„Jónatan Jónsson (vitavörður)“: Munur á milli breytinga
m (Viglundur færði Jónatan Jónsson á Jónatan Jónsson (vitavörður)) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 30: | Lína 30: | ||
Börn Jónatans og Guðfinnu voru:<br> | Börn Jónatans og Guðfinnu voru:<br> | ||
1. [[Sigurður Jónatansson (Stórhöfða)|Sigurður Valdimar]], f. 3. desember 1897 að Gerðakoti í Mýrdal, d. 4. maí 1956.<br> | 1. [[Sigurður Jónatansson (Stórhöfða)|Sigurður Valdimar]], f. 3. desember 1897 að Gerðakoti í Mýrdal, d. 4. maí 1956.<br> | ||
2. [[Gunnar Þórarinn Jónatansson (Stórhöfða)|Gunnar Þórarinn]], f. 21. nóvember 1899 að | 2. [[Gunnar Þórarinn Jónatansson (Stórhöfða)|Gunnar Þórarinn]], f. 21. nóvember 1899 að Garðakoti, d. 28. janúar 1999.<br> | ||
3. [[Sigríður Jónatansdóttir (Stórhöfða)|Sigríður]], f. 6. nóvember 1903 að | 3. [[Sigríður Jónatansdóttir (Stórhöfða)|Sigríður]], f. 6. nóvember 1903 að Garðakoti, d. 16. mars 1994. <br> | ||
4. [[Hjalti Guðmundur Jónatansson (Stórhöfða)|Hjalti Guðmundur]], f. 22. febrúar 1910 í Reykjavík, d. 29. október 2004.<br> | 4. [[Hjalti Guðmundur Jónatansson (Stórhöfða)|Hjalti Guðmundur]], f. 22. febrúar 1910 í Reykjavík, d. 29. október 2004.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 9. júní 2021 kl. 15:58
Jónatan Jónsson vitavörður fæddist 3. október 1857 og lést 10. apríl 1939, 82 ára gamall.
Kona hans var Guðfinna Þórðardóttir og börn þeirra Sigurður Valdimar, Sigríður, Gunnar og Hjalti.
Jónatan var hómópati og vitavörður í Stórhöfðavita í 25 ára, frá 1910 til 1935.
Í dánartilkynningu í Eyjablaðinu Víði sagði: „Jónatan Jónsson vitavörður var vel metinn, vinsæll og sæmdarmaður í hvívetna."
Heimildir
- gardur.is
- Íslendingabók
- Víðir, 15.04.1939.
Frekari umfjöllun
Jónatan Jónsson vitavörður fæddist 3. október 1857 í Neðri-Dal í Mýrdal og lést 10. apríl 1939.
Faðir hans var Jón bóndi og leikmannslæknir á Fossi í Mýrdal, f. 24. ágúst 1823, d. 25. mars 1880, Einarsson bónda og hreppstjóra í Þórisholti í Mýrdal, f. 7. desember 1796, d. 29. júní 1879, Jóhannssonar bónda í Norðurgarði í Mýrdal 1816, f. 7. janúar 1762 á Lambafelli undir Eyjafjöllum, d. 10. júlí 1836, Einarssonar, og konu Jóhanns, Geirlaugar húsfreyju, f. 1764 á Eystri-Rauðhól í Stokkseyrarhreppi, d. 27. júní 1848, Gunnarsdóttur bónda þar Erlendssonar og konu Gunnars, Jórunnar Knútsdóttur.
Móðir Jóns á Fossi og kona Einars í Þórisholti var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. september 1791 á Höfðabrekku, d. 2. júlí 1879, Jónsdóttir frá Hlíð undir Eyjafjöllum, bónda í Keldudal í Mýrdal 1817, f. 1756, d. 29. maí 1825, Nikulássonar bónda í Hólakoti undir Eyjafjöllum, f. 1729, d. 19. apríl 1782, Jónssonar og konu Nikulásar í Hólakoti, Valdísar húsfreyju, f. 1726, d. 13. febrúar 1804, Einarsdóttur.
Móðir Ragnhildar Jónsdóttur og seinni kona Jóns Nikulássonar var Bergljót húsfreyja í Keldudal, áður húsfreyja á Básendum, gift Erlendi Jónssyni þar, fædd í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi, skírð 22. júlí 1755, d. 4. júlí 1831, Einarsdóttir bónda og lögréttumanns í Þrándarholti, Hafliðasonar, og konu Einars, Sigríðar „yngri“ húsfreyu, f. 1723, d. 1805, Jónsdóttur lögréttumanns á Stóra-Núpi, Magnússonar.
Móðir Jónatans og kona Jóns á Fossi var Guðný húsfreyja, f. 23. október 1828, d. 22. mars 1906, Jónsdóttir prests í Reynisþingum 1840-1851 og Kálfholti 1851-dd., f. 12. október 1801, d. 27. júlí 1863, Sigurðssonar, (en rétt telst að hann hafi verið sonur sr. Jóns Þorlákssonar á Bægisá (ÍÆ)).
Móðir sr. Jóns var Helga, þá bústýra hjá sr. Jóni á Bægisá, f. 1759 að Bakka í Öxnadal, d. 16. maí 1838, Magnúsdóttir bónda á Bakka, f. um 1720, d. 1762, Magnússonar, og konu hans, Sigríðar húsfreyju á Bakka, f. 1725, d. 1. júní 1793, Bjarnadóttur „gamla“ bónda á Skjaldarstöðum í Öxnadal, Rafnssonar.
Móðir Guðnýjar og kona sr. Jóns Sigurðssonar var Guðný húsfreyja og prestkona, f. 16. nóvember 1797, d. 17. janúar 1877, Jónsdóttir bónda og meðhjálpara á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar og konu Jóns Magnússonar, Guðríðar Oddsdóttur. Þau sr. Jón og Guðný voru því systkinabörn.
Jónatan var hjá foreldrum sínum í Neðri-Dal í Mýrdal til ársins 1859, var á Suður-Fossi þar 1859-1882. Þá fór hann suður á Vatnsleysuströnd. Hann var svo vinnumaður á Litlu-Heiði í Mýrdal 1885-1887, í Reynisdal þar 1887-1889, hómópati á Stóru-Heiði þar 1889-1891, á Dyrhólum þar 1893-1897, var þá bóndi og borgari í Garðakoti þar 1897-1908.
Hann var í Reykjavík 1908-1910, en þá tók hann við vitavarðarstöðunni í Stórhöfða. Þeirri stöðu gegndi hann til æviloka, en hafði þó látið af störfum fyrr.
Jónatan þótti leysa störf sín frábærlega af hendi, ef miðað er við þau úrræði, sem þá voru tiltæk. Að sjálfsögðu voru ýmsar sögur spunnar um störf hans, flestar þó í góðlátlegum flimtingum.
Ein var sú, að hann treysti varlega tækjunum, - hann notaði frekar eigin tilfinningu í veðurathugunum. Þannig mældi hann vindstyrk með því að sleikja vísifingur hægri handar, reka hann út um opinn gluggann og veðurfréttin var: „Stórhöfði: Hægur sunnan sjö“, (vindstig þá, ekki metrar á sekúndu).
I. Kona Jónatans vitavarðar, (23. júlí 1897), var Guðfinna Þórðardóttir húsfreyja í Stórhöfða, f. 4. september 1875 í Mýrdal, d. 30. nóvember 1959.
Börn Jónatans og Guðfinnu voru:
1. Sigurður Valdimar, f. 3. desember 1897 að Gerðakoti í Mýrdal, d. 4. maí 1956.
2. Gunnar Þórarinn, f. 21. nóvember 1899 að Garðakoti, d. 28. janúar 1999.
3. Sigríður, f. 6. nóvember 1903 að Garðakoti, d. 16. mars 1994.
4. Hjalti Guðmundur, f. 22. febrúar 1910 í Reykjavík, d. 29. október 2004.
II. Barnsmóðir Jónatans var Guðrún Eiríksdóttir frá Vilborgarstöðum, f. 21. maí 1848, d. 25. nóvember 1927.
Barn þeirra var
5. Guðný Jónatansdóttir, f. 4. október 1881. Hún fór til Utah með móður sinni 1886.
III. Barn Jónatans með Helgu Jónsdóttur, síðar húsfreyju á Brekku, f. 4. mars 1864, d. 17. janúar 1946, síðar konu Kristjáns Gunnarssonar:
6. Jónatan Guðni Jónatansson bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 30. apríl 1894, d. 6. júlí 1987.
Helga Jónsdóttir var systir Elínar Jónsdóttur húsfreyju á Eystri-Oddsstöðum, konu Þórarins Árnasonar bónda og bæjarfulltrúa, en þau voru foreldrar Eyþórs, Árna, Eyvindar, Júlíusar, Oddgeirs, Guðlaugs, Ragnhildar og Ingveldar.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Jónatan var rúmlega meðalmaður að hæð og samsvaraði sér vel að gildleika, dökkhærður með mikið efrivararskegg, allhátt enni, fremur stutt andlit og breitt.
Hann var heldur daufgerður, en léttist fljótt við samræður, allfróður um ýmsa hluti og sagði vel frá, gat verið skemmtilegur, en helst í sínum hóp. Í fjölmenni virtist framkoma hans dauf, en var þó óframfærni fremur en ómannblendni.
Hann var enginn léttleikamaður í hreyfingum, eftir að hann kom hingað a.m.k., en hefir þó líklega verið líkamaléttur fyrr á árum.
Fuglaveiðar stundaði hann austur í Mýrdal og svo hér, eftir að hann fékk Stórhöfðavitann árið 1910. Veiðimaður var hann mjög slakur og ekki hlutgengur, enda kominn töluvert til ára, þegar hann var í Álsey. Á Heimalandinu veiddi hann smávegis til heimilisnota.
Jónatan var góður smáskammtalæknir og hjálpaði mörgum vel og varanlega.
Vitavörslunni gegndi hann með alúð og vandvirkni með aðstoð sona sinna til dauðadags.
Daglega fór hann gangandi í bæinn, oft tvisvar.
Jónatan var góður drengur í raun og reynd, vinhlýr og vellátinn maður.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1976.
- Lögréttumannatal. Einar Bjarnason. Sögufélag gaf út. Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1952-1955.
- Manntöl.
- Vestur Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1976.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.