„Halla Guðlaugsdóttir (Odda)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir''' frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja í Neskaupstað fæddist 5. nóvember 1918 og lést 17. ágúst 1997.<br> Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 30. desember 1972, og fyrri kona hans Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1...)
 
m (Verndaði „Halla Guðlaugsdóttir (Odda)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 28. febrúar 2023 kl. 19:52

Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja í Neskaupstað fæddist 5. nóvember 1918 og lést 17. ágúst 1997.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890 á Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, d. 30. desember 1972, og fyrri kona hans Halla Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1886, d. 29. nóvember 1918.

Barn Höllu og Brynjólfs Edvalds Stefánssonar:
1. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu og Guðlaugs:
1. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914 í Odda, d. 6. maí 1994.
2. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
3. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.
Börn Guðlaugs og Valgerðar Guðmundsdóttur, síðari konu hans:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari, f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.

Móðir Höllu lést, er Halla var rúmlega þriggja vikna gömul. Hún ólst upp hjá föður sínum og síðar honum og Valgerði síðari konu hans, í Odda, í Höfða við Hásteinsveg 21 og á Lundi við Vesturveg 12.
Þau Stefán giftu sig 1937, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta aldursári þess. Þau bjuggu í fyrstu á Lundi, í Miðey 1937, fluttu til Neskaupstaðar 1939 og bjuggu þar síðan, síðast á Þiljuvöllum 31.
Stefán lést 1982 og Halla 1997.

I. Maður Höllu, (28. maí 1937), var Stefán Pétur Pétursson verkamaður, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 13. nóvember 1915 (27. október 1915 í pr.þj.bók) á Hallormsstað í Vallahreppi, S.-Múl, d. 24. desember 1982. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson smiður, póstur, múrari í Neskaupstað, f. 1876, d. 19. mars 1937, og kona hans Una Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 25. janúar 1882, d. 17. nóvember 1950.
Börn þeirra:
1. Guðlaugur Stefánsson kennari, f. 12. júlí 1936 á Lundi, d. 12. febrúar 2023.
2. Halla Valgerður Stefánsdóttir, f. 10. október 1937 í Miðey við Heimagötu 33.
3. Stúlka, f. 2. júní 1942 í Neskaupstað, d. 15. október 1942.
4. Stefanía Una Stefánsdóttir, f. 7. janúar 1947 á Brennu í Neskaupstað.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.