„Guðjón Tómasson (deildarstjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 27: | Lína 27: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. Svana Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. mars 1947. Maður hennar Guðmundur Einarsson pípulagningameistari.<br> | 1. Svana Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. mars 1947. Maður hennar Guðmundur Einarsson pípulagningameistari.<br> | ||
2. Gilbert Ólafur Guðjónsson úrsmíðameistari, f. 5. september 1949. Fyrrum | 2. Gilbert Ólafur Guðjónsson úrsmíðameistari, f. 5. september 1949. Fyrrum konur hans Hrefna Birgisdóttir og Guðný María Sigurðardóttir húsfreyja.<br> | ||
3. Birgir Örn Guðjónsson rafeindavirki, f. 16. nóvember 1956. Barnsmóðir hans María Elín Sigurbjörnsdóttir frá Siglufirði. | 3. Birgir Örn Guðjónsson rafeindavirki, f. 16. nóvember 1956. Barnsmóðir hans María Elín Sigurbjörnsdóttir frá Siglufirði. | ||
Núverandi breyting frá og með 23. apríl 2023 kl. 10:33
Guðjón Tómasson útvarpsvirkjameistari, deildarstjóri, forstöðumaður, eftirlitsmaður fæddist 29. ágúst 1925 í Reykjavík og lést 2. desember 1977.
Foreldrar hans voru Tómas M. Guðjónsson útgerðarmaður, kaupmaður, umboðsmaður, f. 13. janúar 1887, d. 14. júní 1958, og barnsmóðir hans Guðrún Árnadóttir frá Hurðarbaki í Flóa, ráðskona, verkakona, f. 19. september 1888, síðast á Elliheimilinu Grund í Reykjavík, d. 28. september 1972.
Börn Tómasar og Hjörtrósar:
1. Hannes skipstjóri, f. 17. júní 1913, d. 14. október 2003.
2. Martin Brynjólfur útgerðarmaður og forstjóri, f. 17. júní 1915, d. 1. janúar 1976.
3. Jóhannes bankaritari, f. 13. mars 1921, d. 18. júlí 2016.
Börn Tómasar og Sigríðar Vilborgar:
4. Magnea Rósa húsfreyja, lyfjafræðingur og lyfsali, f. 20. september 1928.
5. Gerður Erla húsfreyja og gjaldkeri, f. 21. febrúar 1933.
6. Bragi öryrki, f. 4. mars 1939, d. 2. ágúst 2002.
Barn Tómasar og Guðrúnar Árnadóttur húsfreyju frá Hurðarbaki í Flóa, f. 19. september 1888, d. 28. september 1972:
7. Guðjón Tómasson eftirlitsmaður hjá Flugmálastjórn, f. 29. ágúst 1925, d. 2. desember 1977.
Uppeldisdóttir Tómasar og kvenna hans var
8. Laufey Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, bróðurdóttir Tómasar, f. 12. apríl 1912, d. 26. júlí 1982.
Guðjón var með móður sinni, flutti með henni frá Reykjavík 1926, var með henni, lausakonunni í Fagurlyst 1927, ráðskonunni á Brekku við Faxastíg 4 1930, lausakonunni þar 1934, húsfreyjunni í Bjarnleifshúsi við Heimagötu 17 1940 og 1945.
Hann lærði útvarpsvirkjun, lauk prófum 1949.
Hann hóf störf hjá Landsímanum um tvítugt, var í fyrstu línumaður, vann síðan á radíóverkstæði Símans. Hann vann síðar einkum við fjarskiptabúnað Flugmálastjórnar, sem Landsíminn hafði eftirlit með á þeim árum. Hann starfaði m.a. með nefnd á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar að uppsetningu tækja, sem gerðu blindflug mögulegt innanlands. Guðjón varð síðar forstöðumaður sérstakrar radíódeildar á vegum Flugmálastjórnar.
Þau Margrét giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast í Grundargerði 8 í Reykjavík.
Margrét lést 15. nóvember og Guðjón 2. desember 1977.
I. Kona Guðjóns, (23. desember 1947), var Margrét Ólafsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1927, d. 15. nóvember 1977. Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurjón Magnússon sjómaður, verkamaður á Breið á Akranesi, síðar starfsmaður Eimskips, f. 15. mars 1898, d. 2. júní 1972, og kona hans Svanbjörg Davíðsdóttir húsfreyja, f. 9. apríl 1895, d. 27. janúar 1941.
Börn þeirra:
1. Svana Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. mars 1947. Maður hennar Guðmundur Einarsson pípulagningameistari.
2. Gilbert Ólafur Guðjónsson úrsmíðameistari, f. 5. september 1949. Fyrrum konur hans Hrefna Birgisdóttir og Guðný María Sigurðardóttir húsfreyja.
3. Birgir Örn Guðjónsson rafeindavirki, f. 16. nóvember 1956. Barnsmóðir hans María Elín Sigurbjörnsdóttir frá Siglufirði.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 9. desember 1977. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.