„Rósa Helgadóttir (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmunda ''Rósa'' Helgadóttir''' frá Vesturhúsum-vestri, húsfreyja í Stykkishólmi, fæddist 21. mars 1936 á Vesturhúsum.<br> Foreldrar hennar voru Helgi...) |
m (Verndaði „Rósa Helgadóttir (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 30. ágúst 2020 kl. 14:13
Guðmunda Rósa Helgadóttir frá Vesturhúsum-vestri, húsfreyja í Stykkishólmi, fæddist 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
Foreldrar hennar voru Helgi Björgvin Benónýsson bóndi, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1900 í Bakkakoti í Skorradal, Borg., d. 19. ágúst 1985, og kona hans Nanna Magnúsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 12. september 1905, d. 9. september 1975.
Börn Nönnu og Helga:
1. Jórunn Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1929 á Vesturhúsum.
2. Magnús Helgason, f. 10. desember 1930 á Vesturhúsum, d. 30. janúar 1931.
3. Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari í Reykjavík, f. 29. desember 1932 á Vesturhúsum.
4. Jóhannes Þorsteinn Helgason fiskimatsmaður, efnisvörður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1934 á Vesturhúsum.
5. Guðmunda Rósa Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
6. Drengur, f. 22. janúar 1938 á Vesturhúsum, d. 25. janúar 1938.
7. Hannes Helgason vélstjóri, póstmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1941 á Vesturhúsum.
Rósa var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskvinnslu í Hraðfrystistöðinni og síðar í Stykkishólmi.
Þau Einar giftu sig 1955, eignuðust fimm börn, en fyrsta barn þeirra lést skömmu eftir fæðingu. Þau bjuggu í fyrstu á Vesturhúsum, en byggðu hús að Búastaðabraut 7 og bjuggu þar til 1965, er þau fluttu í Stykkishólm og bjuggu þar síðan.
Einar lést 2013. Rósa býr nú (2020) í Lágholti 12 í Stykkishólmi.
I. Maður Guðmundu Rósu, (25. desember 1955), var Einar Ragnarsson frá Stykkishólmi, vélstjóri, bifvélavirki, f. þar 4. febrúar 1932, d. 29. júlí 2013.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 21. apríl 1955, d. skömmu eftir fæðingu.
2. Nanna Einarsdóttir starfsmaður í leikskóla, f. 20. febrúar 1957.
3. Ragnar Hinrik Einarsson húsasmiður, starfsmaður í álveri, f. 16. júlí 1960. Maki hans Ása Valdís Ásgeirsdóttir.
4. Hafþór Helgi Einarsson húsasmiður, f. 16. ágúst 1966. Maki hans Guðrún Heiðarsdóttir.
5. Sólveig Einarsdóttir verslunarstjóri, f. 9. ágúst 1972. Maki hennar Guðmundur Leifur Kristjánsson.
{{Heimildir|
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.