„Ágústína Jónsdóttir (Foldahrauni)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
1. [[Gunnar Stefán Jónsson]] bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Ragnheiður Björgvinsdóttir.<br> | 1. [[Gunnar Stefán Jónsson]] bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Ragnheiður Björgvinsdóttir.<br> | ||
2. [[Hermann Kristján Jónsson]] gjaldkeri, f. 10. júní 1945. Kona hans [[Herdís Tegeder (Háeyri)|Herdís Tegeder]].<br> | 2. [[Hermann Kristján Jónsson]] gjaldkeri, f. 10. júní 1945. Kona hans [[Herdís Tegeder (Háeyri)|Herdís Tegeder]].<br> | ||
3. [[Ágústína Jónsdóttir(Foldahrauni)|Ágústína Jónsdóttir]] bankastarfsmaður, f. 11. október 1949 í [[Godthaab]], d. 29. september 2014. Maður hennar Jóhann Ásgeirsson. | 3. [[Ágústína Jónsdóttir (Foldahrauni)|Ágústína Jónsdóttir]] bankastarfsmaður, f. 11. október 1949 í [[Godthaab]], d. 29. september 2014. Maður hennar Jóhann Ásgeirsson. | ||
Ágústína var með foreldrum sínum í æsku.<br> | Ágústína var með foreldrum sínum í æsku.<br> |
Útgáfa síðunnar 18. janúar 2022 kl. 12:12
Ágústína Jónsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður fæddist 11. október 1949 í Godthaab við Strandveg 11 og lést 29. september 2014.
Foreldrar hennar voru Jón Stefánsson frá Fagurhól, verkamaður, strætisvagnastjóri, iðnverkamaður, næturvörður, ritstjóri, f. 28. ágúst 1909, d. 19. mars 1991, og kona hans Elísabet Kristjánsdóttir frá Svínhóli í Miðdölum, húsfreyja, f. þar 1. desember 1919, d. 23. janúar 2004.
Börn Elísabetar og Jóns:
1. Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939. Kona hans Ragnheiður Björgvinsdóttir.
2. Hermann Kristján Jónsson gjaldkeri, f. 10. júní 1945. Kona hans Herdís Tegeder.
3. Ágústína Jónsdóttir bankastarfsmaður, f. 11. október 1949 í Godthaab, d. 29. september 2014. Maður hennar Jóhann Ásgeirsson.
Ágústína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk prófum í Gagnfræðaskólanum.
Ágústa vann skrifstofustörf hjá Bænum og síðan í Útvegsbankanum í Eyjum (Íslandsbanka) og síðar í Reykjavík.
Hún tók þátt í starfsemi Leikfélagsins.
Hún bjó á Foldahrauni 41b 1986.
Ágústína eignaðist barn með Georg Haraldi 1975.
Þau Jóhann giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Ágústína fóstraði barn Jóhanns.
Ágústína bjó síðast í Akurhvarfi 5 í Kópavogi. Hún lést 2014.
I. Barnsfaðir Ágústínu er Georg Haraldur Tryggvason lögfræðingur, f. 26. október 1941.
Barn þeirra:
1. Elísabet Stefánsdóttir stjórnmálafræðingur, f. 12. október 1975. Fyrrum maður hennar Björn Logi Þórarinsson.
II. Maður Ágústínu er Jóhann Ásgeirsson netagerðarmeistari, kennari við Tækniskólann, f. 24. maí 1957. Foreldrar hans voru Ásgeir Jónsson, f. 21. ágúst 1028, d. 5. desember 1996, og Hallfríður Jóhannsdóttir, f. 1. janúar 1930, d. 27. mars 1965.
Barn Jóhanns og fósturbarn Ágústínu:
3. Jón Einar Jóhannsson tölvufræðingur, f. 20. júní 1991. Sambúðarkona hans Lina Zabelo.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 10. október 2014. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.