Ingibjörg Guðlaugsdóttir (Lundi)
Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá Lundi við Vesturveg 12, húsfreyja, verslunarmaður, ræstitæknir fæddist 14. mars 1925 í Odda við Vestmannabraut og lést 23. desember 2018.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937.
Börn Valgerðar og Guðlaugs:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Barn Höllu fyrri konu Guðlaugs:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og hans:
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
11. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.
Ingibjörg var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Ingibjörg var á 13. árinu. Hún var tökubarn hjá Guðrúnu og Helga Benediktssyni á Grímsstöðum 1940 og nemandi hjá þeim 1945.
Hún vann hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Eyjum, einnig í býtibúri á kvennadeild Landspítalans og var aðstoðarræstingastjóri þar.
Þau Ólafur giftu sig 1947, eignuðust tvö börn. Þau fluttu til Eyja bjuggu í Vöruhúsinu við Skólaveg 1. Þau skildu og Ingibjörg flutti til Reykjavíkur 1966 með börnin.
Þau Ingimundur giftu sig 1967. Þau voru barnlaus saman.
Ingibjörg lést 2018 á Hjúkrunarheimilinu Mörk og Ingimundur 2005.
I. Fyrri maður Ingibjargar, (11. október 1947, skildu) var Ólafur Thorarensen tannlæknir, f. 31. ágúst 1908 í Reykjavík, d. 27. janúar 1969.
Börn þeirra:
1. Elín Thorarensen hárgreiðslukona í Reykjavík, f. 30. júní 1948 í Reykjavík, d. 6. apríl 1982. Fyrrum maður hennar var Kjartan Ólafsson sjómaður, garðyrkjumaður, látinn. Fyrrum maður hennar Stefán Gunnar Jökulsson kennari, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður.
2. Brynjúlfur Gunnar Thorarensen bifvélavirki, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 4. apríl 1951, d. 17. júlí 1999. Kona hans Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir bankastarfsmaður.
Börn Ólafs:
3. Eiríkur Rafn Thorarensen loftskeytamaður, f. 24. nóvember 1929. Kona hans María Magnúsdóttir skrifstofumaður.
4. Lárus Thorarensen flugvélstjóri, f. 7. júní 1934, d. 1. desember 1978. Kona hans Margrét Jóhanna Aðalsteinsdóttir.
II. Maður Ingibjargar, (30. desember 1967), var Ingimundur Ólafsson handmenntakennari, f. 25. febrúar 1913 að Langholti í Meðallandi, V.-Skaft., d. 24. desember 2005. Foreldrar hans voru Ólafur Ingimundarson bóndi, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 9. ágúst 1885, d. 24. desember 2005, og kona hans Árbjörg Árnadóttir frá Litlalandi í Ölfusi, húsfreyja, f. 3. september 1891, d. 8. ágúst 1984.
Þau voru barnlaus saman.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 4. janúar 2019. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.