„Magnús Helgason (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Eggert Helgason''' frá Vesturhúsum-vestri, skipstjóri, málari fæddist þar 29. desember 1932. <br> Foreldrar hans voru Helgi Benónýsson (Vesturhús...)
 
m (Verndaði „Magnús Helgason (Vesturhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 3. júlí 2020 kl. 20:51

Magnús Eggert Helgason frá Vesturhúsum-vestri, skipstjóri, málari fæddist þar 29. desember 1932.
Foreldrar hans voru Helgi Björgvin Benónýsson bóndi, útgerðarmaður, f. 23. apríl 1900 í Bakkakoti í Skorradal, Borg., d. 19. ágúst 1985, og kona hans Nanna Magnúsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 12. september 1905, d. 9. september 1975.

Börn Nönnu og Helga:
1. Jórunn Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. 11. júní 1929 á Vesturhúsum.
2. Magnús Helgason, f. 10. desember 1930 á Vesturhúsum, d. 30. janúar 1931.
3. Magnús Eggert Helgason skipstjóri, málari í Reykjavík, f. 29. desember 1932 á Vesturhúsum.
4. Jóhannes Þorsteinn Helgason fiskimatsmaður, efnisvörður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1934 á Vesturhúsum.
5. Guðmunda Rósa Helgadóttir húsfreyja í Stykkishólmi, f. 21. mars 1936 á Vesturhúsum.
6. Drengur, f. 22. janúar 1938 á Vesturhúsum, d. 25. janúar 1938.
7. Hannes Helgason vélstjóri, póstur í Reykjavík, f. 13. mars 1941 á Vesturhúsum.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1949, fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík eftir einn námsvetur 1953. Hann lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni 1958-1962 og lauk prófi í Iðnskólanum og sveinsprófi 1962.
Magnús stundaði sjómennsku og var um skeið skipstjóri á Hafdísi ÍS 75, sem gerð var út af Helga föður hans. Þá var hann skipverji á Dísarfellinu í siglingum í tæp tvö ár. Eftir flutning til Reykjavíkur við Gos vann hann við iðn sína.
Þau Herdís giftu sig 1955, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í byrjun á Vesturhúsum-vestri, síðan á Stað, en þá á Búastaðabraut 6 í Eyjum, síðan í Reykjavík um hálfs árs skeið, þá að Þrastarnesi 17 í Garðabæ, en síðast í Funalind 7 í Kópavogi.
Herdís lést 2001. Magnús býr nú með Ester dóttur sinni að Berjavöllum 3 í Hafnarfirði.

I. Kona Magnúsar Eggerts, (29. október 1955), var Sigurbjörg Herdís Eggertsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1932 á Sæbóli í Haukadal í Dýrafirði, d. 23. september 2001.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Magnússon verkstjóri í Álverinu í Straumsvík, f. 5. janúar 1956. Kona hans Ingibjörg Hreiðarsdóttir.
2. Ester Magnúsdóttir húsfreyja, læknaritari við Heilsugæsluna í Breiðholti, f. 5. ágúst 1964, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Magnús.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.