Halldóra S. Guðlaugsdóttir (Odda)
Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir frá Odda við Vestmannabraut 63, húsfreyja, þjónn fæddist þar 18. júní 1920 og lést 21. febrúar 1998 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Brynjólfsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972, og síðari kona hans Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1895, d. 29. september 1937.
Börn Valgerðar og Guðlaugs:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Barn Höllu fyrri konu Guðlaugs:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og hans:
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Andvana drengur, f. 28. október 1915 í Odda.
11. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.
Halldóra var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Halldóra var á átjánda árinu.
Halldóra var barnfóstra hjá Helga Benediktssyni og Guðrúnu Stefánsdóttur. Einnig vann hún á saumastofu Helga Benediktssonar, en síðar í Netagerð Vestmannaeyja.
Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt, var vinnukona um skeið. Síðar vann hún á Hótel Garði (Gamla Garði) og Hótel Skjaldbreið. Síðar þjónaði hún í Ráðherrabústaðnum og á Röðli. Eftir það vann hún í Þórskaffi og auk þess við ræstingar í Mýrarhúsaskóla.
Þau Sverrir giftu sig 1942, eignuðust tvö börn. Þau fluttu á Seltjarnarnes 1956 og bjuggu þar síðan.
Halldóra lést 1998 og Sverrir 1999.
I. Maður Halldóru, (19. september 1942), var Sverrir Ormar Torfason frá Bolungarvík, sjómaður, matsveinn, f. 20. október 1916, d. 30. júní 1999. Foreldrar hans voru Torfi Halldór Halldórsson frá Smáhömrum í Steingrímsfirði, sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1896, d. 5. nóvember 1974, og barnsmóðir hans Sigríður Þórunn Ása Vigfúsdóttir, f. 2. apríl 1899, d. 15. júní 1985.
Börn þeirra:
1. Valgerður Sverrisdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1942. Barnsfaðir hennar Sveinn Bergmann Steingrímsson. Maður hennar Jón Vigfússon skipstjóri.
2. Ása Sigríður Sverrisdóttir húsfreyja, f. 2. ágúst 1946. Maður hennar Ásgrímur Hilmisson bankaútibússtjóri.
Fósturbarn þeirra, barn Valgerðar dóttur þeirra fyrir hjónaband:
3. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir bankaritari, f. 10. apríl 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. mars 1998. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.