„Sigurbjört Gústafsdóttir (Rafnseyri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sigurbjört Gústafsdóttir. '''Sigurbjört Gústafsdóttir''' frá Rafnseyri, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 13. októbver 1935 og lést 16. júní 2019 á Landspítalanum í Kópavogi.<br> Foreldrar hennar voru Gústaf Adolf Valdimarsson hárskeri í Reykjavík og barnsmóðir hans Sigríður ''Þórhildur'' Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja í Reykjavík,...)
 
m (Verndaði „Sigurbjört Gústafsdóttir (Rafnseyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. apríl 2023 kl. 16:07

Sigurbjört Gústafsdóttir.

Sigurbjört Gústafsdóttir frá Rafnseyri, húsfreyja, verslunarmaður fæddist þar 13. októbver 1935 og lést 16. júní 2019 á Landspítalanum í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Gústaf Adolf Valdimarsson hárskeri í Reykjavík og barnsmóðir hans Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir frá Rafnseyri, húsfreyja í Reykjavík, f. 6. nóvember 1916, d. 26. maí 1971. Maður Þórhildar og fósturfaðir Sigurbjartar var Kjartan Guðmundsson sjómaður, f. 8. desember 1911, d. 15. september 1967.

Hálfbróðir Þórhildar, sammæddur, var
1. Ólafur Ragnar Sveinsson heilbrigðisfulltrúi á Flötum, f. 25. ágúst 1903, d. 2. maí 1970. Kona hans Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir.
Börn Margrétar og Sigurðar, foreldra Þórhildar, voru:
2. Ólafía Þórunn Sigurðardóttir verkakona, f. 12. júní 1906 í Landeyjum, bjó síðast að Laufási 7 í Garðabæ, d. 9. febrúar 1990, ógift.
3. Þuríður Vilhelmína Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. október 1907 í Garðbæ, d. 27. júlí 1992. Barnsfaðir Ólafur Jónsson. Maður hennar Sigurlás Þorleifsson.
4. Bogi Óskar Sigurðsson kvikmyndasýningamaður, f. 12. desember 1910 í Garðbæ, d. 14. mars 1980. Kona hans Sigurlaug Auður Eggertsdóttir.
5. Fanney Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1912 í Garðbæ. Maður hennar Guðmundur Pálsson.
6. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. maí 1915 á Rafnseyri, d. 14. maí 1987. Maður hennar Friðrik Þórarinn Gunnlaugsson.
7. Sigríður Þórhildur Sigurðardóttir, f. 6. nóvember 1916 á Rafnseyri, d. 26. maí 1971. Barnsfaðir Gústaf Adolf Valdimarsson. Maður hennar Kjartan Guðmundsson.
8. Sigurður Guðlaugsson hárskeri, f. 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958. Hann var kjörsonur Guðlaugs Sigurðssonar, síðari manns Margrétar. Kona hans Kristín Guðmundsdóttir
Fósturdóttir Margrétar og Guðlaugs var systurdóttir hans
9. Sigurbjörg Guðmundína Alda Friðjónsdóttir, f. 19. janúar 1926 í Götu. Hún var fósturbarn hjá Guðlaugi 1934, d. í febrúar 1985.

Sigurbjört var með móður sinni, bjó hjá henni við Vesturveg 14, fluttist ung til Reykjavíkur.
Hún lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Sigurbjört vann í Rammagerðinni og víðar við verslunarstörf. Þau Emil bjuggu um skeið í Luxemburg, Hollandi og Danmörku vegna starfa hans. Síðar unnu Emil og hún að skipulagi og fararstjórn í Færeyja- og Grænlandsferðum og aðventuferðum til Kaupmannahafnar.
Hún fékkst mikið við listmálun og hannyrðir.
Þau Emil giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu lengst í Skeiðarvogi og síðar í Galtalind í Kópavogi.
Sigurbjört lést 2019.

I. Maður Sigurbjartar er Guðbjörn Emil Guðmundsson frá Akranesi, sölustjóri, f. 31. júlí 1933. Foreldrar hans voru Guðmundur Veturliði Bjarnason sjómaður, dyravörður, f. 20. apríl 1898, d. 9. apríl 1944, og kona hans Guðríður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. febrúar 1902 á Laxárbakka í Leirársveit í Borgarfirði, d. 28. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Kjartan Þór Emilsson, f. 12. október 1955. Kona hans Maria Priscilla Zanoria.
2. Ragnar Emilsson, f. 14. júní 1962. Kona hans Sóley Chyrish Villaespin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.