Einar Símonarson (London)
Einar Símonarson í London, útvegsbóndi fæddist 23. október 1874 í Miðey í A-Landeyjum og lést 23. mars 1936.
Foreldrar hans voru Símon Einarsson bóndi í Miðey, f. 15. júlí 1850 á Kálfsstöðum í V-Landeyjum, drukknaði við lendingu á Kirkjulandssandi í A-Landeyjum á ferð úr Eyjum 30. apríl 1879, og kona hans, (1873), Sesselja Hreinsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1844 í Miðey, d. 4. júní 1891.
Annar maður Sesselju var Egill Sveinsson, f. 24. desember 1848 í Stórholti á Rangárvöllum, drukknaði í Þjórsá 17. júní 1886.
Börn þeirra, sem bjuggu í Eyjum voru:
1. Símon Egilsson hafnarvörður, silfursmiður í Miðey, f. 22. júlí 1883, d. 20. ágúst 1924.
2. Kristján Egilsson verkstjóri á Stað, f. 27. október 1884, d. 17. desember 1949.
Einar var með búandi ekkjunni móður sinni í Miðey 1880. Þar var Egill Sveinsson vinnumaður. Hann var með henni og Agli stjúpa sínum þar 1890.
Einar var vinnumaður á Neðri-Þverá í Fljóshlíð 1901.
Þau Sigríður giftu sig 1909 og fluttust til Eyja á því ári, hann úr Fljótshlíð, hún undan Eyjafjöllum. Þau bjuggu á Geirlandi 1909-1912. Þar fæddist Þuríður 1910.
Þau voru komin í London í lok árs 1912 og þar fæddist Anna 1913 og Sesselja 1921.
Einar lést 1936 og Sigríður 1939.
I. Kona Einars, (1909), var Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1882, d. 9. desember 1939.
Börn þeirra:
1. Þuríður Einarsdóttir, f. 31. desember 1910 á Geirlandi, d. 30. janúar 1988. Maður hennar var Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, formaður í London.
2. Anna Einarsdóttir, f. 20. desember 1913 í London. Maður hennar var Kristinn Friðriksson frá Látrum.
3. Sesselja Einarsdóttir, f. 19. febrúar 1921 í London, d. 29. október 2009. Maður hennar var Gunnar Marteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.