„Kristján Egilsson (Stað)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Kristján Egilsson (Stað)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 16: Lína 16:
Þau Sigurbjörg giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á [[Hæli]] við giftingu. Þar var Sigurbjörg vinnukona síðla árs, en þau byggðu  [[Staður|Stað]], voru komin þangað 1924 og bjuggu þar síðan.<br>
Þau Sigurbjörg giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á [[Hæli]] við giftingu. Þar var Sigurbjörg vinnukona síðla árs, en þau byggðu  [[Staður|Stað]], voru komin þangað 1924 og bjuggu þar síðan.<br>
Kristján lést 1949 og Sigurbjörg 1969.
Kristján lést 1949 og Sigurbjörg 1969.
<center>[[Mynd:Fjölskyldan á Stað.jpg|ctr|400px]] </center>
<center>''Fjölskyldan á Stað.</center>


I. Kona Kristjáns, (20. janúar 1923), var [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stað)|Þorgerður ''Sigurbjörg'' Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.<br>
I. Kona Kristjáns, (20. janúar 1923), var [[Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stað)|Þorgerður ''Sigurbjörg'' Sigurðardóttir]] húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.<br>

Útgáfa síðunnar 15. febrúar 2019 kl. 20:18

Kristján Egilsson.

Kristján Egilsson útvegsmaður, sjómaður, verkstjóri á Stað fæddist 27. október 1884 á Miðey í A-Landeyjum og lést 17. desember 1949.
Foreldrar hans voru Egill Sveinsson bóndi í Miðey í A-Landeyjum, f. 24. desember 1848 í Stórholti á Rangárvöllum, drukknaði í Þjórsá 17. júní 1886, og síðari kona hans Sesselja Hreinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1844 í Miðey, d. 4. júní 1891. Egill var annar maður hennar.
Fósturforeldrar Kristjáns voru hjónin á Vestari Búastöðum Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 13. janúar 1843 í Pétursey í Mýrdal, d. 30. desember 1921, og Lárusar Jónssonar bóndi, hreppstjóri, formaður, hafnsögumaður, f. 30. janúar 1839, drukknaði 9. febrúar 1895.

Bróðir Kristjáns var
1. Símon Egilsson í Miðey, silfursmiður, vélstjóri, útgerðarmaður, hafnarvörður, f. 22. júlí 1883, drukknaði 20. ágúst 1924.
Hálfbróðir Kristjáns, sammæddur, var
2. Einar Símonarson útvegsbóndi í London, f. 23. október 1874, d. 23. mars 1936.

Egill faðir Kristjáns drukknaði í Þjórsá 1886, er Kristján var á öðru árinu . Sesselja móðir Kristjáns bjó ekkja í Miðey til 1888, en bjó síðan með Einari Árnasyni.
Kristján fór í fóstur að Búastöðum vestri 1890 til Kristínar Gísladóttur og Lárusar Jónssonar.
Lárus fósturfaðir Kristjáns drukknaðir 1895. Kristján var hjá Kristínu fósturmóður sinni 1901.
Hann var útgerðarmaður og sjómaður á Geirlandi 1910, sjómaður og leigjandi hjá Einari bróður sínum í London 1920. Hann varð síðar verkstjóri.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Hæli við giftingu. Þar var Sigurbjörg vinnukona síðla árs, en þau byggðu Stað, voru komin þangað 1924 og bjuggu þar síðan.
Kristján lést 1949 og Sigurbjörg 1969.

ctr
Fjölskyldan á Stað.

I. Kona Kristjáns, (20. janúar 1923), var Þorgerður Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.
Börn þeirra:
1. Bernódus Kristjánsson farmaður, skipstjóri, f. 17. september 1925 á Stað, d. 29. september 2014.
2. Símon Kristjánsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri, f. 2. september 1925 á Stað, d. 6. október 1997.
3. Egill Kristjánsson smiður, f. 14. október 1927, d. 21. ágúst 2015.
4. Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 25. ágúst 1929 á Stað, d. 3. janúar 2014.
5. Emma Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1936 á Stað.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.