„Þórdís Vigfúsdóttir (Holti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|100px|''Þórdís Vigfúsdóttir. '''Þórdís Vigfúsdóttir''' frá Holti, húsfreyja í Reykjavík fæddist 29. júlí 1912 og lést...)
 
m (Verndaði „Þórdís Vigfúsdóttir (Holti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. september 2020 kl. 14:01

Þórdís Vigfúsdóttir.

Þórdís Vigfúsdóttir frá Holti, húsfreyja í Reykjavík fæddist 29. júlí 1912 og lést 15. desember 2004.
Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson frá Túni, formaður og útgerðarmaður í Holti, f. 14. júní 1872 í Túni, d. 26. apríl 1943, og fyrri kona hans Guðleif Guðmundsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 11. október 1879, d. 19. ágúst 1922.

Börn Guðleifar og Vigfúsar:
1. Guðrún húsfreyja, f. 27. september 1901. Hún giftist dönskum manni og bjó í Danmörku.
2. Sigríður Dagný húsfreyja, f. 15. september 1903, d. 5. október 1994.
3. Guðmundur skipstjóri og útgerðarmaður, f. 10. febrúar 1906, d. 6. október 1997.
4. Jón vélstjóri og útgerðarmaður, f. 22. júlí 1907, d. 9. september 1999.
5. Þórdís húsfreyja, f. 29. júlí 1912, d. 15. desember 2004.
6. Guðlaugur útgerðarmaður, f. 16. júlí 1916, d. 27. apríl 1989.
7. Axel öryrki, f. 16. október 1918, d. 16. október 2001.
8. Barn, sem dó nokkru eftir fæðingu.
Börn Vigfúsar og síðari konu hans Valgerðar Jónsdóttur:
9. Þorvaldur Örn húsgagnasmíðameistari, f. 24. janúar 1929, d. 16. september 2002.
10. Guðleif húsfreyja, f. 13. júlí 1926, d. 27. september 2013.
Dóttir Valgerðar:
11. Þórdís Hansdóttir Erlendsson, f. 1. maí 1915, d. 9. maí 2005.

Þórdís var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, er Þórdís var tíu ára.
Hún var hjá föður sínum 1927, en bjó hjá Sigríði systur sinni og Eiði í Langa-Hvammi 1930.
Þórdís fluttist til Reykjavíkur um tvítugt til að læra fatasaum. Hún vann um skeið í Farsóttarhúsinu og var síðar ráðskona. Þá vann hún hjá saumastofunni Geysi. Síðar starfaði Þórdís hjá 66° norður.
Þau Guðmundur giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Óðinsgötu 14A, en síðar í Vesturbænum, lengst á Grenimel. Að síðustu dvaldi Þórdís á Droplaugarstöðum.
Guðmundur lést 1981 og Þórdís 2004.

I. Maður Þórdísar, (12. júní 1942), var Guðmundur Benediktsson frá Gljúfurholti í Árnessýslu, lögfræðingur, borgargjaldkeri í Reykjavík, f. 29. janúar 1898 á Stóra-Hálsi í Grafningi, d. 27. nóvember 1981. Foreldrar hans voru Benedikt Eyvindsson síðar bóndi í Gljúfurholti í Ölfusi, f. 30. nóvember 1859 á Stóru-Heiði í Mýrdal, d. 19. júní 1938, og kona hans Margrét Gottakálksdóttir frá Sogni í Ölfusi, húsfreyja, f. 24. október 1862, d. 22. desember 1944.
Börn þeirra:
1. Vigfús Guðmundsson lyfjafræðingur, lyfsali, f. 29. nóvember 1942. Kona hans Helga Kristjánsdóttir.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1944. Maður hennar Brynjólfur Kjartansson.
3. Sjöfn Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. febrúar 1946. Maður hennar Steinn Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.