Þórarinn Árnason (Eystri Oddsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórarinn

Þórarinn Árnason fæddist 13. júní 1865 á Stóru-Heiði í Mýrdal og lést 22. febrúar 1926 í Eyjum. Eiginkona hans var Elín Jónsdóttir. Þau fluttust til Eyja árið 1908 með börn og bú.

Á meðal barna þeirra hjóna voru Eyvindur, Oddgeir og Árni.

Þórarinn Árnason sat í fyrstu bæjarstjórn Vestmannaeyja sem var kosin árið 1919.

Frekari umfjöllun

Þórarinn Árnason frá Stóru-Heiði í Mýrdal, bóndi, verkamaður, bæjarfulltrúi fæddist 13. júní 1865 á Stóru-Heiði í Mýrdal og lést 22. febrúar 1926.
Foreldrar hans voru Árni Jónsson húsmaður á Stóru-Heiði, bóndi á Norður-Fossi í Mýrdal, síðar í dvöl í Eyjum, f. 4. september 1831, d. 14. ágúst 1913, og kona hans Guðlaug Einarsdóttir húskona, húsfreyja, f. 14. nóvember 1832 á Hunkubökkum á Síðu, d. 28. febrúar 1894 á Norður-Fossi.

Systir Þórarins var
Guðbjörg Árnadóttir húsfreyja á Múla, f. 27. september 1869, d. 10. júlí 1929.

Þórarinn var með foreldrum sínum á Stóru-Heiði til 1871, á Norður-Fossi 1871-1897. Hann var bóndi þar 1897-1903, í Vík 1903-1908. Einnig var hann kirkjuorganisti.
Þau Elín giftu sig 1888, eignuðust níu börn, en misstu eitt þeirra um eins árs gamalt.
Þau fluttust til Eyja með fjölskylduna 1908, bjuggu á Eystri Oddsstöðum 1908-1919, á Strandbergi, (Strandvegi 39) 1920 með fjölskyldunni, í Eyvindarholti við Brekastíg 1924 og meðan báðum var lífs auðið. Þórarinn lést 1926.
Þórarinn sat í fyrstu bæjarstjórn Eyjanna 1919-1920.
Þórarinn lést 1926 og Elín 1950.

I. Kona Þórarins, (2. nóvember 1888), var Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1863 á Grímsstöðum í V-Landeyjum, d. 9. janúar 1950 í Eyjum.
Börn þeirra Þórarins voru:
1. Eyþór Þórarinsson kaupmaður, verkstjóri, bæjarfulltrúi, f. 29. maí 1889, d. 19. febrúar 1968.
2. Páll Þórarinsson, f. 2. júní 1890, d. 9. júní 1890.
3. Eyvindur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 13. apríl 1892, d. 25. ágúst 1964.
4. Oddgeir Páll Þórarinsson formaður, vélstjóri á Rafstöðinni, f. 17. september 1893, d. 11. ágúst 1972.
5. Árni Guðbergur Þórarinsson formaður, hafnsögumaður, f. 25. maí 1896, d. 18. janúar 1982.
6. Guðlaugur Guðni Þórarinsson öryrki, f. 2. janúar 1898, d. 15. september 1925.
7. Ingveldur Þórarinsdóttir verslunarmaður, f. 12. apríl 1902, d. 29. apríl 1994.
8. Ragnhildur Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1904, d. 23. nóvember 1997.
9. Júlíus Þórarinsson verkstjóri, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Steinar Júlíusson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir