Eygló Bára Pálmadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Eygló Bára Pálmadóttir.

Eygló Bára Pálmadóttir frá Götu við Herjólfsgötu 12 húsfreyja fæddist þar 7. janúar 1931 og lést 21. október 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Pálmi Kristinn Ingimundarson frá Vilborgarstöðum, verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904 í Eyjum, d. 19. apríl 1963, og kona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.

Börn Sveinfríðar og Pálma:
1. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs Thomas Calvin Philips.
2. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
3. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
4. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
5. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.

Börn Sveinfríðar og Gunnars Ingibergs Ingimundarsonar:
1. Sigurveig Munda Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyjólfína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

Eygló var með foreldrum sínum í æsku, í Götu, í Héðinshöfða, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941.
Þau Jón Stefán eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Jens giftu sig, eignuðust fimm börn, en skildu.
Þau Þorbjörn Jón giftu sig, eignuðust tvö börn.
Eygló Bára bjó síðast í Hjallaseli 55 í Reykjavík.
Hún lést 2012.

I. Maður Eyglóar Báru, (skildu), var Jón Stefán Sigurðsson frá Götu, bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
Barn þeirra:
1. Guðjón Ingvi Jónsson, f. 11. október 1948. Kona hans Anna Brynhildur Bragadóttir.

II. Maður Eyglóar Báru, (skildu), var Jens Pétursson bóndi á Búlandshöfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, f. 30. mars 1927, d. 11. desember 1957. Foreldrar hans voru Jens Pétur Jóhannesson, f. 2. október 1893, d. 29. apríl 1942, og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, f. 16. apríl 1897, d. 11. mars 1958.
Börn þeirra:
2. Jenný Jensdóttir, f. 15. desember 1951. Maður hennar Jón Hörður Elíasson.
3. Birna Jensdóttir, f. 6. mars 1953. Fyrrum maður hennar Gísli R. Reimarsson. Maður hennar Hjalti Egilsson.
4. Ruth Jensdóttir, f. 22. júní 1954. Maður hennar Ólafur Atli Jónsson.
5. Jóhannes Jensson, f. 2. apríl 1956. Kona hans Christina M. Bryars.
6. Jens Jensson, f. 31. mars 1958. Fyrrum kona hans Kristín Birgisdóttir.

III. Maður Eyglóar Báru er Þorbjörn Jón Benediktsson, f. 10. maí 1934. Foreldrar hans voru Benedikt Þorbjörnsson, f. 20. september 1899, d. 10. janúar 1948, og Aðalheiður Franklínsdóttir, f. 9. júní 1914, d. 13. september 2012.
Börn þeirra:
7. Benedikt Heiðdal Þorbjörnsson, f. 20. júní 1959.
8. Valgerður Jóna Eyglóardóttir, f. 12. mars 1961. Fyrrum maður hennar Guðmundur Konráð Rafnsson. Maður hennar Guðmundur Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.