Sigríður Jónsdóttir yngri (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir yngri frá Húsavík húsfreyja, verkakona í Engidal, Varmadal og á Bakkaeyri við Skólaveg 26 fæddist 6. febrúar 1918 á Gjábakka og lést 30. ágúst 1958.
Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku og fram undir giftingu.
Þau Andrés giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Engidal við Brekastíg 15c, þá í Varmadal og síðan á Bakkaeyri við Skólaveg 26.
Sigríður bjó síðast á Bakkaeyri og lést 1958.

I. Maður Sigríðar, ( 29. júní 1940 ), var Andrés Gestsson frá Sandvík á Stokkseyri, netagerðarmaður, bólstrari, nuddari, f. 20. júlí 1917, d. 26. júní 2009.
Barn þeirra:
1. Ester Andrésdóttir frá Engidal bjó í Bandaríkjunum, f. 12. febrúar 1941, d. 5. maí 1974.
2. Birgir Andrésson myndlistarmaður, f. 6. febrúar 1955, d. 25. október 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.