„Hellisey“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
:en Hellisey er ógurleg.  
:en Hellisey er ógurleg.  


== Heimildir ==
{{Heimildir|
* Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
* Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.
}}

Útgáfa síðunnar 4. júlí 2005 kl. 10:02

Mynd:Hellisey-kort.PNG Hellisey liggur 3 km sunnan við Brand og eru eyjarnar tvær líkar að lögun og stærð. Eyjan snýr þverhníptum hömrum sínum í vestur, norður og austur og er mesta hæð um 105 metrar. Veiðkofi Helliseyinga var endurgerður 1968 og er staðsettur norðan megin á eyjunni. Vegna mikils ha lla í brekkum er lundabyggð mjög þétt í eyjunni og sumstaðar kemur það niður á gróðurlendi. Gróður hefur einnig orðið fyrir tjóni vegna stækkandi varplands súlu. Hellisey er á náttúruminjaskrá. Súluveiði, lundaveiði og eggjataka er stunduð í Hellisey og sauðfé haft á beit.

Mikil súlnabreiða sem heitir Flagtir er norðvestan í eyjunni. Austan í Hellisey eru Stórhellar og þar var ein mesta súlubyggð í bergi í Vestmanneyjum.

Austan í eyjunni niður af Hánefi er Sámur sem er mikið og skemmtilegt fýlapláss. Þar eru 400 - 600 fýlar. Fýll sat þar svo fast að gamalt orðtak var, að jafnöruggt væri að eiga fýlinn í Sám eins og saltaðan í kagga. Hægt er að komast í Sám af sjó eftir tæpum vegi og til halds og trausts voru þrír bergboltar.

Helliseyjarvísan

Sumir segja að Þórð Geirmundsson hafi dreymt vísu eftir að hann hafi verið beðinn um að síga Stóruhellana í Hellisey. Aðrir segja að Jón dynkur hafi ort hana.

Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg,
Hábrandinn ei hræðist ég,
en Hellisey er ógurleg.

Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014.