Hjalti Jónatansson (Stórhöfða)
Hjalti Guðmundur Jónatansson frá Stórhöfða fæddist 22. febrúar 1910 í Reykjavík og lést 29. október 2004.
Foreldrar hans voru Jónatan Jónsson vitavörður í Stórhöfða, f. 3. október 1857, d. 10. apríl 1939, og kona hans Guðfinna Þórðardóttir húsfreyja, f. 4. september 1875, d. 30. nóvember 1959.
Börn Jónatans og Guðfinnu voru:
1. Sigurður Valdimar, f. 3. desember 1897 að Garðakoti í Mýrdal, d. 4. maí 1956.
2. Guðjón Oktavíus, f. 23. október 1898, d. 10. júní 1900.
3. Gunnar Þórarinn, f. 21. nóvember 1899 að Garðakoti, d. 28. janúar 1999.
4. Sigríður, f. 6. nóvember 1903 að Garðakoti, d. 16. mars 1994.
5. Hjalti Guðmundur, f. 22. febrúar 1910 í Reykjavík, d. 29. október 2004.
Barn Jónatans og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Vilborgarstöðum, f. 21. maí 1848, d. 25. nóvember 1927 var
5. Guðný Jónatansdóttir, f. 4. október 1881. Hún fór til Utah með móður sinni 1886.
Barn Jónatans og Helgu Jónsdóttur, síðar húsfreyju á Brekku, f. 4. mars 1864, d. 17. janúar 1946, síðar konu Kristjáns Gunnarssonar:
6. Jónatan Guðni Jónatansson bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 30. apríl 1894, d. 6. júlí 1987.
Hjalti var með foreldrum sínum í Reykjavík og flutti með þeim til Eyja 1910. Hann var með þeim í Stórhöfða til 1931, en þá flutti hann til Reykjavíkur.
Hjalti var verslunarmaður og stundaði módelsmíði, síðar var hann lengst starfsmaður hjá Vitamálaskrifstofunni.
Þau Svava giftust, en voru barnlaus.
Svava lést 1986.
Hjalti bjó síðast í Hjallaseli 55 og lést 2004.
I. Kona Hjalta var Svava Erlendsdóttir verkakona, húsfreyja, f. 28. ágúst 1918 í Hafnarfirði, d. 15. mars 1986. Foreldrar hennar voru Erlendur Oddur Jónsson sjómaður, f. 28. júní 1891, d. 8. febrúar 1925, og kona hans Þórunn Nikulína Jóngerður Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1889, d. 18. apríl 1970.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Óskar Jakob Sigurðsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.