Hilmar Adolfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hilmar Adolfsson pípulagningameistari fæddist 21. janúar 1960.
Foreldrar hans voru Adolf Óskarsson frá Hólnum við Landagötu 18, pípulagningameistari, f. 30. nóvember 1928, d. 15. desember 2008, og kona hans Ásta Vigfúsdóttir frá Bakkastíg 3, (Fúsahúsi), húsfreyja, f. 15. júlí 1928, d. 20. febrúar 2014.

Börn Ástu og Adolfs:
1. Hörður Adolfsson matreiðslumeistari, f. 28. mars 1950, d. 6. október 2020. Kona hans Nanna María Guðmundsdóttir.
2. Erla Adolfsdóttir, f. 25. júní 1952. Maður hennar Jóhann Pétur Andersen .
3. Vigfús Adolfsson, f. 18. ágúst 1955, d. 21. júlí 1967.
4. Hilmar Adolfsson pípulagningameistari, f. 21. janúar 1960. Kona hans Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir.
5. Adolf Adolfsson, f. 17. september 1962. Kona hans Júlía Henningsdóttir.

Hilmar var með foreldrum sínum.
Hann flutti til Reykjavíkur 1982, lærði pípulagnir hjá Adolfi föður sínum, varð sveinn 1993, síðar meistari.
Hilmar vann í sérgrein sinni til 2013.
Þau Ólöf giftu sig 2001, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.

Kona Hilmars, (28. mars 2001), er Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. mars 1963 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Guðrún Erla Hilmarsdóttir þroskaþjálfi, f. 12. júní 1988. Maður hennar Bjarki Sigurjónsson.
2. Jóna María Hilmarsdóttir viðburðastjóri í Danmörku, f. 26. maí 1994. Sambúðarmaður hennar Smári Þorsteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ólöf og Hilmar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.