„Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir (Lundi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:
I. Maður Ólafar Steinunnar er [[Hjörtur Sveinbjörnsson (netagerðarmeistari)|Hjörtur Sveinbjörnsson]] netagerðarmeistari, sjómaður, ættaður frá [[Geitháls]]i, f.  28. júní 1946.<br>
I. Maður Ólafar Steinunnar er [[Hjörtur Sveinbjörnsson (netagerðarmeistari)|Hjörtur Sveinbjörnsson]] netagerðarmeistari, sjómaður, ættaður frá [[Geitháls]]i, f.  28. júní 1946.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Guðbjörg Hjartardóttir (Brimhólabraut 4)|Guðbjörg Hjartardóttir]], f. 24. apríl 1966.<br>
1. [[Guðbjörg Hjartardóttir]], f. 24. apríl 1966.<br>
2. Óskar Hjartarson, f. 20. febrúar 1973.<br>
2. Óskar Hjartarson, f. 20. febrúar 1973.<br>
3. Sædís Hjartardóttir, f. 7. september 1975.  
3. Sædís Hjartardóttir, f. 7. september 1975.  

Útgáfa síðunnar 8. mars 2025 kl. 14:53

Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir frá Lundi, húsfreyja, snyrtifræðingur fæddist 7. febrúar 1947 á Borgareyri í Mjóafirði eystri.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson frá Ekru, f. 18. janúar 1914 og lést 7. desember 1992, og kona hans Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir frá Borgareyri í Mjóafirði eystri, húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.


ctr
Margrét, Þórarinn og börn
Frá vinstri: Jón Mar, Ólöf Steinunn og Sveinn.

Börn Margrétar og Þórarins:
1. Sveinn Þórarinsson vélstjóri, vélvirki, síðar á Selfossi, f. 10. nóvember 1935 á Borgareyri. Kona hans er Guðný Eyjólfsdóttir.
2. Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. febrúar 1947 á Borgareyri. Maður hennar er Hjörtur Sveinbjörnsson.
3. Jón Mar Þórarinsson kennari, rútubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 30. júní 1950 á Borgareyri, d. 29. júní 2018. Fyrri kona var Sigríður Ingvarsdóttir. Síðari kona Jóns Mars var Jóna Oddsdóttir.

Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim að Lundi í Eyjum 1956.
Þau Hjörtur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 4 við Gos 1973, fluttust skamma stund til Grindavíkur, en settust að á Stokkseyri þar sem Ólöf kenndi handavinnu við barnaskólann.
Þau fluttust til Oregon 1980. Ólöf lærði hárgreiðslu, setti á stofn stofu og vann að iðninni. Þau búa nú á Arnarnesi í Eyjafirði.

I. Maður Ólafar Steinunnar er Hjörtur Sveinbjörnsson netagerðarmeistari, sjómaður, ættaður frá Geithálsi, f. 28. júní 1946.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Hjartardóttir, f. 24. apríl 1966.
2. Óskar Hjartarson, f. 20. febrúar 1973.
3. Sædís Hjartardóttir, f. 7. september 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.