„Sólrún Guðmundsdóttir (Bræðratungu)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sólrún Guðmundsdóttir''' frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja í Bræðratungu fæddist 28. maí 1867 í Þinghól í Hvolhreppi og lést 2. september 1...)
 
m (Verndaði „Sólrún Guðmundsdóttir (Bræðratungu)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. janúar 2017 kl. 14:24

Sólrún Guðmundsdóttir frá Hausthúsum á Stokkseyri, húsfreyja í Bræðratungu fæddist 28. maí 1867 í Þinghól í Hvolhreppi og lést 2. september 1941.
Faðir hennar var Guðmundur bóndi á Þinghól í Hvolhreppi 1870, f. 10. september 1826, d. 8. ágúst 1907, Árnason bónda á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1796, d. 26. febrúar 1845, Vigfússonar og konu Árna Vigfússonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 14. janúar 1805, d. 28. maí 1890, Magnúsdóttur.
Móðir Sólrúnar og kona Guðmundar í Þinghól var Þóra húsfreyja, f. 31. janúar 1823, d. 20. júní 1888, Jónsdóttir bónda á Háarima í Þykkvabæ og Syðri-Rauðalæk í Holtum, f. 17. september 1789 í Tobbakoti í Þykkvabæ, d. 14. mars 1852, Hólmfastssonar, og fyrri konu Jóns Hólmfastssonar, Sigríðar húsfreyju, f. 24. apríl 1794, d. 4. desember 1839, Felixdóttur.

Sólrún var með foreldrum sínum í Þinghól í Hvolhreppi í æsku. Hún fluttist í Flóann 1889, var vinnukona í Eystri-Móhúsum á Stokkseyri 1890.
Hún fæddi Jónasínu Þóru í Óseyrarnesi á Eyrarbakka 1895 og Margréti í Ranakoti á Stokkseyri 1896. Þau Runólfur hófu búskap, byggðu Hausthús 1896, bjuggu á Beinateigi 2 (nefnt Hausthús 1910) 1901 og 1910.
Þau fluttust til Eyja 1920 og með þeim börnin Runólfur, Sigurmundur og Ingibjörg. Jónasína Þóra hafði flust þangað 1913 og Margrét 1914.
Þau bjuggu á Geirlandi 1920, byggðu Bræðratungu og voru komin þangað 1922. Þar bjuggu þau síðan.

I. Maður Sólrúnar var Runólfur Jónasson bóndi, verkamaður í Hausthúsum á Stokkseyri, síðar í Bræðratungu, f. 7. apríl 1872 í Magnúsfjósum í Sandvíkurhreppi í Flóa, d. 19. júlí 1946.
Börn þeirra hér:
1. Jónasína Þóra Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri, f. 2. september 1894 á Óseyrarnesi, d. 8. janúar 1977.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja á Jaðri og í Reykjavík, f. 6. júní 1896 í Ranakoti, d. 24. júlí 1981.
3. Runólfur Runólfsson formaður, vélstjóri í Bræðratungu, f. 12. desember 1899 í Hausthúsum, d. 4. júní 1983.
4. Sigurmundur Runólfsson verkamaður, verkstjóri, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974.
5. Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja í Litla-Hvammi, f. 13. janúar 1907, d. 7. mars 1997.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.