Valgerður Guðmundsdóttir (Odda)
Valgerður Guðmundsdóttir húsfreyja í Odda við Vestmannabraut 63a, Höfða við Hásteinsveg 21 og á Lundi við Vesturveg 12 fæddist 8. mars 1895 í Reykjavík og lést 29. september 1937.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kolbeinsson lausamaður hjá móður sinni í Landbroti í Hnappadalssýslu 1890, vinnumaður í Reykjavík við fæðingu Valgerðar 1895, verkamaður á Bíldudal 1901, verkamaður og bóndi á Litlueyri við Bíldudal 1910, síðar í Vesturheimi, f. 11. janúar 1870, d. 1950, og barnsmóðir hans Ingibjörg Oddsdóttir, þá vinnukona á Hótel Reykjavík, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 27. október 1868 í Eyvindarstaðakoti á Álftanesi, d. 20. apríl 1952.
Valgerður fór frá Reykjavík að Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð 1910 og var þar hjú. Hún fluttist vinnukona til Eyja úr Reykjavík 1919.
Þau Guðlaugur giftu sig, eignuðust sjö börn og Valgerður fóstraði Jóhannes Gunnar, Sveinbjörn og Höllu Bergsteinu, börn Höllu fyrri konu Guðlaugs. Þau Guðlaugur bjuggu í Odda, voru þar 1927, en komin í Höfða 1929, voru komin að Lundi 1934.
Valgerður lést 1937.
Guðlaugur flutti úr Eyjum 1943 og lést 1972.
I. Maður Valgerðar, (um 1919), var Guðlaugur Brynjólfsson, f. 23. júlí 1890, d. 30. desember 1972.
Börn þeirra:
1. Halldóra Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðast á Seltjarnarnesi, f. 18. júní 1920 í Odda, d. 21. febrúar 1998.
2. Brynjólfur Gunnar Guðlaugsson togarasjómaður, f. 30. júlí 1921 í Odda, drukknaði 26. desember 1949.
3. Guðrún Briet Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1923 í Odda, d. 13. janúar 2015.
4. Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1925 í Odda, d. 23. desember 2018.
5. Ásta Kristný Guðlaugsdóttir iðnaðarmaður í Reykjavík, f. 24. júlí 1926 í Odda.
6. Guðmundur Guðlaugsson sjómaður, skipstjóri, f. 24. september 1929 í Höfða, d. 30. desember 2010.
7. Þórarinn Guðlaugsson sjómaður, húsasmíðameistari , f. 3. ágúst 1931 í Höfða, d. 19. apríl 2005.
Börn Höllu fyrri konu Guðlaugs og fósturbörn Valgerðar:
8. Jóhannes Gunnar Brynjólfsson forstjóri, f. 20. september 1908 á Bólstað, d. 27. maí 1973.
9. Sveinbjörn Óskar Guðlaugsson verslunarstjóri, fiskimatsmaður, f. 4. febrúar 1914, d. 6. maí 1994.
10. Halla Bergsteina Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 5. nóvember 1918 í Odda, d. 17. ágúst 1997.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.