Guðlín Guðný Guðjónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðlín Guðný Guðjónsdóttir frá Framnesi, húsfreyja fæddist 24. mars 1913 og lést 19. maí 1970.
Foreldrar hennar voru Guðjón Pétur Jónsson formaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst 1874 í Bartakoti í Selvogi, d. 19. nóvember 1950.

Börn Nikolínu og Guðjóns í Framnesi:
1. Stefanía Jónína Guðjónsdóttir, f. 18. janúar 1904, d. fyrir 1906.
2. Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
3. Guðbjörg Anný Guðjónsdóttir, f. 17. október 1908, d. 12. maí 1993.
4. Sigurður Guðjónsson sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911 í Framnesi, d. 5. maí 1955.
5. Guðlín Guðný Guðjónsdóttir, f. 24. mars 1913, d. 19. maí 1970.

Guðný var með foreldrum sínum í æsku og enn 1940.
Þau Johan giftu sig 1944, eignuðust tvö börn og fóstruð bróðurson hennar, bjuggu í Framnesi, Vesturvegi 3B.

I. Maður Guðnýjar Guðlínar, (27. maí 1944), var Johan Elias Martin Weihe verkamaður, f. 11. nóvember 1913 í Suðurey í Færeyjum, d. 11. janúar 1992.
Börn þeirra:
1. Guðjón Weihe, f. 4. júní 1945 á Vesturvegi 3 B, d. 26. febrúar 2022.
2. Jóhanna Helena Weihe, f. 7. maí 1949 á Vesturvegi 3B.
Fósturbarn hjónanna var
3. Kjartan Sigurðsson sjómaður, f. 23. ágúst 1943 í Skógsnesi í Flóa, drukknaði 16. október 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.