„Hörður Adolfsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Hörður Adolfsson. '''Hörður Adolfsson''' matreiðslumeistari fæddist 28. mars 1950 á Bakkastíg 3 og lést 6. okt...)
 
m (Verndaði „Hörður Adolfsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 18. nóvember 2021 kl. 10:02

Hörður Adolfsson.

Hörður Adolfsson matreiðslumeistari fæddist 28. mars 1950 á Bakkastíg 3 og lést 6. október 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Adolf Óskarsson frá Hólnum við Landagötu 18, pípulagningameistari, f. 30. nóvember 1928, d. 15. desember 2008, og kona hans Ásta Vigfúsdóttir frá Bakkastíg 3, (Fúsahúsi), húsfreyja, f. 15. júlí 1928, d. 20. febrúar 2014.

Börn Ástu og Adolfs:
1. Hörður Adolfsson matreiðslumeistari, f. 28. mars 1950, d. 6. október 2020. Kona hans Nanna María Guðmundsdóttir.
2. Erla Adolfsdóttir, f. 25. júní 1952. Maður hennar Jóhann Pétur Andersen .
3. Vigfús Adolfsson, f. 18. ágúst 1955, d. 21. júlí 1967.
4. Hilmar Adolfsson, f. 21. janúar 1960. Kona hans Ólöf Sigurðardóttir.
5. Adolf Adolfsson, f. 17. september 1962. Kona hans Júlía Henningsdóttir.

Hörður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði matreiðslu og varð meistari í iðninni.
Hörður rak veitingastaðinn Skútann við Kirkjuveg 21 í Eyjum til 1995. Síðan var hann sjómaður og vann við pípulagnir í Reykjavík.
Hann eignaðist barn með Hrefnu 1968, með Erlu 1969.
Þau Nanna María giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Brekastíg 24, en síðar í Fellahvarfi 15 í Kópavogi.
Hörður lést 2020.

I. Barnsmóðir Harðar er Hrefna Sölvadóttir, f. 26. desember 1949.
1. Elsa Björk Harðardóttir kennari, f. 20. mars 1968. Barnsfaðir hennar Kristinn Sigurður Hákonarson.

II. Barnsmóðir Harðar er Hallfríður Erla Guðjónsdóttir skólastjóri frá Gvendarhúsi, f. 24. maí 1952.
Barn þeirra:
2. Ragnar Hannes Guðmundsson viðskiptafræðingur, f. 28. október 1969. Hann varð kjörbarn Guðmundar Helgasonar Garðarssonar, f. 17. október 1928 og Ragnheiðar Guðrúnar Ásgeirsdóttur, f. 5. júní 1931, d. 7. júlí 2008. Barnsmæður hans Guðlaug Jóhannesdóttir og Jenný Guðmundsdóttir.

III. Kona Harðar, (15. apríl 1976), er Nanna María Guðmundsdóttir húsfreyja, kennari, bankastarfsmaður, f. 30. september 1954.
Börn þeirra:
1. Margrét Rós Harðardóttir myndlistarmaður, leiðsögumaður, æskulýðsfulltrúi, býr nú í Þýskalandi, f. 11. ágúst 1979. Maður hennar Matthias Wörle.
2. Ásta María Harðardóttir mannauðsstjóri, f. 16. apríl 1987. Maður hennar Viktor Höskuldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.