umfjöllun= | |||
'''Sigurgeir Jónsson''' í [[Suðurgarður|Suðurgarði]] fæddist 25. júní 1898 og lést 30. maí 1935, hrapaði í [[Bjarnarey]].<br> | |||
Foreldrar hans voru [[Jón Guðmundsson (Suðurgarði)|Jón bóndi í Suðurgarði]], f. 2. september 1868, d. 23. maí 1945, og kona hans [[Ingibjörg Jónsdóttir (Suðurgarði)|Ingibjörg Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 21. janúar 1866, d. 20. mars 1953.<br> | |||
'''''<big>Úr fórum [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara: <br>Bjargveiðimannatal.</big>'''''<br> | |||
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus, er hann lést.<br> | |||
Hann var hár maður vexti, þrekinn um herðar, svarthærður, fríður sýnum og hinn föngulegasti. Hann var sterkur, mjúkur í öllum hreyfingum og liðugur. Fremur var hann holdgrannur og nokkuð beinastór, handfastur og fylginn sér í átökum.<br> | |||
Hann var léttur í lund, síkátur og skemmtilegur, bæði í hóp og fámenni og hrókur alls fagnaðar. Hann var söngvinn í betra lagi, þekktur tenóristi og hafði yndi af söng og hljómlist. Hann var sérlega góður og veitull heim að sækja og unni öllum gleðskap og vinafundum. <br> | |||
Sigurgeir var sannkallaður konungur fjallgöngumanna Eyjanna, þekktur um land allt fyrir frábæra leikni í fjallgöngum á öllum sviðum. Veiðimaður á lunda var hann einn af þeim stærstu, er Eyjarnar hafa átt. Um flest fjöll eyjanna hafði Sigurgeir farið frá efsta tindi til sjávarmáls, þvert og endilangt. Hann fór hratt yfir, en mjög varlega, treysti hvert handfang og fótfestu vel, áður en hann notaði þau, en svo fljótt, að ekkert tafðist yfirferðin. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, er það sannaðist, að Sigurgeir hafði hrapað í [[Hrútaskorunef]]i í [[Bjarnarey]]. Það var svo ótrúlegt, en þó reyndist það staðreynd, sem ekki varð umflúin. <br> | |||
Sigurgeir var raffræðinemi og raflagningamaður afhaldinn, viss og traustur, vinhollur og vinmargur maður í stöðugt vaxandi áliti að mannkostum öllum. Minning hans mun lengi lifa. | |||
{{Árni Árnason}} | |||
{{Heimildir| | |||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | |||
*Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka [[Árni Árnason (símritari)|Árna Árnasonar]] símritara frá [[Grund]]. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.}} | |||
= Myndir = | |||
<Gallery> | <Gallery> | ||
Mynd:Blik 1967 248.jpg | Mynd:Blik 1967 248.jpg | ||
Lína 28: | Lína 42: | ||
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar í Svaðkoti]] | |||
[[Flokkur: Íbúar í Suðurgarði]] | |||
[[Flokkur: Fjallhrapaðir]] |
Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 12:18
Sigurgeir Jónsson frá Suðurgarði fæddist 25. júní 1898 að Hallgeirsey í Austur-Landeyjum og lést er hann hrapaði norðan við Hrútaskorunef í Bjarnarey á uppstigningardag 30. maí 1935. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi og Ingibjörg Jónsdóttir húsfrú. Systkini hans voru Guðrún Jónsdóttir húsfrú í Þorlaugargerði og Margrét Jónsdóttir.
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus.
Sjá minningargrein um Sigurgeir eftir Árna Árnason í Bliki 1954, — Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði.
Minnisvarði hefur verið reistur um Sigurgeir í Bjarnarey. Lesa má um minnisvarðann í Blik: Minnisvarðinn í Bjarnarey.
Frekari umfjöllun
Sigurgeir Jónsson í Suðurgarði fæddist 25. júní 1898 og lést 30. maí 1935, hrapaði í Bjarnarey.
Foreldrar hans voru Jón bóndi í Suðurgarði, f. 2. september 1868, d. 23. maí 1945, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. janúar 1866, d. 20. mars 1953.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Sigurgeir var ókvæntur og barnlaus, er hann lést.
Hann var hár maður vexti, þrekinn um herðar, svarthærður, fríður sýnum og hinn föngulegasti. Hann var sterkur, mjúkur í öllum hreyfingum og liðugur. Fremur var hann holdgrannur og nokkuð beinastór, handfastur og fylginn sér í átökum.
Hann var léttur í lund, síkátur og skemmtilegur, bæði í hóp og fámenni og hrókur alls fagnaðar. Hann var söngvinn í betra lagi, þekktur tenóristi og hafði yndi af söng og hljómlist. Hann var sérlega góður og veitull heim að sækja og unni öllum gleðskap og vinafundum.
Sigurgeir var sannkallaður konungur fjallgöngumanna Eyjanna, þekktur um land allt fyrir frábæra leikni í fjallgöngum á öllum sviðum. Veiðimaður á lunda var hann einn af þeim stærstu, er Eyjarnar hafa átt. Um flest fjöll eyjanna hafði Sigurgeir farið frá efsta tindi til sjávarmáls, þvert og endilangt. Hann fór hratt yfir, en mjög varlega, treysti hvert handfang og fótfestu vel, áður en hann notaði þau, en svo fljótt, að ekkert tafðist yfirferðin. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, er það sannaðist, að Sigurgeir hafði hrapað í Hrútaskorunefi í Bjarnarey. Það var svo ótrúlegt, en þó reyndist það staðreynd, sem ekki varð umflúin.
Sigurgeir var raffræðinemi og raflagningamaður afhaldinn, viss og traustur, vinhollur og vinmargur maður í stöðugt vaxandi áliti að mannkostum öllum. Minning hans mun lengi lifa.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.