Jóhanna Ragna Pálmadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Ragna Pálmadóttir frá Héðinshöfða við Hásteinsveg 36, húsfreyja fæddist þar 16. febrúar 1935 og lést 23. desember 1990.
Foreldrar hennar voru Pálmi Kristinn Ingimundarson frá Vilborgarstöðum, verkamaður, síðar skósmiður, f. 11. febrúar 1904 í Eyjum, d. 19. apríl 1963, og kona hans Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1896 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 10. apríl 1979 í Reykjavík.

Börn Sveinfríðar og Pálma:
1. Alda Særós Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík og í Dayton í Ohio-fylki í Bandaríkjunum, f. 25. september 1924, d. 7. janúar 1981. Hún bar þar nafnið Mrs Thomas Calvin Philips.
2. Ólafur Bertel Pálmason sjómaður og verkamaður, f. 21. maí 1929, d. 12. október 1997.
3. Eygló Bára Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. janúar 1931, d. 21. október 2012.
4. Þórunn Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. nóvember 1932, d. 22. október 1977.
5. Jóhanna Ragna Pálmadóttir húsfreyja, síðast í Eyrarsveit, f. 16. febrúar 1935, d. 23. desember 1990.

Börn Sveinfríðar og Gunnars Ingibergs Ingimundarsonar:
1. Sigurveig Mundína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. september 1918 á Barónsstíg 12 í Reykjavík, d. 22. desember 1975.
2. Jónína Eyjólfína Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 7. september 1920 á Klapparstíg 2 í Reykjavík, d. 3. maí 1959.
3. Einarína Pálína Valgerður Gunnarsdóttir húsfreyja, matselja í Reykjavík, f. 24. maí 1922 á Litlu-Grund, d. 1. september 1993.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, í Héðinshöfða, flutti með þeim til Reykjavíkur 1941. Þau fluttu að Búlandshöfða í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 1953 og tæpu ári síðar í Grundarfjörð þar.
Hún vann við fiskvinnslu.
Þau Guðmundur giftu sig 1958, eignuðust fjögur börn og ólu upp dótturson sinn. Þau bjuggu við Borgarbraut 5 í Grundarfirði.
Jóhanna lést 1990 og Guðmundur 2022.

I. Maður Jóhönnu, (1. júni 1958), var Guðmundur Lárus Skúli Jóhannesson, þá vélstjóri, síðar skipstjóri og útgerðarmaður frá Forna-Krossnesi í Eyrarsveit, f. 18. desember 1931, d. 19. september 2022. Foreldrar hans voru Jóhannes Ólafur Þorgrímsson kennari, f. 20. nóvember 1900, d. 16. desember 1975, og Skúlína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1898, d. 18. mars 1986.
Börn þeirra:
1. Sveinfríður Ágústa Guðmundsdóttir, býr í Danmörku, f. 6. janúar 1957. Fyrri maður hennar Gunnar Hansen. Maður hennar Niels Slet.
2. Ólafur Jón Guðmundsson, f. 19. febrúar 1959.
3. Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, á Akranesi, f. 31. júlí 1960. Maður hennar Björn Guðmundsson.
4. Guðmundur Skúli Guðmundsson, býr í Danmörku, f. 19. febrúar 1962. Fyrri kona hans Hanne Birte Guðmundsson. Síðari kona hans Geraldine Guðmundsson.
Fóstursonur þeirra, sonur Sveinfríðar dóttur þeirra:
5. Pálmi Marel Birgisson, f. 25. mars 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.