„Sigurveig Munda Gunnarsdóttir“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Sigurveig Munda Gunnarsdóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 9. september 1918 og lést 22. desember 1975. <br> | '''Sigurveig Munda Gunnarsdóttir''' húsfreyja í Reykjavík fæddist 9. september 1918 og lést 22. desember 1975. <br> | ||
Foreldrar hennar voru [[Gunnar Ingiberg Ingimundarson]] verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans [[Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir (Götu)|Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík. | Foreldrar hennar voru [[Gunnar Ingiberg Ingimundarson]] verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans [[Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir (Götu)|Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir]] húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.<br> | ||
Fósturfaðir hennar var [[Pálmi Ingimundarson (Götu)|Pálmi Kristinn Ingimundarson]] verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963. | Fósturfaðir hennar var [[Pálmi Ingimundarson (Götu)|Pálmi Kristinn Ingimundarson]] verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963. | ||
Útgáfa síðunnar 20. febrúar 2022 kl. 14:35
Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík fæddist 9. september 1918 og lést 22. desember 1975.
Foreldrar hennar voru Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.
Fósturfaðir hennar var Pálmi Kristinn Ingimundarson verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.
Börn Gunnars og Sveinfríðar Ágústu:
1. Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyja Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.
Börn Sveinfríðar Ágústu og Pálma Ingimundarsonar:
4. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs. Thomas Calvin Philips.
5. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
6. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
7. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
8. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.
Sigurveig var með foreldrum sínum, en þau slitu samvistir sínar. Hún fór með móður sinni til Eyja 1922, bjó með henni á Litlu-Grund við Vesturveg 24, í Götu við Herjólfsgötu 12, síðan henni og Pálma þar og síðast í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1942 og síðan til Grundarfjarðar.
Hún eignaðist barn með Sveini 1938 og var síðar í sambúð með Friðjóni, eignaðist með honum fimm börn.
Þau Bjarni giftu sig 1954, eignuðust fimm börn.
Sigurveig lést 1975 og Bjarni 1988.
I. Barnsfaðir Sigurveigar var Sveinn Stefánsson bifreiðastjóri, vélamaður í Reykjavík, f. 9. september 1919 á Siglufirði, d. 3. mars 1982.
Barn þeirra:
1. Ágúst Engilbert Blómquist Sveinsson yfirverkstjóri á Akranesi, f. 10. janúar 1938, d. 5. janúar 2016.
II. Sambúðarmaður Sigurveigar var Friðjón Jóhannsson sjómaður í Reykjavík, f. 11. júní 1910 á Skálum á Langanesi, d. 22. apríl 1995. Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson bóndi á Skálum, f. 27. september 1876 á Læknesstöðum á Langanesi, d. 5. september 1946, og Kona hans María Friðriksdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1882 í Efri-Sandvík í Grímsey, d. 9. september 1952 á Þórshöfn á Langanesi..
Börn þeirra:
2. Haraldur Friðjónsson, f. 23. janúar 1940.
3. Jóhann Gunnar Friðjónsson, f. 24. maí 1941.
4. Edda María Friðjónsdóttir (Gundersen), f. 18. apríl 1943.
5. Sigurdór Friðjónsson, f. 22. nóvember 1944.
6. Tómas Sævar Friðjónsson, f. 10. desember 1946.
III. Maður Sigurveigar, (6. júní 1954), var Bjarni Viggósson vélstjóri, járnsmiður í Reykjavík og Stykkishólmi, f. 5. júlí 1929 í Stykkishólmi, d. 27. apríl 1988. Foreldrar hans voru Viggó Bjarnason sjómaður, verkamaður í Stykkishómi, f. 27. september 1901 í Svefneyjum, d. 15. mars 1977 og kona hans, skildu, María Þórðardóttir húsfreyja, matráðskona í Reykjavík, f. 15. ágúst 1904 á Hofsstöðum í Gufudalssveit í Barð., d. 13. júlí 1980.
Börn þeirra:
7. Viggó Bjarnason, f. 7. október 1951.
8. Eggert Bjarni Bjarnason, f. 18. ágúst 1953.
9. Birna Sigríður Bjarnadóttir, f. 1. janúar 1956.
10. Brynja Hrönn Bjarnadóttir, f. 23. ágúst 1957.
11. Jarl Bjarnason, f. 14. mars 1959.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Magnús Haraldsson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.