Gunnar Ingiberg Ingimundarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gunnar Ingiberg Ingimundarson.

Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður fæddist 17. apríl 1894 á Mjóafirðir eystra og lést 4. mars 1965 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ingimundur Árnason sjómaður í Götu, f. 18. júlí 1859, d. 1. október 1923, og sambýliskona hans Sigurveig Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1862, d. 29. apríl 1946.

Börn Ingimundar og Sigurveigar voru:
1. Konráð Ingimundarson sjómaður, vélstjóri í Götu, síðar í Reykjavík, f. 26. júní 1886, d. 6. júlí 1957.
2. Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson bóndi á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 12. september 1889 í Gamlabæ (Syðri-Steinsmýri) í Meðallandi, d. 16. mars 1962 í Reykjavík.
3. Gunnar Ingiberg Ingimundarson verkamaður í Eyjum, f. 17. apríl 1894, d. 4. mars 1965, síðast í Reykjavík.
4. Brynhildur Ingimundardóttir húsfreyja, f. 20. maí 1897, d. 27. september 1973. Hún kom til Eyja 1899, varð húsfreyja á Bakkakoti og á Melum á Kjalarnesi, síðan í Reykjavík.

Hálfsystkini Gunnars Ingibergs, börn Ingimundar og Pálínu voru:
5. Pálmi Kristinn Ingimundarson, f. 11. febrúar 1904, d. 19. apríl 1963.
6. Þórarinn Ingimundarson, f. 21. ágúst 1905 á Vilborgarstöðum, d. 1. júní 1906.
7. Enok Ingimundarson, f. 29. ágúst 1907 á Vilborgarstöðum, d. 2. júlí 1974.
Uppeldisbróðir Gunnars Ingibergs, sonur Pálínu síðari konu föður hans:
8. Einar Valdimar Jónasson, f. 16. október 1892, d. 1922.

Gunnar Ingiberg var með foreldrum sínum í Mjóafirði í bernsku, fluttist með þeim að Kirkjubæ 1899 frá Brekkuborg, sennilega með viðkomu í Borgarfirði eystra.
Sigurveig fluttist með synina Gunnar Ingiberg 7 ára og Konráð frá Kirkjubæ í Ása í Skaftártungu 1900. Þar var hún vinnukona með Gunnar Ingiberg í Gröf þar til 1903, í Þykkvabæ í Landbroti 1903-1904. Hann var tökubarn og síðan vinnumaður í Gröf 1904-1913, í Hlíð þar 1913-1914.
Gunnar Ingiberg fluttist til Eyja 1914 og stundaði sjómennsku. Hann bjó á Framnesvegi 39B í Reykjavík 1920. Þar var hann með Sveinfríði sambýliskonu sinni og tveim dætrum, fæddum 1918 og 1920 í Reykjavík.
Þau Sveinfríður slitu samvistir 1922. Hún fór þá til Eyja með dæturnar og ófrísk af þeirri þriðju og tók upp sambúð með Pálma hálfbróður Gunnars Ingibergs.
Gunnar giftist Guðrúnu, eigaðist með henni sex börn.
Gunnar Ingiberg bjó síðast á Langholtsvegi 30. Hann lést 1965.

I. Sambýliskona Gunnars Ingibergs, (slitu samvistir), var Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, síðar í Eyjum og á Grundarfirði, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík, en jarðsett á Setbergi í Eyrarsveit.
Börn þeirra voru:
1. Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyja Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

II. Kona Gunnars var Guðrún Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 14. júní 1903 í Reykjavík, d. 25. febrúar 1968. Foreldrar hennar voru Árni Árnason sjómaður, skósmiður og dómkirkjuvörður í Reykjavík, f. 18. janúar 1856 á Laug í Biskupstungum, d. 15. september 1914, og kona hans Ingibjörg Gestsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 24. júní 1863 í Múlaseli í Hraunhreppi, Mýras., d. 15. apríl 1938 í Reykjavík.
Börn þeirra:
4. Árna Ingibjörg Gunnarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 19. ágúst 1927, d. 24. maí 2005. Maður hennar Orville Richard Utley.
5. María Gunnarsdóttir Thacker, bjó í Bandaríkjunum, f. 8. maí 1929, d. 25. desember 2006 í Tuscan í Arisona. Barnsfaðir hennar Valgeir Herbert Valdimarsson.
6. Kristín Gunnarsdóttir húsfreyja á Þingeyri, f. 17. júlí 1931. Maður hennar Guðmundur Karvel Sörens Magnússon.
7. Alda Gunnarsdóttir, f. 17. desember 1932, d. 18. febrúar 1977. Maður hennar Guðjón Einarsson.
8. Sigurður Jón Gunnarsson í Reykjavík, f. 27. maí 1935, d. 20. ágúst 1982.
9. Hulda Gunnarsdóttir, bjó í Bandaríkjunum, f. 13. nóvember 1937, d. 14. október 2001. Maður hennar Paul H. Larsen. Börn þeirra:
4. Árna Ingibjörg Gunnarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 19. ágúst 1927, d. 24. maí 2005. Maður hennar Orville Richard Utley.
5. María Gunnarsdóttir Thacker, bjó í Bandaríkjunum, f. 8. maí 1929, d. 25. desember 2006 í Tuscan í Arisona. Barnsfaðir hennar Valgeir Herbert Valdimarsson.
6. Kristín Gunnarsdóttir húsfreyja á Þingeyri, f. 17. júlí 1931. Maður hennar Guðmundur Karvel Sörens Magnússon.
7. Alda Gunnarsdóttir, f. 17. desember 1932, d. 18. febrúar 1977. Maður hennar Guðjón Einarsson.
8. Sigurður Jón Gunnarsson í Reykjavík, f. 27. maí 1935, d. 20. ágúst 1982.
9. Hulda Gunnarsdóttir, bjó í Bandaríkjunum, f. 13. nóvember 1937, d. 14. október 2001. Maður hennar Paul H. Larsen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Heimaslóð.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.