Pálína Gunnarsdóttir (Litlu-Grund)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir frá Litlu-Grund við Vesturveg 24, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, matselja fæddist þar 24. maí 1922 og lést 1. september 1993.
Foreldrar hennar voru Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður, f. 17. apríl 1894 í Mjóafirði eystra, d. 4. mars 1965 í Reykjavík, og sambúðarkona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.
Fósturfaðir hennar var Pálmi Kristinn Ingimundarson verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.

Börn Gunnars og Sveinfríðar Ágústu:
1. Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyja Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

Börn Sveinfríðar Ágústu og Pálma Ingimundarsonar:
4. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs. Thomas Calvin Philips.
5. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
6. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
7. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
8. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.

Pálína fæddist í Eyjum eftir skilnað foreldra sinna. Hún var með móður sinni, bjó með henni á Litlu-Grund og síðan í Götu við Herjólfsgötu 12 með henni og Pálma og í Héðinshöfða við Hásteinsveg 36.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1942 og síðan til Grundarfjarðar.
Pálína vann á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg í Reykjavík.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Kristinn lést 1962 og Pálína 1993.

I. Maður Pálínu var Kristinn Þorbergsson kjötiðnaðarmaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. þar 30. september 1921, d. 18. desember 1962. Foreldrar hans voru Þorbergur Jónsson sjómaður, f. 13. febrúar 1893, d. 15. febrúar 1964, og kona hans Sigríður Eyvindsdóttir húsfreyja, ráðskona, f. 28. nóvember 1875, d. 28. júlí 1926.
Börn þeirra:
1. Þorbergur Kristinsson prentari, f. 9. maí 1943 í Reykjavík, d. 27. maí 2021. Kona hans Sigrún Gróa Jónsdóttir.
2. Páll Sævar Kristinsson vélgæslumaður í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 28. apríl 1948 í Reykjavík, d. 11. október 1996. Kona hans, skildu, Alda María Magnúsdóttir. Kona hans Bjarndís Steinþóra Jóhannsdóttir Guðjónssonar.
3. Hólmfríður Sigurrós Kristinsdóttir í Svíþjóð, f. 10. ágúst 1950 í Reykjavík. Maður hennar Gunnar Christiansen, látinn.
4. Sigurður Kristinsson, f. 21. ágúst 1952, d. 26. október 1952.
5. Jón Kristinn Kristinsson í Reykjavík, f. þar 11. október 1953. Barnsmóðir hans Inga Stefanía Ingólfsdóttir.
6. Einar Valur Kristinsson í Keflavík, f. 14. mars 1959 í Reykjavík. Kona hans Valgerður Reynaldsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.