„Sigurður Guðjónsson (Framnesi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurður Guðjónsson''' frá Framnesi við Vesturveg 3b, sjómaður, stýrimaður fæddist 3. nóvember 1911 og lést 5. maí 1955.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874 í Bartakoti í Selvogi, d. 19. nóvember 195...) |
m (Verndaði „Sigurður Guðjónsson (Framnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. apríl 2022 kl. 18:55
Sigurður Guðjónsson frá Framnesi við Vesturveg 3b, sjómaður, stýrimaður fæddist 3. nóvember 1911 og lést 5. maí 1955.
Foreldrar hans voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874 í Bartakoti í Selvogi, d. 19. nóvember 1950.
Börn Nikolínu og Guðjóns í Framnesi:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku og bjó með þeim enn 1940.
Hann var sjómaður, stýrimaður.
Þau Margrét giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum og um skeið í Skógsnesi, en skildu.
Sigurður lést 1955.
I. Kona Sigurðar, (skildu), var Margrét Öfjörð Magnúsdóttir frá Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi, húsfreyja, f. 5. júní 1923, d. 29. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Öfjörð Sigurðsson verkamaður, f. 25. júní 1942 í Eyjum, d. 9. apríl 2018.
2. Kjartan Sigurðsson sjómaður, f. 23. ágúst 1943 í Skógsnesi í Flóa, drukknaði 16. október 1972.
3. Sveinn Ármann Sigurðsson, verslunarmaður, deildarstjóri, f. 6. október 1944 í Skógsnesi í Flóa, d. 6. maí 2021. Fyrrum kona hans Sigurbjörg Gísladóttir. Sambúðarkona hans Guðrún Guðbjartsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 5. júní 2004. Minning Margrétar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.