„Friðrik Benónýsson (Gröf)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Friðrik Benónýsson (Gröf)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 10. júlí 2019 kl. 18:45

Friðrik Benónýsson og Oddný Benónýsdóttir

Friðrik Gissur Benónýsson fæddist árið 1857 í Ormskoti undir Eyjafjöllum og lést 28. ágúst 1943. Friðrik gerðist bóndi á Núpi og var jafnhliða formaður í Vestmannaeyjum á veturna.
Hann kvæntist Oddnýju Benediktsdóttur árið 1887 en hún var fædd á Efri-Grund í V-Eyjafjallahr., Holtssókn, Rang. 15. desember 1865 og látin 10. apríl 1940.

Þau fluttu alfarið til Vestmannaeyja 1902 og fimm árum síðar, 1907, tók Friðrik við formennsku á Portlandi. Samhliða skipstjórastarfi sínu starfaði Friðrik einnig sem dýralæknir í Vestmannaeyjum.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Friðrik Gissur Benónýsson í Gröf, bóndi, útvegsbóndi, bátsformaður, dýralæknir fæddist 14. ágúst 1858 í Ormskoti u. Eyjafjöllum og lést 23. ágúst 1943. Faðir Friðriks var Benóný Henriksson bóndi, f. 26. janúar 1819, d. 26. október 1869, sonur Louis Henry Joseph Vanerouis skipbrotsmanns frá Flandern og Valgerðar Jónsdóttur vinnukonu víða í V-Skaft., f. 1778 í Sandfellssókn í Öræfum, d. 3. janúar 1851 í Sauðhúsnesi í Álftaveri.
Móðir Friðriks í Gröf og kona Benónýs var Sigríður húsfreyja, f. 24. september 1828 í Hólmi í V-Skaft., d. 5. mars 1885 á Efra-Hóli u. Eyjafjöllum, Jónsdóttir bónda í Hólmi í Landbroti í V-Skaft. og í Drangshlíð u. Eyjafjöllum, f. 15. janúar 1805 í Seglbúðum í Landbroti, d. 24. júlí 1843, Sverrissonar og konu hans Þorbjargar Gissurardóttur húsfreyju, f. 18. janúar 1801 á Á á Síðu, d. 3. júní 1873 í Ormskoti u. Eyjafjöllum.

Friðrik var með foreldrum sínum í Ormskoti þar 1860, var niðursetningur þar 1870, vinnumaður þar 1880.
Þau Oddný giftu sig 1887, eignuðust 19 börn, en misstu átta þeirra á ungum aldri. Þau ólu upp dótturson. Þau bjuggu á Núpi u. Eyjafjöllum 1890 og 1901.
Þau fluttust til Eyja 1902.
Þau bjuggu í fyrstu í Péturshúsi (áður Vanangur) við Urðaveg, þá á Kirkjubæ, en voru komin í Gröf 1905.

Börn þeirra:
1. Sigríður Friðriksdóttir húsfreyja á Hallgilsstöðum á Langanesi, N-Þing. og í Höfnum í Skeggjastaðhr., N-Múl., síðast í Kópavogi, f. 29. janúar 1885 á Grund u. Eyjafjöllum, d. 5. febrúar 1976. Maður hennar var Pétur Albert Metúsalemsson bóndi, organisti á Hallgilsstöðum.
2. Benedikt Friðriksson skósmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 26. febrúar 1887 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 11. febrúar 1941.
3. Elías Friðriksson vinnumaður í Gröf, f. 25. mars 1888 u. Eyjafjöllum, d. 3. desember 1908.
4. Magnúsína Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum, síðast í Reykjavík, f. 14. maí 1889 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 19. apríl 1983.
5. Friðrik Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890 á Núpi, d. 11. desember 1890.
6. Gissur Friðriksson, tvíburi, f. 14. september 1890 á Núpi, d. 22. nóvember 1890.
7. Valgerður Friðriksdóttir húsfreyja á Ytri-Brekkum í Þórshafnarhr., N-Þing. um 1914-24, húsfreyja á Ytra-Álandi, Svalbarðssókn, N-Þing. 1923 og 1930, f. 9. febrúar 1892 á Núpi, d. 24. júlí 1957.
8. Ingibjörg Friðriksdóttir, f. 11. febrúar 1894 á Núpi, d. 13. júní 1895.
9. Friðrik Friðriksson, f. 13. maí 1895 á Núpi, d. 25. maí 1895.
10. Anna Friðriksdóttir, f. 24. ágúst 1896 á Núpi, d. 27. apríl 1897.
11. Árný Friðriksdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík , síðast á Húsavík, f. 20. mars 1898 á Núpi, d. 8. júlí 1977.
12. Friðrik Friðriksson, f. 25. október 1899 á Núpi, d. 20. maí 1913.
13. Oddný Friðriksdóttir, f. 23. febrúar 1901 á Núpi, d. 25. febrúar 1901.
14. Þorbjörn Friðriksson sjómaður, formaður, síðast í Reykjavík, f. 16. ágúst 1902 í Péturshúsi, d. 4. júní 1977.
15. Benóný Friðriksson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. janúar 1904 á Kirkjubæ, d. 12. maí 1972.
16. Elísabet Sigríður Friðriksdóttir bústýra á Húsavík, síðast í Reykjavík, f. 2. október 1905 í Gröf, d. 21. apríl 1985.
17. Sólmundur Friðriksson, f. 30. maí 1908, d. 6. júlí 1908.
18. Elín Fanný Friðriksdóttir húsfreyja, forstöðukona saumastofu Þjóðleikhússins, f. 10. febrúar 1910 í Gröf, d. 28. nóvember 1997.
19. Marie Albertine Friðriksdóttir húsfreyja, síðast í Eyjum, f. 7. júlí 1911 í Gröf, d. 23. desember 1989.
Fóstursonur hjónanna, sonur Árnýjar Friðriksdóttur, var
20. Rafn Árnason stýrimaður, f. 30. janúar 1923, d. 7. mars 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.