Helga Jónsdóttir (Oddeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Jónsdóttir frá Grímsstöðum í V-Landeyjum, síðar húsfreyja á Oddeyri fæddist 4. mars 1864 og lést 17. janúar 1946.
Faðir hennar var Jón bóndi á Grímsstöðum og Klasbarða í V-Landeyjum, f. 22. júní 1820 í V-Landeyjum, d. 19. maí 1894, Pálsson bónda á Eystrihól þar, síðar (1845) vinnumanns á Vilborgarstöðum, f. 1782 í Hemluhjáleigu í V-Landeyjum, d. 27. janúar 1848, Arnoddssonar bónda á Hemlu þar, f. 1750, Pálsonar, og konu Arnodds, Sesselju húsfreyju, f. 1740, Eyjólfsdóttur.
Móðir Jóns á Grímsstöðum og kona Páls Arnoddssonar var Helga húsfreyja, f. 1780 á Bergþórshvoli, d. 12. september 1825, Hróbjartsdóttir, en móðir Helgu var Geirlaug húsfreyja, f. 1745 í A-Landeyjum, d. 8. ágúst 1831, Guðmundsdóttir.

Móðir Helgu og kona Jóns var Ragnheiður húsfreyja á Grímsstöðum, f. 31. júlí 1826, d. 28. mars 1894, Jónsdóttir bónda á Háarima í Þykkvabæ, f. 28. september 1798, d. 7. mars 1872, Guðnasonar vinnumanns á Víkingslæk á Rangárvöllum, f. 1742, d. 20. september 1808, Daðasonar, og barnsmóður Guðna, Kristínar vinnukonu í Flagbjarnarholti efra á Landi 1801, síðar húsfreyju á Miðhúsum í Garði, Réttarhúsum í Fljótshlíð og á Eystrihól í Landeyjum, f. 9. október 1769, d. 5. ágúst 1860, Bjarnadóttur.
Móðir Ragnheiðar og kona Jóns var Elín húsfreyja, f. 23. mars 1802, d. 14. nóvember 1875, Jónsdóttir bónda á Norður-Nýjabæ í Holtum, f. um 1769, d. 11. ágúst 1839, Oddssonar, og konu Jóns Oddssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 1772, d. 25. janúar 1841, Magnúsdóttur.

Systir Helgu var
1. Elín Jónsdóttir húsfreyja á Eystri-Oddsstöðum, kona Þórarins Árnasonar bónda og bæjarfulltrúa.

Helga var með foreldrum sínum á Grímsstöðum 1870, á Eystri-Klasbarða 1880.
Hún var vinnukona í Sigluvík í V-Landeyjum 1890, kom að Presthúsum í Mýrdal 1892, var þar vinnukona til 1893, í Suður-Vík 1893-1894. Hún eignaðist Jónatan Guðna með Jónatan Jónssyni 1894, fór til Eyja sama ár, en var komin að Steig í Mýrdal 1896, var þar til 1898. Þaðan fluttist hún til Eyja og var vinnukona í Dal 1901.
Þau Kristján giftu sig 1906, bjuggu á Múla við fæðingu Ragnheiðar 1906, bjuggu á Velli með Ragnheiði 1907, á Brekku 1908-1910, í Byggðarholti 1911 og 1912, í Skálholti við Urðaveg 1913, en voru í Laufási um mitt ár 1913 við fæðingu Gunnars. Þau voru enn í Laufási 1925, voru komin að Oddeyri við Flatir 1927, bjuggu þar enn 1946 við andlát Helgu, og Kristján bjó þar til dd. 1976.

I. Barnsfaðir Helgu var Jónatan Jónsson, síðar vitavörður á Stórhöfða.
Barn þeirra var
1. Jónatan Guðni Jónatansson bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 30. apríl 1894 í Mýrdal, d. 6. júlí 1987.

II. Maður Helgu, (17. nóvember 1906), var Kristján Gunnarsson verkamaður, lýsisbræðslumaður, f. 13. júní 1882, d. 26. ágúst 1976.
Börn þeirra:
1. Kristjana Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja á Oddeyri, (Flötum 14), f. 12. janúar 1906, d. 6. september 1982.
2. Gunnar Kristjánsson, f. 10. júní 1913, d. 11. maí 1939.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.