Helgi Benónýsson (Vesturhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Helgi og Nanna.

Helgi Björgvin Benónýsson fæddist 23. apríl aldamótaárið 1900 og lést 19. ágúst 1985. Foreldrar hans voru Benóný Helgason og Guðný Magnúsdóttir. Helgi ólst upp í Skorradal en flutti til Vestmannaeyja þegar hann var 28 ára. Þá hafði hann haft ýmsa starfa og gengið á búnaðarskóla.

Eiginkona Helga var Nanna Magnúsdóttir.

Helgi var mikill athafnamaður á sviði landbúnaðar og jarðræktar í Vestmannaeyjum en einnig var hann með talsverð umsvif í útgerð. Hann bjó að Vesturhúsum og var oft kenndur við heimili sitt, Helgi á Vesturhúsum, en einnig fékk hann annað viðurnefni, var oft kallaður Helgi vindill og var ástæðan sú að hann var mikill vindlareykingamaður og sást helst ekki öðru vísi en með vindil uppi í sér.

Myndir


Heimildir