„Hellisey“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 2: | Lína 2: | ||
[[Mynd:Hellis2a.jpg|thumb|300px|right|Hellisey í Vestmannaeyjum]] | [[Mynd:Hellis2a.jpg|thumb|300px|right|Hellisey í Vestmannaeyjum]] | ||
'''Hellisey''' liggur 3 km sunnan við [[Brandur|Brand]] og eru eyjarnar tvær líkar að lögun og stærð. Eyjan snýr þverhníptum hömrum sínum í vestur, norður og austur og er mesta hæð um 105 metrar. | '''Hellisey''' liggur 3 km sunnan og austan við [[Brandur|Brand]] og eru eyjarnar tvær líkar að lögun og stærð. Eyjan snýr þverhníptum hömrum sínum í vestur, norður og austur og er mesta hæð um 105 metrar. Veiðikofi Helliseyinga var endurgerður 1968 og er staðsettur norðan megin á eyjunni. Vegna mikils halla í brekkum er lundabyggð mjög þétt í eyjunni og sums staðar kemur það niður á gróðurlendi. Gróður hefur einnig orðið fyrir tjóni vegna stækkandi varplands súlu. Hellisey er á lista yfir svæði á náttúruverndaráætlun. [[Súla|Súluveiði]], [[Lundi|lundaveiði]] og [[eggjataka]] er stunduð í Hellisey og [[sauðfé]] haft á beit. | ||
[[Mynd:Súla.jpg|thumb|right|Súlur í Hellisey]]Mikil súlnabreiða sem heitir [[Flagtir]] er norðvestan í eyjunni. Austan í Hellisey eru [[Stórhellar]] og þar var ein mesta súlubyggð í bergi í Vestmanneyjum. | [[Mynd:Súla.jpg|thumb|right|Súlur í Hellisey]]Mikil súlnabreiða sem heitir [[Flagtir]] er norðvestan í eyjunni. Austan í Hellisey eru [[Stórhellar]] og þar var ein mesta súlubyggð í bergi í Vestmanneyjum. |
Útgáfa síðunnar 3. nóvember 2005 kl. 14:53
Hellisey liggur 3 km sunnan og austan við Brand og eru eyjarnar tvær líkar að lögun og stærð. Eyjan snýr þverhníptum hömrum sínum í vestur, norður og austur og er mesta hæð um 105 metrar. Veiðikofi Helliseyinga var endurgerður 1968 og er staðsettur norðan megin á eyjunni. Vegna mikils halla í brekkum er lundabyggð mjög þétt í eyjunni og sums staðar kemur það niður á gróðurlendi. Gróður hefur einnig orðið fyrir tjóni vegna stækkandi varplands súlu. Hellisey er á lista yfir svæði á náttúruverndaráætlun. Súluveiði, lundaveiði og eggjataka er stunduð í Hellisey og sauðfé haft á beit.
Mikil súlnabreiða sem heitir Flagtir er norðvestan í eyjunni. Austan í Hellisey eru Stórhellar og þar var ein mesta súlubyggð í bergi í Vestmanneyjum.
Austan í eyjunni niður af Hánefi er Sámur sem er mikið og skemmtilegt fýlapláss. Þar eru 400 - 600 fýlar. Fýll sat þar svo fast að gamalt orðtak var, að jafnöruggt væri að eiga fýlinn í Sám eins og saltaðan í kagga. Hægt er að komast í Sám af sjó eftir tæpum vegi og til halds og trausts voru þrír bergboltar. Mynd:Hellisey-kort.PNG
Helliseyjarvísan
Sumir segja að Þórð Geirmundsson hafi dreymt vísu eftir að hann hafi verið beðinn um að síga Stóruhellana í Hellisey. Aðrir segja að Jón dynkur hafi ort hana.
- Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg,
- Hábrandinn ei hræðist ég,
- en Hellisey er ógurleg.
Heimildir
- Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.