Margrét Öfjörð Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Öfjörð Magnúsdóttir.

Margrét Magnúsdóttir Öfjörð frá Skógsnesi í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa, húsfreyja fæddist þar 5. júní 1923 og lést 29. maí 2004 á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi.
Foreldrar hennar voru Magnús Þórarinsson Öfjörð kennari og bóndi, hreppstjóri og oddviti í Skógsnesi, f. 21. júlí 1888, d. 25. apríl 1958, og kona hans Þórdís Ragnheiður Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1892, d. 15. apríl 1950.

Margrét vann ýmis störf til sveita, síðar við fiskiðnað, matseld, aðhlynningu aldraðra og fleira.
Þau Sigurður giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Skógsnesi í Flóa, í Framnesi 1943, en skildu.
Þau Markús giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Vallahjáleigu, síðar í Gerðum, en fluttu til Eyrarbakka 1972, bjuggu þar til 2002, en settust þá að á Selfossi.
Margrét lést 2004 og Markús 2015.

I. Maður Margrétar, (skildu), var Sigurður Guðjónsson frá Framnesi, sjómaður, stýrimaður, f. 3. nóvember 1911, d. 5. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Öfjörð Sigurðsson verkamaður, f. 25. júní 1942 í Eyjum, d. 9. apríl 2018.
2. Kjartan Sigurðsson sjómaður, f. 23. ágúst 1943 í Skógsnesi í Flóa, drukknaði 16. október 1972.
3. Sveinn Ármann Sigurðsson, verslunarmaður, deildarstjóri, f. 6. október 1944 í Skógsnesi í Flóa, d. 6. maí 2021. Fyrrum kona hans Sigurbjörg Gísladóttir. Sambúðarkona hans Guðrún Guðbjartsdóttir.

II. Síðari maður Margrétar var Markús Þorkelsson bóndi, verkamaður, f. 6. júní 1918, d. 29. janúar 2015. Foreldrar hans voru Þorkell Guðmundsson frá Ferjunesi í Villingaholtshreppi, f. þar 31. desember 1884, d. 17. júní 1975, og Guðrún Guðmundsdóttir frá Brennu í Gaulverjabæjarhreppi, f. þar 1. febrúar 1888, d. 6. desember 1970.
Börn þeirra:
4. Þorkell Heimir Markússon verkstjóri, f. 15. nóvember 1950. Kona hans Ólafía Anna Halldórsdóttir.
5. Ragnheiður Markúsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1954, d. 16. júlí 2001. Maður hennar Helgi Ingvarsson.
6. Magnús Öfjörð Markússon verkstjóri, f. 3. október 1958. Kona hans Sandra Pálsdóttir.
7. Kolbrún Markúsdóttir blómaskreytingakona, f. 13. september 1966. Maður hennar Agnar Bent Brynjólfsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.