Sveinn Þórarinsson (Lundi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Þórarinsson frá Borgareyri í Mjóafirði eystri, vélvirki, vélstjóri fæddist þar 10. nóvember 1935.
Foreldrar hans voru Þórarinn Ársæll Sigbjörnsson frá Ekru, f. 18. janúar 1914 og lést 7. desember 1992, og kona hans Margrét Sigríður Svava Sveinsdóttir frá Borgareyri í Mjóafirði eystri, húsfreyja, f. 27. apríl 1914, d. 18. september 2011.


ctr
Margrét, Þórarinn og börn
Frá vinstri: Jón Mar, Ólöf Steinunn og Sveinn.

Börn Margrétar og Þórarins:
1. Sveinn Þórarinsson vélvirki á Selfossi, f. 10. nóvember 1935. Kona hans er Guðný Eyjólfsdóttir.
2. Ólöf Steinunn Þórarinsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur í Bandaríkjunum, f. 7. febrúar 1947 á Borgareyri. Maður hennar er Hjörtur Sveinbjörnsson.
3. Jón Mar Þórarinsson kennari í Reykjavík, f. 30. júní 1950, d. 29. júní 2018. Fyrri kona var Sigríður Ingvarsdóttir. Síðari kona Jóns Mars var Jóna Oddsdóttir.

Sveinn var með foreldrum sínum á Borgareyri í æsku og fluttist með þeim til Eyja 1956. Hann lærði vélvirkjun í Vélsmiðjunni Völundi og tók einnig 1. stig í vélstjórn, vann þar til Goss.
Sveinn var síðar vélvirki hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi í 31 ár.
Þau Guðný giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn, bjuggu fyrst á Lundi, en síðan á Höfðavegi 32 til Goss 1973. Þau fluttust til Eyja eftir Gos, en bjuggu þar aðeins nokkra mánuði, sneru síðan á Selfoss og hafa búið þar síðan, fyrst í leiguhúsnæði. Þau byggðu Laufhaga 7 og hafa búið þar frá 1976.

I. Kona Sveins, (10. nóvember 1956), var Guðný Jóhanna Eyjólfsdóttir frá Hrútafelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona, f. 10. júlí 1936, d. 24. janár 2020.
Börn þeirra:
1. Steinunn Sveinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður hjá Námsgagnastofnun, f. 8. febrúar 1957 í Eyjum. Maður hennar er Eyjólfur Karlsson.
2. Helga Margrét Sveinsdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 20. maí 1959 á Lundi. Maður hennar er Robert McKee.
3. Linda Dögg Sveinsdóttir húsfreyja, kennari á Selfossi, f. 6. júní 1974. Maður hennar er Árni Þór Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.