„Guðrún Hallvarðsdóttir (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13: Lína 13:
Eftir lát Jóns 1958 bjó Guðrún félagsbúi með Aðalheiði og Sigurbergi. Þau misstu hús og áhöfn í [[Heimaeyjargosið|Gosinu]] 1973.<br>
Eftir lát Jóns 1958 bjó Guðrún félagsbúi með Aðalheiði og Sigurbergi. Þau misstu hús og áhöfn í [[Heimaeyjargosið|Gosinu]] 1973.<br>
Eftir Gos dvaldi Guðrún í húsinu að [[Strembugata|Strembugötu]] 15 ásamt börnum sínum í Eyjum. Það hús reisti Sigurbergur sonur hennar. Síðustu ár sín dvaldi hún á Sjúkrahúsinu. Hún varð næstum 105 ára, lést 1993.<br>
Eftir Gos dvaldi Guðrún í húsinu að [[Strembugata|Strembugötu]] 15 ásamt börnum sínum í Eyjum. Það hús reisti Sigurbergur sonur hennar. Síðustu ár sín dvaldi hún á Sjúkrahúsinu. Hún varð næstum 105 ára, lést 1993.<br>
''„Í eina tíð var gestkvæmt á Kirkjubæjum. Á eldhússtólunum sveifluðum við fótunum í prjónasokkunum hennar ömmu, og hlustuðum á mas fullorðna fólksins, og amma bar glóðheitt bakkelsi á borð. Á björtum sumardögum, þegar sólin skein skærar en nokkursstaðar, dönsuðum við amma polka á eldhúsgólfinu og hlógum svo tárin runnu niður vangana. Í fjósinu, meðan amma sat með skupluna sína og mjólkaði, trúðum við henni fyrir leyndustu hugsunum, og á mildum sumarkvöldum hlustuðum við á sögurnar hennar og óskuðum þess, að tíminn næmi staðar. Í ævintýri eða veruleika; hvergi er til önnur eins amma; lágvaxin og hnellin, með gráar fléttur vafðar um höfuðið, svo glaðvær, hláturmild og góð.‟'' (Mbl. 16. okt. 1988).<br>
''„Í eina tíð var gestkvæmt á Kirkjubæjum. Á eldhússtólunum sveifluðum við fótunum í prjónasokkunum hennar ömmu, og hlustuðum á mas fullorðna fólksins, og amma bar glóðheitt bakkelsi á borð. Á björtum sumardögum, þegar sólin skein skærar en nokkursstaðar, dönsuðum við amma polka á eldhúsgólfinu og hlógum svo tárin runnu niður vangana. Í fjósinu, meðan amma sat með skupluna sína og mjólkaði, trúðum við henni fyrir leyndustu hugsunum, og á mildum sumarkvöldum hlustuðum við á sögurnar hennar og óskuðum þess, að tíminn næmi staðar. Í ævintýri eða veruleika; hvergi er til önnur eins amma; lágvaxin og hnellin, með gráar fléttur vafðar um höfuðið, svo glaðvær, hláturmild og góð.‟'' (Barnabörnin í Mbl. 16. okt. 1988).<br>


Systkini Guðrúnar voru alls 9. Í Eyjum voru um skeið:<br>
Systkini Guðrúnar voru alls 9. Í Eyjum voru um skeið:<br>

Útgáfa síðunnar 9. september 2022 kl. 15:14

Guðrún Hallvarðsdóttir og Jón Valtýsson.
Jón og Guðrún með börnin Aðalheiði og Sigurberg.

Guðrún Hallvarðsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 17. október 1888 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal og lést 15. febrúar 1993.
Faðir hennar var Hallvarður bóndi í Reynisholti í Mýrdal, f. 2. janúar 1847, d. 7. september 1939, Ketilsson bónda í Bólstað í Mýrdal, f. 1798, d. 23. desember 1851 í Bólstað, Eiríkssonar bónda í Fagradal í Mýrdal, f. 1766, d. 11. nóvember 1837 í Fagradal, Sighvatssonar, og konu Eiríks, Sigríðar húsfreyju, f. 1769, d. 3. júlí 1838 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, Þorsteinsdóttur.
Móðir Hallvarðs og kona Ketils í Bólstað var Þorbjörg húsfreyja, f. 29. maí 1807, d. 9. mars 1882, Ólafsdóttir bónda, síðast í Syðstu-Mörk, f. 1766 í Pétursey, d. 8. júní 1843 í Syðstu-Mörk, og konu hans Þorbjargar húsfreyju, f. 1766 á Vilborgarstöðum, d. 23. desember 1857, Jónsdóttur.

Móðir Guðrúnar og kona Hallvarðs, (14. nóvember 1879), var Þórunn húsfreyja, f. 4. ágúst 1856 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 9. mars 1951, líklega í Reynisholti í Mýrdal, Sigurðardóttir yngri bónda á Rauðafelli, f. 1824, d. 28. maí 1866, Sigurðssonar eldri bónda á Rauðafelli, f. 1798, d. 27. maí 1866, Sigurðssonar, og konu Sigurðar eldri, Sesselju húsfreyju, f. 1780, d. 23. apríl 1855, Ásgeirsdóttur.
Móðir Þórunnar og kona Sigurðar yngri var Þorbjörg húsfreyja, f. 25. júlí 1829, vinnukona í Nýborg 1890, d. 17. mars 1894, Sveinsdóttir bónda Neðri-Dal u. Eyjafjöllum 1835, og konu Sveins, Þórunnar húsfreyju, f. um 1797, Ólafsdóttur.

Guðrún var niðursetningur á Ketilsstöðum í Mýrdal 1888-1899, fósturbarn þar 1900-1905, vinnukona á Suður-Hvoli þar 1905-1910. Þá fór hún vinnukona að Stóra-Hofi á Rangárvöllum.
Guðrún kom fyrst til Eyja 1916, en fluttist þangað 1918 og þau Jón giftust það ár. Þau fengu til ábúðar jörðina Mið-Hlaðbæ, Ólafsbæ 1920 eftir Elsu Ólafsdóttur á Velli og urðu bændur þar 1927.
Ræktuðu þau tún austan og norðan túngarða Kirkjubóls og höfðu afnot Landatúns þar norður af. Þau reistu nýjan Mið-Hlaðbæ, gripahús og hlöðu.
Eftir lát Jóns 1958 bjó Guðrún félagsbúi með Aðalheiði og Sigurbergi. Þau misstu hús og áhöfn í Gosinu 1973.
Eftir Gos dvaldi Guðrún í húsinu að Strembugötu 15 ásamt börnum sínum í Eyjum. Það hús reisti Sigurbergur sonur hennar. Síðustu ár sín dvaldi hún á Sjúkrahúsinu. Hún varð næstum 105 ára, lést 1993.
„Í eina tíð var gestkvæmt á Kirkjubæjum. Á eldhússtólunum sveifluðum við fótunum í prjónasokkunum hennar ömmu, og hlustuðum á mas fullorðna fólksins, og amma bar glóðheitt bakkelsi á borð. Á björtum sumardögum, þegar sólin skein skærar en nokkursstaðar, dönsuðum við amma polka á eldhúsgólfinu og hlógum svo tárin runnu niður vangana. Í fjósinu, meðan amma sat með skupluna sína og mjólkaði, trúðum við henni fyrir leyndustu hugsunum, og á mildum sumarkvöldum hlustuðum við á sögurnar hennar og óskuðum þess, að tíminn næmi staðar. Í ævintýri eða veruleika; hvergi er til önnur eins amma; lágvaxin og hnellin, með gráar fléttur vafðar um höfuðið, svo glaðvær, hláturmild og góð.‟ (Barnabörnin í Mbl. 16. okt. 1988).

Systkini Guðrúnar voru alls 9. Í Eyjum voru um skeið:
1. Ólafía Hallvarðsdóttir vinnukona á Löndum 1907-1916, f. 7. október 1877, d. 16. febrúar 1960.
2. Sigurður Hallvarðsson, f. 24. ágúst 1890, drukknaði á útleið úr Vestmannaeyjahöfn 16. febrúar 1923. Bátinn „Njál‟ rak upp í Hringskersgarðinn og fórust þar 5 menn.

Maður Guðrúnar var Jón Valtýsson bóndi, f. 23. október 1890, d. 13. maí 1958.
Börn Guðrúnar og Jóns voru:
1. Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 20. ágúst 1918, d. 4. desember 1995. Maður hennar var Gunnar Aðalsteinn Ragnarsson, f. 19. september 1922, hrapaði til bana í Stórhöfða 10. júlí 1954.
2. Jóhann Valtýr Jónsson, f. 10. maí 1922, d. 16. júní 1922.
3. Sigurbergur Jónsson bóndi og bifreiðastjóri, f. 19. maí 1923, d. 17. júní 1992, ókvæntur og barnlaus.
4. Jóhanna Svava Jónsdóttir húsfreyja, f. 19. febrúar 1927. Maður hennar var Andrés Þórarinn Magnússon, f. 22. júní 1924, d. 2. nóvember 2006.


Mið-Hlaðbær (Ólafsbær).

Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
  • Morgunblaðið 16. október 1988. Afmælisgrein.
  • Morgunblaðið 20. febrúar 1993. Minning.
  • Prestþjónustubók.
  • Til Eyja. Edda Andrésdóttir. JPV útgáfa 2013.
  • Vestmannaeyjar – byggð og eldgos. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Ísafoldarprentsmiðja 1973.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.