„Jónína Lilja Jónsdóttir (Garðhúsum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Jónína Lilja Jónsdóttir''' vinnukona, verkakona, húsfreyja, húskona, tóvinnukona, fæddist 12. febrúar 1854 á Espihóli í Eyjafirði og lést 26. apríl 1935 í Eyjum.<br...)
 
m (Verndaði „Jónína Lilja Jónsdóttir (Garðhúsum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. mars 2018 kl. 20:28

Jónína Lilja Jónsdóttir vinnukona, verkakona, húsfreyja, húskona, tóvinnukona, fæddist 12. febrúar 1854 á Espihóli í Eyjafirði og lést 26. apríl 1935 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson Waagfjörð elsti frá Vogsósum í Selvogi, vinnumaður, lausamaður víða undir Eyjafjöllum, húsmaður í Hlíð þar, f. 1812, d. 27. maí 1890, og Oddný Ólafsdóttir vinnukona í Miðmörk, síðan á Espihóli og Syðri-Reistará í Eyjafirði, en síðar í Seyðisfirði og í Norðfirði, f. 1827.
Foreldrar Jóns Wagfjörðs elsta voru sr. Jón Jónsson, þá prestur á Vogsósum, en síðast í Stóradalsþingum og bjó þá í Mið-Mörk, f. 9. ágúst 1772 í Hvammi í Skaftártungu, d. 8. júní 1843, Jónssonar bónda í Hraungerði í Álftaveri, en síðast í Langholti í Meðallandi, f. 1739, og konu Jóns bónda, Halldóru húsfreyju, f. 1741, Þorsteinsdóttur.
Móðir Jóns Waagfjörðs og fyrri kona (1799) sr. Jóns var Ingveldur húsfreyja, f. í september 1771, d. 2. júlí 1823, Sveinsdóttir prests og prófasts í Hraungerði í Árnessýslu, f. 1725, d. 8. október 1805, Halldórssonar, og konu sr. Sveins, Önnu, f. 1731, d. 22. febrúar 1797, Eiríksdóttur, systur Jóns konferensráðs.

Systir Jóns Waagfjörðs elsta var
I. Anna Jónsdóttir í Hlíðarhúsi, móðir
Ia. Gísla Stefánssonar kaupmanns, en börn hans og Soffíu konu hans voru:
1. Friðrik Gísli Gíslason, f. 11. maí 1870, d. 15. janúar 1906.
2. Jes Anders Gíslason, f. 28. maí 1872, d. 7. febrúar 1961.
3. Ágúst Gíslason, 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922.
4. Stefán Gíslason, f. 6. ágúst 1877, d. 11. janúar 1953.
5. Anna Ásdís Gísladóttir Johnsen, f. 11. október 1878, d. 23. febrúar 1945.
6. Guðbjörg Jónína Gísladóttir Petersen, f. 25. ágúst 1880, d. 29. nóvember 1969.
7. Jóhann Gíslason, f. 16. júlí 1883, d. 1. mars 1944.
8. Lárus Gíslason, f. 9. ágúst 1885, d. 21. júlí 1950.
9. Kristján Gíslason, f. 16. janúar 1891, d. 10. febrúar 1948.
10. Rebekka Gísladóttir, f. 22. janúar 1889, d. 24. apríl 1897.
Bróðir Jóns Waagfjörðs elsta var
II. Sveinn Jónsson bóndi á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, faðir
IIa. Sigurðar Sveinssonar athafnamanns í Nýborg, en meðal barna hans voru:
1. Árni Sigurðsson, f. 21. apríl 1875, d. nær þrítugu í Kaupmannahöfn.
2. Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir, (Júlla á Búastöðum), f. 19. júlí 1886, d. 29. október 1976, húsfreyja á Vestri Búastöðum, kona Jóhanns Péturs Lárussonar.
3. Þórunn Anna Jóhanna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1884. Hún fórst af Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 16. maí 1901.
4. Jónína Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja á Háeyri, f. 15. nóv. 1890, d. 31. marz 1970, móðir Háeyrarsystkinanna.
Sveinn á Rauðafelli var faðir
IIb. Þorbjargar Sveinsdóttur húsfreyju, síðar í Klöpp, en hún var móðir
1. Sigurbjargar Sigurðardóttur húsfreyju í Klöpp, f. 3. maí 1861, d. 10. mars 1931.
2. Sigurðar Sigurðssonar smiðs í Akurey, f. 25. janúar 1865, d. 8. desember 1914.
Systur Jóns Wagfjörðs elsta voru einnig:
III. Guðbjörg Jónsdóttir í Dölum og
IV. Guðríður Jónsdóttir í Norðurgarði. Hún var hálfsystir Jóns, samfeðra.

Jónína Lilja var með móður sinni á Syðri-Reistará í Eyjafirði 1860, fylgdi móður sinni til Austurlands, var vinnukona á Búðareyri við Seyðisfjörð 1880.
Hún eignaðist Jón Waagfjörð eldri með Vigfúsi á Skálanesi við Seyðisfjörð 1883, kom til Eyja frá Skarðshlíð u. Eyjafjöllum 1890 og var með Jón í Mandal á árinu og í Eystri Uppsölum 1901.
Jón fór til náms í Danmörku 1905. Jónína var húskona í Ásgarði 1910.
Jón sonur hennar giftist Kristínu 1918 og fluttist til Eyja 1920. Jónína dvaldi hjá þeim 1920 og síðan.
Hún lést 1935.

I. Barnsfaðir Jónínu var Vigfús Kjartansson trésmiður á Skálanesi í Seyðisfirði, f. 9. ágúst 1854, d. 12. júní 1920. Foreldrar hans voru Kjartan Jónsson bóndi og hreppstjóri á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá í N-Múl., f. 30. júní 1802, d. 11. desember 1883, og síðari kona hans Jórunn Sigurðardóttir húsfreyja á Sandbrekku, f. 1826.
Barn þeirra:
1. Jón Vigfússon Waagfjörð málarameistari, bakarameistari í Garðhúsum, f. 15. október 1883 á Skálanesi við Seyðisfjörð, d. 2. mars 1969.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.