„Sigríður Jónsdóttir yngri (Húsavík)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sigríður Jónsdóttir''' yngri frá Húsavík húsfreyja, verkakona í Engidal, Varmadal og á Bakkaeyri við Skólaveg 26 fæddist...)
 
m (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir yngri (Húsavík)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 19. október 2020 kl. 15:28

Sigríður Jónsdóttir yngri frá Húsavík húsfreyja, verkakona í Engidal, Varmadal og á Bakkaeyri við Skólaveg 26 fæddist 6. febrúar 1918 á Gjábakka og lést 30. ágúst 1958.
Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku og fram undir giftingu.
Þau Andrés giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Engidal við Brekastíg 15c, þá í Varmadal og síðan á Bakkaeyri við Skólaveg 26.
Sigríður bjó síðast á Bakkaeyri og lést 1958.

I. Maður Sigríðar, ( 29. júní 1940 ), var Andrés Gestsson frá Sandvík á Stokkseyri, netagerðarmaður, bólstrari, nuddari, f. 20. júlí 1917, d. 26. júní 2009.
Barn þeirra:
1. Ester Andrésdóttir frá Engidal bjó í Bandaríkjunum, f. 12. febrúar 1941, d. 5. maí 1974.
2. Birgir Andrésson myndlistarmaður, f. 6. febrúar 1955 að Skólavegi 26, d. 25. október 2007. Fyrrum kona hans Sigríður Guðjónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.