Jórunn Helgadóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jórunn Guðný Helgadóttir.

Jórunn Guðný Helgadóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja fæddist 11. júní 1929 og lést 3. apríl 2024.
Foreldrar hennar voru Helgi Björgvin Benónýsson búfræðingur, bóndi, útgerðarmaður, fiskverkandi, f. 23. apríl 1900 á Stóru-Drageyri í Skorradal, Borg., d. 19. október 1985, og kona hans Nanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1905 á Vesturhúsum, d. 9. september 1975.

Börn Nönnu og Helga:
1. Jórunn Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1929 á Vesturhúsum.
2. Magnús Helgason, f. 10. desember 1930 á Vesturhúsum, d. 30. janúar 1931.
3. Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari í Reykjavík, f. 29. desember 1932 á Vesturhúsum.
4. Jóhannes Þorsteinn Helgason fiskimatsmaður, efnisvörður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1934 á Vesturhúsum.
5. Guðmunda Rósa Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
6. Drengur, f. 22. janúar 1938 á Vesturhúsum, d. 25. janúar 1938.
7. Hannes Helgason vélstjóri, póstmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1941 á Vesturhúsum.

Jórunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum 1946, vann í Neytendafélaginu og á skrifstofu Óskars Sigurðssonar endurskoðanda. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Varmalandi 1948-1949 og var síðan kaupakona á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð eitt sumar.
Þau Gunnar giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Grímsstöðum til 1957, á Illugagötu 9 1957 til Goss. Þau bjuggu í Reykjavík um skeið eftir Gosið, en fluttust þá til Eyja og bjuggu um skeið á Heiðarvegi 42, þá á Dverghamri 30, voru þar 1986, en bjuggu á Áshamri 33 við andlát Gunnars 2010.
Jórunn býr í íbúðum aldraðra að Eyjahrauni 2.

I. Maður Jórunnar, (31. maí 1952), var Gunnar Þorbjörn Haraldsson frá Grímsstöðum, vélstjóri, húsvörður, f. 21. apríl 1928 í Nikhól, d. 30. desember 2010 á Sjúkrahúsinu.
Börn þeirra:
1. Helgi Benóný Gunnarsson stýrimaður, bóndi, verkstjóri á Hellu, f. 3. október 1952. Kona hans Jarþrúður Kolbrún Guðmundsdóttir.
2. Haraldur Þorsteinn Gunnarsson húsasmiður, stýrimaður, verkamaður í Eyjum, f. 1. maí 1956. Kona hans Kristín Gunnarsdóttir.
3. Matthildur Gunnarsdóttir húsfreyja, tækniteiknari í Kópavogi, f. 15. október 1958. Maður hennar Jón Gunnar Hilmarsson.
4. Nanna Björk Gunnarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 16. ágúst 1962.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Jórunn.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. janúar 2011. Minning Gunnars.
  • Morgunblaðið 19. apríl 2024. Minning Jórunnar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.