„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Minning látinna“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Minning látinna'''</big></big></center><br> '''Einar Ingvarsson'''<br> '''f. 10. október 1891 - d. 18. maí 1968'''<br> Hann var fæddur að Hellnahóli u...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:
'''[[Einar Ingvarsson]]'''<br>
'''[[Einar Ingvarsson]]'''<br>
'''f. 10. október 1891 - d. 18. maí 1968'''<br>
'''f. 10. október 1891 - d. 18. maí 1968'''<br>
 
[[Mynd:Einar Ingvarsson.png|250px|thumb]]
Hann var fæddur að Hellnahóli undir Eyjafjöllum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einar kom fyrst til Eyja 1912 og mun fyrst hafa róið hér árið 1914, en 1915 var hann á Karli 12. VE 136 (8 tonna bát) með Eyjólfi í Laugardal, sem þá var að byrja formennsku. Eftir það var Einar sjómaður hér fram til 1938, lengst af á [[Emma VE-219|Emmu VE 219]] með [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríki Ásbjörnssyni]], eða milli 10 og 20 vertíðir.<br>
Hann var fæddur að Hellnahóli undir Eyjafjöllum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einar kom fyrst til Eyja 1912 og mun fyrst hafa róið hér árið 1914, en 1915 var hann á Karli 12. VE 136 (8 tonna bát) með Eyjólfi í Laugardal, sem þá var að byrja formennsku. Eftir það var Einar sjómaður hér fram til 1938, lengst af á [[Emma VE-219|Emmu VE 219]] með [[Eiríkur Ásbjörnsson|Eiríki Ásbjörnssyni]], eða milli 10 og 20 vertíðir.<br>
Áður en Einar kom til Eyja, hafði hann verið á skútum frá Reykjavík, sem stunduðu fiskveiðar með handfærum. Þótti ungum mönnum hinn mesti frami í að komast á þau skip.<br>
Áður en Einar kom til Eyja, hafði hann verið á skútum frá Reykjavík, sem stunduðu fiskveiðar með handfærum. Þótti ungum mönnum hinn mesti frami í að komast á þau skip.<br>
Lína 9: Lína 9:
Einar varð bráðkvaddur á ferð til Eyja 18. maí 1968. Hann var kvæntur [[Guðrún Eyjólfsdóttir|Guðrúnu Eyjólfsdóttur]], og eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru búsett hér í Eyjum.<br>
Einar varð bráðkvaddur á ferð til Eyja 18. maí 1968. Hann var kvæntur [[Guðrún Eyjólfsdóttir|Guðrúnu Eyjólfsdóttur]], og eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru búsett hér í Eyjum.<br>
'''E. G.'''<br>
'''E. G.'''<br>


'''[[Stefán Finnbogason|Stefán Finnbogason]], [[Framtíð (Hásteinsvegur)|Framtíð]]'''<br>
'''[[Stefán Finnbogason|Stefán Finnbogason]], [[Framtíð (Hásteinsvegur)|Framtíð]]'''<br>
'''f. 1. júlí 1890 - d. 2. júní 1968'''<br>
'''f. 1. júlí 1890 - d. 2. júní 1968'''<br>
 
[[Mynd:Stefán Finnbogason.png|250px|thumb]]
Hann var fæddur að [[Uppsalir|Uppsölum]] í Vestmannaeyjum 7. júlí 1890. Skömmu síðar fluttust foreldrar hans að [[Norðurgarður|Norðurgarði]], og þar ólst hann upp. Stefán byrjaði ungur sjómennsku, og var aðeins 12 ára gamall, er hann fór að róa með föður sínum á sumrin á smáferju úr [[Klauf|Klaufinni]], útræði Ofanbyggjara bænda utan vetrarvertíðar allt fram á fjórða tug þessarar aldar.<br>
Hann var fæddur að [[Uppsalir|Uppsölum]] í Vestmannaeyjum 7. júlí 1890. Skömmu síðar fluttust foreldrar hans að [[Norðurgarður|Norðurgarði]], og þar ólst hann upp. Stefán byrjaði ungur sjómennsku, og var aðeins 12 ára gamall, er hann fór að róa með föður sínum á sumrin á smáferju úr [[Klauf|Klaufinni]], útræði Ofanbyggjara bænda utan vetrarvertíðar allt fram á fjórða tug þessarar aldar.<br>
Sextán ára gamall fór Stefán að róa á vetrarvertíð á áttæringnum Elliða með Gísla á [[Búastaðir|Búastöðum]] og var með honum tvær vertíðir á því skipi. Fljótlega kom í ljós sjómannseðlið hjá Stebba, enda sótti hann það ekki úrættis, því að faðir hans, [[Finnbogi Björnsson|Finnbogi Björnsson]], var hörku sjómaður, formaður hér á áraskipum og stýrimaður á hákarlajöktum og fleiri stórum skipum.<br>
Sextán ára gamall fór Stefán að róa á vetrarvertíð á áttæringnum Elliða með Gísla á [[Búastaðir|Búastöðum]] og var með honum tvær vertíðir á því skipi. Fljótlega kom í ljós sjómannseðlið hjá Stebba, enda sótti hann það ekki úrættis, því að faðir hans, [[Finnbogi Björnsson|Finnbogi Björnsson]], var hörku sjómaður, formaður hér á áraskipum og stýrimaður á hákarlajöktum og fleiri stórum skipum.<br>
Lína 23: Lína 26:
'''[[Úraníus Guðmundsson|Úraníus Guðmundsson]] vélstjóri'''<br>
'''[[Úraníus Guðmundsson|Úraníus Guðmundsson]] vélstjóri'''<br>
'''f. 28. desember 1914 - d. 17. júní 1968'''<br>
'''f. 28. desember 1914 - d. 17. júní 1968'''<br>
 
[[Mynd:Úraníus Guðmundsson.png|250px|thumb]]
Hann var fæddur í Reykjavík, en mjög ungur fluttist hann að Eyvindarholti undir Eyjafjöllum, og þar ólst hann upp.<br>
Hann var fæddur í Reykjavík, en mjög ungur fluttist hann að Eyvindarholti undir Eyjafjöllum, og þar ólst hann upp.<br>
Til Vestmannaeyja kom Úraníus fyrst á vertíð 1931, þá 16 ára gamall. Ekki hafði Úraníus lengi stundað hér sjóinn, þegar hugur hans hneigðist að mótorvélum. Gekk hann innan við tvítugt á vélstjóranámskeið og náði þar góðri einkunn við burtfararpróf. Upp frá því varð Úraníus vélstjóri á sjónum til æviloka og var talinn einn af beztu vélstjórum Eyjaflotans. Var hann ágætur sjómaður til allra verka og hið mesta lipurmenni á sjó og landi. Úraníus var mjög góður félagi, og það lýsir honum betur en mörg orð, að nær 30 ár var hann aðeins með tveimur valinkunnum formönnum hér, þeim [[Oddur Sigurðsson|Oddi]] í [[Dalur|Dal]] og Haraldi á Baldri.<br>
Til Vestmannaeyja kom Úraníus fyrst á vertíð 1931, þá 16 ára gamall. Ekki hafði Úraníus lengi stundað hér sjóinn, þegar hugur hans hneigðist að mótorvélum. Gekk hann innan við tvítugt á vélstjóranámskeið og náði þar góðri einkunn við burtfararpróf. Upp frá því varð Úraníus vélstjóri á sjónum til æviloka og var talinn einn af beztu vélstjórum Eyjaflotans. Var hann ágætur sjómaður til allra verka og hið mesta lipurmenni á sjó og landi. Úraníus var mjög góður félagi, og það lýsir honum betur en mörg orð, að nær 30 ár var hann aðeins með tveimur valinkunnum formönnum hér, þeim [[Oddur Sigurðsson|Oddi]] í [[Dalur|Dal]] og Haraldi á Baldri.<br>
Úraníus var kvæntur [[Jórunn Lilja Magnúsdóttir|Jórunni Lilju Magnúsdóttur]], og eignuðust þau 6 börn. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 17. júní 1968 og öllum harmdauði, er hann þekktu.<br>
Úraníus var kvæntur [[Jórunn Lilja Magnúsdóttir|Jórunni Lilju Magnúsdóttur]], og eignuðust þau 6 börn. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 17. júní 1968 og öllum harmdauði, er hann þekktu.<br>
'''E. G.'''<br>
'''E. G.'''<br>




'''[[Hjálmar Jónsson]] frá [[Dalir|Dölum]]'''<br>
'''[[Hjálmar Jónsson]] frá [[Dalir|Dölum]]'''<br>
'''f. 6. júní 1899 - d. 25. júlí 1968'''<br>
'''f. 6. júní 1899 - d. 25. júlí 1968'''<br>
 
[[Mynd:Hjálmar Jónsson 1969.png|250px|thumb]]
Hjálmar Jónsson frá Dölum var fæddur að [[Bólstaður|Bólstað]] í Mýrdal 6. júní 1899, en fluttist með foreldrum sínum, [[Jón Gunnsteinsson (Dölum)|Jóni Gunnsteinssyni]] og konu hans [[Þorgerður Hjálmarsdóttir (Dölum)|Þorgerði Hjálmarsdóttur]] (systur [[Eiríkur Hjálmarsson (Vegamótum)|Eiríks kennara Hjálmarssonar]] á [[Vegamót|Vegamótum]]), til Vestmannaeyja 4ra ára gamall. Ólst hann upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi í Dölum og var alltaf kenndur við bernskuheimili sitt. Varð Hjálmar strax á unga aldri þekktur fjalla og veiðimaður og í svo nánum tengslum við náttúru Eyjanna og fuglalíf, að fátítt er.<br>
Hjálmar Jónsson frá Dölum var fæddur að [[Bólstaður|Bólstað]] í Mýrdal 6. júní 1899, en fluttist með foreldrum sínum, [[Jón Gunnsteinsson (Dölum)|Jóni Gunnsteinssyni]] og konu hans [[Þorgerður Hjálmarsdóttir (Dölum)|Þorgerði Hjálmarsdóttur]] (systur [[Eiríkur Hjálmarsson (Vegamótum)|Eiríks kennara Hjálmarssonar]] á [[Vegamót|Vegamótum]]), til Vestmannaeyja 4ra ára gamall. Ólst hann upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi í Dölum og var alltaf kenndur við bernskuheimili sitt. Varð Hjálmar strax á unga aldri þekktur fjalla og veiðimaður og í svo nánum tengslum við náttúru Eyjanna og fuglalíf, að fátítt er.<br>
Stundaði Hjálmar frá unglingsárum veiðar og fjallaferðir á heimalandi og í öllum úteyjum Vestmannaeyja. Lengst var hann veiðimaður í [[Álsey]] eða yfir 40 sumur og var Hjálmar sannarlega í essinu sínu í hinum góða og glaða félagsskap Álseyinga. Hjálmar var eftirsóttur úteyjafélagi, því að hann hafði alla kosti góðs veiðimanns til að bera, var léttur í lund og gamansamur og einn bezti fjallamaður, sem hér hefur verið. Var Hjálmar fimur í bandi og laus og mjög slyngur lundaveiðimaður, sem unun var að sjá taka fugl. Í fjallaferðum var hann í senn djarfur og öruggur, en snarráður, ef svo bar undir. Hann var því iðulega forystumaður, og m.a. í Eldeyjarferðinni frægu árið 1939. Segja má, að Hjálmar hafi þekkt hverja þúfu í Álsey, og fór hann þangað oftast á hverju vori til fýlseggjatöku. Þegar hugurinn reikar á þessar slóðir er Hjálmar einn þeirra, sem er saknað. Á útmánuðum, þegar fer að lifna yfir björgum Vestmannaeyja kemur mér hann oft í hug. Þegar leið að vori, veifaði hann iðulega til mín á förnum vegi á sinn sérstæða hátt og kallaði: „Hann er kominn!" og átti þá við vin okkar lundann, sem prýðir björg og skrúðgrænar brekkur Eyjanna á sumrin.<br>
Stundaði Hjálmar frá unglingsárum veiðar og fjallaferðir á heimalandi og í öllum úteyjum Vestmannaeyja. Lengst var hann veiðimaður í [[Álsey]] eða yfir 40 sumur og var Hjálmar sannarlega í essinu sínu í hinum góða og glaða félagsskap Álseyinga. Hjálmar var eftirsóttur úteyjafélagi, því að hann hafði alla kosti góðs veiðimanns til að bera, var léttur í lund og gamansamur og einn bezti fjallamaður, sem hér hefur verið. Var Hjálmar fimur í bandi og laus og mjög slyngur lundaveiðimaður, sem unun var að sjá taka fugl. Í fjallaferðum var hann í senn djarfur og öruggur, en snarráður, ef svo bar undir. Hann var því iðulega forystumaður, og m.a. í Eldeyjarferðinni frægu árið 1939. Segja má, að Hjálmar hafi þekkt hverja þúfu í Álsey, og fór hann þangað oftast á hverju vori til fýlseggjatöku. Þegar hugurinn reikar á þessar slóðir er Hjálmar einn þeirra, sem er saknað. Á útmánuðum, þegar fer að lifna yfir björgum Vestmannaeyja kemur mér hann oft í hug. Þegar leið að vori, veifaði hann iðulega til mín á förnum vegi á sinn sérstæða hátt og kallaði: „Hann er kominn!" og átti þá við vin okkar lundann, sem prýðir björg og skrúðgrænar brekkur Eyjanna á sumrin.<br>
Lína 43: Lína 51:
'''[[Sigurður Oddsson|Sigurður P. Oddsson]]'''<br>
'''[[Sigurður Oddsson|Sigurður P. Oddsson]]'''<br>
'''f. 18. maí 1936 - d. 14. ágúst 1968'''<br>
'''f. 18. maí 1936 - d. 14. ágúst 1968'''<br>
 
[[Mynd:Sigurður P. Oddsson.png|250px|thumb]]
Sigurður Pétur Oddsson hét hann fullu nafni, fæddur hinn 18. maí 1936 í Dal í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna þar, [[Magnea Lovísa Magnúsdóttir (Dal)|Lovísu Magnúsdóttur]] og [[Oddur Sigurðsson|Odds Sigurðssonar]] skipstjóra.<br>
Sigurður Pétur Oddsson hét hann fullu nafni, fæddur hinn 18. maí 1936 í Dal í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna þar, [[Magnea Lovísa Magnúsdóttir (Dal)|Lovísu Magnúsdóttur]] og [[Oddur Sigurðsson|Odds Sigurðssonar]] skipstjóra.<br>
Hann ólst upp í Dal hjá foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, Magnúsi og Val. Meðal vina og kunningja var hann alla tíð kallaður Bói og kenndur við æskuheimili sitt og því þekktastur undir nafninu Bói í Dal, þótt hann væri búinn fyrir nokkrum árum að byggja sér og sínum glæsilegt einbýlishús.<br>
Hann ólst upp í Dal hjá foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, Magnúsi og Val. Meðal vina og kunningja var hann alla tíð kallaður Bói og kenndur við æskuheimili sitt og því þekktastur undir nafninu Bói í Dal, þótt hann væri búinn fyrir nokkrum árum að byggja sér og sínum glæsilegt einbýlishús.<br>
Lína 53: Lína 61:
'''[[Gísli Ingvarsson]], [[Uppsalir|Uppsölum]]'''<br>
'''[[Gísli Ingvarsson]], [[Uppsalir|Uppsölum]]'''<br>
'''f. 20. júní 1887 - d. 28. ágúst 1968'''<br>
'''f. 20. júní 1887 - d. 28. ágúst 1968'''<br>
 
[[Mynd:Gísli Ingvarsson.png|250px|thumb]]
Hann var fæddur að Brennu undir Eyjafjöllum, og þar í sveit ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur að árum fór hann að vinna og róa út frá „Sandinum". Gísli kom fyrst á vetrarvertíð til Vestmannaeyja 1906, en fluttist hingað alkominn til Eyja um 1910 ásamt konu sinni, [[Sigríður brandsdóttir|Sigríði Brandsdóttur]]. Keyptu þau stuttu síðar húsið Uppsali og bjuggu þar yfir 50 ár. Fyrstu 3 vertíðirnar reri hann á áraskipinu Elliða, en tvær þær næstu á mótorbátum. Settist þá Gísli aftur undir árina, varð nokkm síðar formaður á árabátum og hélt því áfram til 1918. Þá hætti Gísli til sjós og byrjaði útgerð mótorbáta, keypti hann hluta í m/b [[Heklu VE]] 115, sem var 6,47 tonn að stærð með 8 hestafla Dan vél. Hluta sinn í Heklu átti hann og gerði hana út, þar til báturinn var seldur til Reykjavíkur 1925. Þá keypti Gísli ? hluta í m/b [[Sleipnir VE|Sleipni VE]] 280, sem var tæp 11 tonn, og átti þann bát og gerði út, þar til báturinn var seldur til Djúpavogs 1944. Hætti Gísli þar með útgerð og sneri sér að öðrum störfum.<br>
Hann var fæddur að Brennu undir Eyjafjöllum, og þar í sveit ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur að árum fór hann að vinna og róa út frá „Sandinum". Gísli kom fyrst á vetrarvertíð til Vestmannaeyja 1906, en fluttist hingað alkominn til Eyja um 1910 ásamt konu sinni, [[Sigríður brandsdóttir|Sigríði Brandsdóttur]]. Keyptu þau stuttu síðar húsið Uppsali og bjuggu þar yfir 50 ár. Fyrstu 3 vertíðirnar reri hann á áraskipinu Elliða, en tvær þær næstu á mótorbátum. Settist þá Gísli aftur undir árina, varð nokkm síðar formaður á árabátum og hélt því áfram til 1918. Þá hætti Gísli til sjós og byrjaði útgerð mótorbáta, keypti hann hluta í m/b [[Heklu VE]] 115, sem var 6,47 tonn að stærð með 8 hestafla Dan vél. Hluta sinn í Heklu átti hann og gerði hana út, þar til báturinn var seldur til Reykjavíkur 1925. Þá keypti Gísli ? hluta í m/b [[Sleipnir VE|Sleipni VE]] 280, sem var tæp 11 tonn, og átti þann bát og gerði út, þar til báturinn var seldur til Djúpavogs 1944. Hætti Gísli þar með útgerð og sneri sér að öðrum störfum.<br>
Þó útgerð Gísla væri ekki í stórum stíl og stundum hafi verið tregt fiskirí, mun hún oftast hafa orðið honum notadrjúg, því að hann hirti sjálfur um aflahlut sinn af sérstakri vandvirkni.<br>
Þó útgerð Gísla væri ekki í stórum stíl og stundum hafi verið tregt fiskirí, mun hún oftast hafa orðið honum notadrjúg, því að hann hirti sjálfur um aflahlut sinn af sérstakri vandvirkni.<br>
Lína 62: Lína 70:
'''[[Jón Waagfjörð]]'''<br>
'''[[Jón Waagfjörð]]'''<br>
'''f. 14. október 1882 - d. 1. marz 1969'''<br>
'''f. 14. október 1882 - d. 1. marz 1969'''<br>
 
[[Mynd:Jón Waagfjörð.png|250px|thumb]]
Hann var fæddur á Skálanesi við Seyðisfjörð 14. október 1882 og fluttist með móður sinni til Vestmannaeyja 5 ára gamall og ólst hér upp. Byrjaði hann að róa á áraskipum um tvítugs aldur með [[Ritverk Árna Árnasonar/Jón Pétursson|Jóni Péturssyni]] í [[Þorlaugargerði|Þorlaugargerði]] á Lísbet og Dagmar. Ekki varð sjómennskan ævistarf Jóns, en hann var einn af fyrstu „mótoristum" hér í Eyjum, því að vertíðina 1907 tók hann að sér vélgæzlu á m/b [[Elliði VE|Elliða VE]] 96, sem var 7,33 tonn með 8 hestafla Dan-vél. Var þá á orði haft, hvað Jón væri hreinlegur mótoristi, en gólfið í mótorhúsinu var hvítþvegið, og mátti spegla sig í koparrörunum. Jón var líka hið mesta snyrtimenni til æviloka. - Sumarið 1907 vann Jón við smíði [[Stórhöfðaviti|Stórhöfðavitans]], en yfirumsjón með því verki hafði danskur maður. Tók Jón að sér að mála vitahúsið að innan, og leysti þetta svo vel af hendi, að verkstjórinn hvatti hann til að læra málaraiðn, sem hann og gerði úti í Kaupmannahöfn. Varð Jón meistari í þeirri iðn.<br>
Hann var fæddur á Skálanesi við Seyðisfjörð 14. október 1882 og fluttist með móður sinni til Vestmannaeyja 5 ára gamall og ólst hér upp. Byrjaði hann að róa á áraskipum um tvítugs aldur með [[Ritverk Árna Árnasonar/Jón Pétursson|Jóni Péturssyni]] í [[Þorlaugargerði|Þorlaugargerði]] á Lísbet og Dagmar. Ekki varð sjómennskan ævistarf Jóns, en hann var einn af fyrstu „mótoristum" hér í Eyjum, því að vertíðina 1907 tók hann að sér vélgæzlu á m/b [[Elliði VE|Elliða VE]] 96, sem var 7,33 tonn með 8 hestafla Dan-vél. Var þá á orði haft, hvað Jón væri hreinlegur mótoristi, en gólfið í mótorhúsinu var hvítþvegið, og mátti spegla sig í koparrörunum. Jón var líka hið mesta snyrtimenni til æviloka. - Sumarið 1907 vann Jón við smíði [[Stórhöfðaviti|Stórhöfðavitans]], en yfirumsjón með því verki hafði danskur maður. Tók Jón að sér að mála vitahúsið að innan, og leysti þetta svo vel af hendi, að verkstjórinn hvatti hann til að læra málaraiðn, sem hann og gerði úti í Kaupmannahöfn. Varð Jón meistari í þeirri iðn.<br>
Jón var kvæntur [[Kristín Jónsdóttir|Kristínu Jónsdóttur]], og eignuðust þau 12 börn og komust 8 til fullorðinsára. Jón lézt á [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] 1. marz sl., 86 ára að aldri.<br>
Jón var kvæntur [[Kristín Jónsdóttir|Kristínu Jónsdóttur]], og eignuðust þau 12 börn og komust 8 til fullorðinsára. Jón lézt á [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] 1. marz sl., 86 ára að aldri.<br>
'''E. G.'''<br>
'''E. G.'''<br>


'''[[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Ólafur Sigurðsson]] skipstjóri frá [[Skuld]]'''<br>
'''[[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Ólafur Sigurðsson]] skipstjóri frá [[Skuld]]'''<br>
'''f. l4.október 1915 - d. 16. marz 1969'''<br>
'''f. l4.október 1915 - d. 16. marz 1969'''<br>
 
[[Mynd:Ólafur Sigurðsson, skipstjóri frá skuld.png|250px|thumb]]
Að kvöldi sunnudagsins 16. marz sl. varð Ólafur Sigurðsson skipstjóri frá Skuld í Vestmannaeyjum bráðkvaddur að heimili sínu.<br>
Að kvöldi sunnudagsins 16. marz sl. varð Ólafur Sigurðsson skipstjóri frá Skuld í Vestmannaeyjum bráðkvaddur að heimili sínu.<br>
Ólafur Sigurðsson var fæddur að Skuld í Vestmannaeyjum 14. október 1915, en alla ævi var hann kenndur við fæðingarstað sinn og þekktur meðal Vestmannaeyinga og fleiri sem Óli í Skuld. Ólst hann þar upp í hópi tápmikilla barna hjónanna [[Sigurður Oddsson (Skuld)|Sigurðar Oddssonar]] skipstjóra og [[Ingunn Jónasdóttir (Skuld)|Ingunnar Jónasdóttur]], sem voru kunn sæmdarhjón í Vestmannaeyjum.<br>
Ólafur Sigurðsson var fæddur að Skuld í Vestmannaeyjum 14. október 1915, en alla ævi var hann kenndur við fæðingarstað sinn og þekktur meðal Vestmannaeyinga og fleiri sem Óli í Skuld. Ólst hann þar upp í hópi tápmikilla barna hjónanna [[Sigurður Oddsson (Skuld)|Sigurðar Oddssonar]] skipstjóra og [[Ingunn Jónasdóttir (Skuld)|Ingunnar Jónasdóttur]], sem voru kunn sæmdarhjón í Vestmannaeyjum.<br>
Lína 89: Lína 100:
'''[[Stefán Erlendsson]]'''<br>
'''[[Stefán Erlendsson]]'''<br>
'''f. 24. júní 1888 - d. 29. marz 1969'''<br>
'''f. 24. júní 1888 - d. 29. marz 1969'''<br>
 
[[Mynd:Stefán Erlendsson.png|250px|thumb]]
Stefán Erlendsson var fæddur að Skorradal í Norðfirði 24. júní 1888. Um fermingaraldur byrjaði hann að róa, eins og þá var venja drengja, sem ólust upp við sjóinn.<br>
Stefán Erlendsson var fæddur að Skorradal í Norðfirði 24. júní 1888. Um fermingaraldur byrjaði hann að róa, eins og þá var venja drengja, sem ólust upp við sjóinn.<br>
Til Vestmannaeyja kom Stefán fyrst á vertíð 1917 og reri þá vertíð á [[Hansína VE-200|Hansínu VE 200]] með Magnúsi á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], en var til húsa á [[Miðhús-vestri|Miðhúsum]] hjá Hannesi lóðs, sem átti 1/5 hluta í Hansínu. Eftir þessa vertíð stundaði Stefán hér sjóinn fram yfir 1940. Um nokkur ár átti hann hluta í m/b [[Hebron VE]] 4 og reri á honum. Tvær vertíðir var Stefán formaður á litlum bát, [[Huginn VE|Huginn]]. Síðustu árin, sem Stefán stundaði sjóinn, stýrði hann trillu, sem hann átti sjálfur.<br>
Til Vestmannaeyja kom Stefán fyrst á vertíð 1917 og reri þá vertíð á [[Hansína VE-200|Hansínu VE 200]] með Magnúsi á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], en var til húsa á [[Miðhús-vestri|Miðhúsum]] hjá Hannesi lóðs, sem átti 1/5 hluta í Hansínu. Eftir þessa vertíð stundaði Stefán hér sjóinn fram yfir 1940. Um nokkur ár átti hann hluta í m/b [[Hebron VE]] 4 og reri á honum. Tvær vertíðir var Stefán formaður á litlum bát, [[Huginn VE|Huginn]]. Síðustu árin, sem Stefán stundaði sjóinn, stýrði hann trillu, sem hann átti sjálfur.<br>
Lína 97: Lína 108:
Stefán lézt í [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] 29. marz s.l.<br>
Stefán lézt í [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] 29. marz s.l.<br>
'''E.G.'''<br>
'''E.G.'''<br>


'''[[Ársæll Sveinsson (Fögrubrekku)|Ársœll Sveinsson]], [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]]'''<br>
'''[[Ársæll Sveinsson (Fögrubrekku)|Ársœll Sveinsson]], [[Fagrabrekka|Fögrubrekku]]'''<br>
'''f. 31. desember 1893 - d. 14. apríl 1969'''<br>
'''f. 31. desember 1893 - d. 14. apríl 1969'''<br>
 
[[Mynd:Ársæll Sveinsson.png|250px|thumb]]
[[Mynd:Screen Shot 2016-07-04 at 09.10.39.png|300px|thumb]]
Ársæll Sveinsson var fæddur hér að Uppsölum í Vestmannaeyjum 31. des. 1893, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Sveinsstöðum. Ólst hann þar upp og var ætíð á sínum uppvaxtarárum kenndur við Sveinsstaði. Snemma beindist hugur Ársæls að sjónum og athafnalífinu þar, og aðeins 12 ára gamall varð hann beitudrengur við fyrsta mótorbátinn, sem héðan var gerður út á vetrarvertíð.<br>
Ársæll Sveinsson var fæddur hér að Uppsölum í Vestmannaeyjum 31. des. 1893, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Sveinsstöðum. Ólst hann þar upp og var ætíð á sínum uppvaxtarárum kenndur við Sveinsstaði. Snemma beindist hugur Ársæls að sjónum og athafnalífinu þar, og aðeins 12 ára gamall varð hann beitudrengur við fyrsta mótorbátinn, sem héðan var gerður út á vetrarvertíð.<br>
Næstu 3 vertíðirnar beitti hann á útvegi móður sinnar. Yfir sumarmánuðina reri Ársæll eins og fleiri unglingar á smáferjum með Ólafi í [[Nýborg|Nýborg]] og [[Ritverk Árna Árnasonar/Jakob Tranberg (Jakobshúsi)|Jakobi Tranberg]].<br>
Næstu 3 vertíðirnar beitti hann á útvegi móður sinnar. Yfir sumarmánuðina reri Ársæll eins og fleiri unglingar á smáferjum með Ólafi í [[Nýborg|Nýborg]] og [[Ritverk Árna Árnasonar/Jakob Tranberg (Jakobshúsi)|Jakobi Tranberg]].<br>
Lína 117: Lína 132:
Ógetið er enn um hlut Ársæls að menntun sjómanna, en í því sem öðru var hann óþreytandi. Ef koma skyldi hér af stað námskeiði fyrir stýrimenn eða vélstjóra, var oftast leitað til Ársæls, og kom hann þá hlutunum af stað. Ofangreind frásögn af hafnarnefndarfundum minna á skólanefndarfundi Stýrimannaskólans, en Ársæll var í nefndinni fyrstu þrjú árin. „Sjómannastéttinni er ekkert of gott í þessum efnum", voru oftast orð hans, og hressandi bjartsýnisandi lá í loftinu. Eitt sinn kom Ársæll upp í Stýrimannaskóla, færandi hendi frá Björgunarfélaginu. Flutti hann þá bráðsnjalla og vel til fundna hugvekju til nemenda. Ræddi hann um starf skipstjórans, ábyrgð og skyldur; hluti, sem hann gjörþekkti frá grunni eins og annað, sem varðaði sjóinn.<br>
Ógetið er enn um hlut Ársæls að menntun sjómanna, en í því sem öðru var hann óþreytandi. Ef koma skyldi hér af stað námskeiði fyrir stýrimenn eða vélstjóra, var oftast leitað til Ársæls, og kom hann þá hlutunum af stað. Ofangreind frásögn af hafnarnefndarfundum minna á skólanefndarfundi Stýrimannaskólans, en Ársæll var í nefndinni fyrstu þrjú árin. „Sjómannastéttinni er ekkert of gott í þessum efnum", voru oftast orð hans, og hressandi bjartsýnisandi lá í loftinu. Eitt sinn kom Ársæll upp í Stýrimannaskóla, færandi hendi frá Björgunarfélaginu. Flutti hann þá bráðsnjalla og vel til fundna hugvekju til nemenda. Ræddi hann um starf skipstjórans, ábyrgð og skyldur; hluti, sem hann gjörþekkti frá grunni eins og annað, sem varðaði sjóinn.<br>
'''G. Á. E.'''<br>
'''G. Á. E.'''<br>


'''[[Árni Jónsson (Garðsauka)|Árni Jónsson, Garðsauka]]'''<br>
'''[[Árni Jónsson (Garðsauka)|Árni Jónsson, Garðsauka]]'''<br>
'''f. 11. maí 1886 - d. 25. apríl 1969'''<br>
'''f. 11. maí 1886 - d. 25. apríl 1969'''<br>
 
[[Mynd:Árni Jónsson.png|250px|thumb]]
Árni Jónsson í Garðsauka var fæddur að Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum 11. maí 1886. Um tvítugsaldur kom Árni hingað til vertíðarstarfa og varð fljótlega beitumaður á einum mótorbátanna.<br>
Árni Jónsson í Garðsauka var fæddur að Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum 11. maí 1886. Um tvítugsaldur kom Árni hingað til vertíðarstarfa og varð fljótlega beitumaður á einum mótorbátanna.<br>
Árið 1912 keypti Árni ?  hluta í m/b [[France VE]] 159, sem var tæp 10 tonn að stærð og átti hann í þeim báti til 1926. Gerðist hann þá meðeigandi að ¼ hluta í nýsmíðuðum báti, [[Gissur hvíti VE|Gissuri hvíta VE]] 5, sem var 18,60 tonn að stærð og þá með stærri bátum hér í höfn. Árni átti sinn hluta í Gissuri hvíta til ársins 1947, að báturinn var seldur héðan, og hætti Árni þar með útgerð.<br>
Árið 1912 keypti Árni ?  hluta í m/b [[France VE]] 159, sem var tæp 10 tonn að stærð og átti hann í þeim báti til 1926. Gerðist hann þá meðeigandi að ¼ hluta í nýsmíðuðum báti, [[Gissur hvíti VE|Gissuri hvíta VE]] 5, sem var 18,60 tonn að stærð og þá með stærri bátum hér í höfn. Árni átti sinn hluta í Gissuri hvíta til ársins 1947, að báturinn var seldur héðan, og hætti Árni þar með útgerð.<br>
Lína 127: Lína 144:
Árni var dugnaðarmaður og afhaldinn vinnufélagi, sem vann störf sín með ánægju og gleði á sjó og landi. Hann lézt í [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] hinn 25. apríl s.l.<br>
Árni var dugnaðarmaður og afhaldinn vinnufélagi, sem vann störf sín með ánægju og gleði á sjó og landi. Hann lézt í [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]] hinn 25. apríl s.l.<br>
'''E.G.'''<br>
'''E.G.'''<br>


'''[[Karl Jóhannsson]] matsveinn'''<br>
'''[[Karl Jóhannsson]] matsveinn'''<br>
'''f. 23. desember 1917 - d. 8. maí 1969'''<br>
'''f. 23. desember 1917 - d. 8. maí 1969'''<br>
 
[[Mynd:Karl Jóhannsson.png|250px|thumb]]
Karl Þórarinn Jóhannsson matsveinn var fæddur að [[Höfðahús|Höfðahúsi]] í Vestmannaeyjum 23. desember 1917. - Aðeins 15 ára gamall byrjaði Karl að stunda sjóinn og reri þá með föður sínum, [[Jóhann Björnsson|Jóhanni Björnssyni]], á litlum mótorbáti, [[Huginn VE|Huganum]], sem Jóhann átti og var með í nokkur ár.<br>
Karl Þórarinn Jóhannsson matsveinn var fæddur að [[Höfðahús|Höfðahúsi]] í Vestmannaeyjum 23. desember 1917. - Aðeins 15 ára gamall byrjaði Karl að stunda sjóinn og reri þá með föður sínum, [[Jóhann Björnsson|Jóhanni Björnssyni]], á litlum mótorbáti, [[Huginn VE|Huganum]], sem Jóhann átti og var með í nokkur ár.<br>
Innan við tvítugsaldur fór Karl norður á síldveiðar, eins og flestir ungir sjómenn sóttust eftir á þeim árum. Varð Karl fljótlega matsveinn á síldarbát og varð strax eftirsóttur í því starfi. Varð það hans ævistarf á sjónum. Karl var vel látinn af yfirmönnum sínum og skipsfélögum og var í 20 ár með sama skipstjóranum, [[Páll Ingibergsson|Páli Ingibergssyni]] á m/b [[Reynir VE-15|Reyni]]. Síðastliðna vertíð var hann matsveinn á m/b Ísleifi IV.<br>
Innan við tvítugsaldur fór Karl norður á síldveiðar, eins og flestir ungir sjómenn sóttust eftir á þeim árum. Varð Karl fljótlega matsveinn á síldarbát og varð strax eftirsóttur í því starfi. Varð það hans ævistarf á sjónum. Karl var vel látinn af yfirmönnum sínum og skipsfélögum og var í 20 ár með sama skipstjóranum, [[Páll Ingibergsson|Páli Ingibergssyni]] á m/b [[Reynir VE-15|Reyni]]. Síðastliðna vertíð var hann matsveinn á m/b Ísleifi IV.<br>

Útgáfa síðunnar 4. júlí 2016 kl. 10:43

Minning látinna


Einar Ingvarsson
f. 10. október 1891 - d. 18. maí 1968

Hann var fæddur að Hellnahóli undir Eyjafjöllum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Einar kom fyrst til Eyja 1912 og mun fyrst hafa róið hér árið 1914, en 1915 var hann á Karli 12. VE 136 (8 tonna bát) með Eyjólfi í Laugardal, sem þá var að byrja formennsku. Eftir það var Einar sjómaður hér fram til 1938, lengst af á Emmu VE 219 með Eiríki Ásbjörnssyni, eða milli 10 og 20 vertíðir.
Áður en Einar kom til Eyja, hafði hann verið á skútum frá Reykjavík, sem stunduðu fiskveiðar með handfærum. Þótti ungum mönnum hinn mesti frami í að komast á þau skip.
Einar var hinn mesti dugnaðarmaður til sjós og lands, enda karlmenni hið mesta og skemmtilegur og góður vinnufélagi.
Einar varð bráðkvaddur á ferð til Eyja 18. maí 1968. Hann var kvæntur Guðrúnu Eyjólfsdóttur, og eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru búsett hér í Eyjum.
E. G.



Stefán Finnbogason, Framtíð
f. 1. júlí 1890 - d. 2. júní 1968

Hann var fæddur að Uppsölum í Vestmannaeyjum 7. júlí 1890. Skömmu síðar fluttust foreldrar hans að Norðurgarði, og þar ólst hann upp. Stefán byrjaði ungur sjómennsku, og var aðeins 12 ára gamall, er hann fór að róa með föður sínum á sumrin á smáferju úr Klaufinni, útræði Ofanbyggjara bænda utan vetrarvertíðar allt fram á fjórða tug þessarar aldar.
Sextán ára gamall fór Stefán að róa á vetrarvertíð á áttæringnum Elliða með Gísla á Búastöðum og var með honum tvær vertíðir á því skipi. Fljótlega kom í ljós sjómannseðlið hjá Stebba, enda sótti hann það ekki úrættis, því að faðir hans, Finnbogi Björnsson, var hörku sjómaður, formaður hér á áraskipum og stýrimaður á hákarlajöktum og fleiri stórum skipum.
Föðurafi þeirra Norðurgarðsbræðra, sem voru sjö (fjórir þekktir formenn og aflamenn), var Björn Einarsson bóndi að Kirkjubæ, umtalaður maður á sinni tíð fyrir mikla sjómannshæfileika. Hann var lengi formaður með áttæringinn Æolus.
Vertíðina 1908 varð Stefán vélamaður hjá Birni bróður sínum á m/b Neptúnusi VE 114, 8 tonna bát, með 10 ha Danvél, eins strokks (einfaldri, eins og þá var sagt). Stefán var vélamaður hjá bróður sínum í 12 ár og þótti á þeim tíma með allra beztu ,,mótoristum" Eyjanna.
Formennsku byrjaði Stefán árið 1920 með m/b Magnús VE 210, sem var mældur 15 tonn, og var með hann þrjár vertíðir. Tók hann þá við Neptúnusi II. VE 183 af Birni bróður sínum. Var Stefán með Neptúnus II, sem var rúm 11 tonn með 22 ha Danvél, til 1935, en hætti þá formennsku vegna heilsuveilu og fór í land og stundaði málaraiðn. Náði hann meistararéttindum og vann við málarastörf fram á síðustu ár, þegar heilsan leyfði. Stefán andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. júní 1968 eftir Langvarandi heilsuleysi. Stefán var kvæntur Rósu Árnadóttur, og eignuðust þau 7 börn.
Stefán Finnbogason var á þeim aldri, að hann mundi hér tvenna tíma. Hann vann Eyjunni sinni vel og unni henni mikið.
Eyjólfur Gíslason

Úraníus Guðmundsson vélstjóri
f. 28. desember 1914 - d. 17. júní 1968

Hann var fæddur í Reykjavík, en mjög ungur fluttist hann að Eyvindarholti undir Eyjafjöllum, og þar ólst hann upp.
Til Vestmannaeyja kom Úraníus fyrst á vertíð 1931, þá 16 ára gamall. Ekki hafði Úraníus lengi stundað hér sjóinn, þegar hugur hans hneigðist að mótorvélum. Gekk hann innan við tvítugt á vélstjóranámskeið og náði þar góðri einkunn við burtfararpróf. Upp frá því varð Úraníus vélstjóri á sjónum til æviloka og var talinn einn af beztu vélstjórum Eyjaflotans. Var hann ágætur sjómaður til allra verka og hið mesta lipurmenni á sjó og landi. Úraníus var mjög góður félagi, og það lýsir honum betur en mörg orð, að nær 30 ár var hann aðeins með tveimur valinkunnum formönnum hér, þeim Oddi í Dal og Haraldi á Baldri.
Úraníus var kvæntur Jórunni Lilju Magnúsdóttur, og eignuðust þau 6 börn. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu 17. júní 1968 og öllum harmdauði, er hann þekktu.
E. G.




Hjálmar Jónsson frá Dölum
f. 6. júní 1899 - d. 25. júlí 1968

Hjálmar Jónsson frá Dölum var fæddur að Bólstað í Mýrdal 6. júní 1899, en fluttist með foreldrum sínum, Jóni Gunnsteinssyni og konu hans Þorgerði Hjálmarsdóttur (systur Eiríks kennara Hjálmarssonar á Vegamótum), til Vestmannaeyja 4ra ára gamall. Ólst hann upp með foreldrum sínum í stórum systkinahópi í Dölum og var alltaf kenndur við bernskuheimili sitt. Varð Hjálmar strax á unga aldri þekktur fjalla og veiðimaður og í svo nánum tengslum við náttúru Eyjanna og fuglalíf, að fátítt er.
Stundaði Hjálmar frá unglingsárum veiðar og fjallaferðir á heimalandi og í öllum úteyjum Vestmannaeyja. Lengst var hann veiðimaður í Álsey eða yfir 40 sumur og var Hjálmar sannarlega í essinu sínu í hinum góða og glaða félagsskap Álseyinga. Hjálmar var eftirsóttur úteyjafélagi, því að hann hafði alla kosti góðs veiðimanns til að bera, var léttur í lund og gamansamur og einn bezti fjallamaður, sem hér hefur verið. Var Hjálmar fimur í bandi og laus og mjög slyngur lundaveiðimaður, sem unun var að sjá taka fugl. Í fjallaferðum var hann í senn djarfur og öruggur, en snarráður, ef svo bar undir. Hann var því iðulega forystumaður, og m.a. í Eldeyjarferðinni frægu árið 1939. Segja má, að Hjálmar hafi þekkt hverja þúfu í Álsey, og fór hann þangað oftast á hverju vori til fýlseggjatöku. Þegar hugurinn reikar á þessar slóðir er Hjálmar einn þeirra, sem er saknað. Á útmánuðum, þegar fer að lifna yfir björgum Vestmannaeyja kemur mér hann oft í hug. Þegar leið að vori, veifaði hann iðulega til mín á förnum vegi á sinn sérstæða hátt og kallaði: „Hann er kominn!" og átti þá við vin okkar lundann, sem prýðir björg og skrúðgrænar brekkur Eyjanna á sumrin.
Hjálmar var heilsutæpur síðustu árin, en sleppti þó aldrei sumri í Álsey. Hefði hann áreiðanlega lítt kunnað við sig, ef hann hefði orðið að sitja í landi eitt sumar. Hjálmar stundaði sjóinn á yngri árum og var þá m.a. vélstjóri með Magnúsi frá Sjónarhól á Elliða, ennfremur á Hauk og Kristbjörgu. Aðalstarf hans var hjá Rafveitu Vestmannaeyja við raflínulagnir.
Skemmtileg og fróðleg skrif Hjálmars, sem hafa birzt hér í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja, bera með sér, að hann var skýr maður, athugull og glöggur, en gat alltaf séð bjartari hliðarnar á lífinu og komið félögum sínum í gott skap. Hjálmar var kvæntur Guðbjörgu Helgadóttur, sem andaðist árið 1959, og eignuðust þau sex börn, en einn son átti Hjálmar áður en hann kvæntist.
Þegar komið er til bóls og veiðimenn láta hugann reika við sögur frá liðinni tíð, þá er Hjálmar einn þeirra manna, sem lengi mun verða minnzt í hópi Eyjamanna.
G. Á. E.

Sigurður P. Oddsson
f. 18. maí 1936 - d. 14. ágúst 1968

Sigurður Pétur Oddsson hét hann fullu nafni, fæddur hinn 18. maí 1936 í Dal í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna þar, Lovísu Magnúsdóttur og Odds Sigurðssonar skipstjóra.
Hann ólst upp í Dal hjá foreldrum sínum ásamt tveimur bræðrum, Magnúsi og Val. Meðal vina og kunningja var hann alla tíð kallaður Bói og kenndur við æskuheimili sitt og því þekktastur undir nafninu Bói í Dal, þótt hann væri búinn fyrir nokkrum árum að byggja sér og sínum glæsilegt einbýlishús.
Þessi ungi og myndarlegi skipstjóri og útgerðarmaður féll sviplega og skyndilega frá í utanlandssiglingu hinn 14. ágúst sl. Við, sem þekktum hann og vorum á svipuðum aldri, munum ætíð minnast hans sem hins hugljúfasta og bezta félaga.
Strax á unga aldri einkenndist öll hans framkoma af prúðmennsku, reglusemi og dugnaði. Þessir eiginleikar dugðu honum vel út lífið. Honum gekk vel í skóla, enda góðum gáfum gæddur, en að loknu gagnfræðaskólanámi var hugurinn orðinn svo sterkur til sjávarins, að engin bönd héldu. Síðar aflaði hann sér vélstjóraréttinda og stýrimannsréttinda. Fyrst í stað var hann til sjós með föður sínum, sem var á sínum skipstjóraárum mikill afla og dugnaðarmaður. En á árinu 1958 byrjaði Sigurður skipstjórn hjá Einari Sigurðssyni, aðeins 22ja ára gamall. Sýnir þetta, að snemma hefur verið á hannn trúað og treyst, enda reyndist hann traustsins verður. Tveimur árum seinna kaupir hann 40 tonna bát ásamt vini sínum, sem var vélstjóri. Bát þennan misstu þeir félagar í bruna seint á árinu 1964. Bói fór þá einn í útgerð og keypti m/b Guðjón Sigurðsson VE 120, sem hann átti og var með til dauðadags. Skipstjórn hans var alla tíð hin farsælasta. Hann sigldi djarft en gætilega. Aflasæll var hann strax í upphafi og var stöðugt vaxandi í starfi. Þegar hann féll frá, var hann í fremstu röð aflamanna.
Þessi stóri, myndarlegi maður mun ætíð verða mér minnisstæður. Hin prúðmannlega framkoma hans, ásamt öruggri sjálfsstjórn, voru einkenni hans. Nálægt honum var gott að vera, hvort sem var á sjó eða landi. Það er mikill skaði að missa ungan, duglegan athafnamann, sem hefur haslað sér völl í jafnmikilvægum atvinnuvegi og sjávarúrvegur er. Eiginkona hans, Árný Guðjónsdóttir, synir þeirra þrír, foreldrar hans og bræður hafa orðið fyrir mikilli sorg. En fögur minning hans mun vissulega græða sárin.
Friðrik Ásmundsson

Gísli Ingvarsson, Uppsölum
f. 20. júní 1887 - d. 28. ágúst 1968

Hann var fæddur að Brennu undir Eyjafjöllum, og þar í sveit ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur að árum fór hann að vinna og róa út frá „Sandinum". Gísli kom fyrst á vetrarvertíð til Vestmannaeyja 1906, en fluttist hingað alkominn til Eyja um 1910 ásamt konu sinni, Sigríði Brandsdóttur. Keyptu þau stuttu síðar húsið Uppsali og bjuggu þar yfir 50 ár. Fyrstu 3 vertíðirnar reri hann á áraskipinu Elliða, en tvær þær næstu á mótorbátum. Settist þá Gísli aftur undir árina, varð nokkm síðar formaður á árabátum og hélt því áfram til 1918. Þá hætti Gísli til sjós og byrjaði útgerð mótorbáta, keypti hann hluta í m/b Heklu VE 115, sem var 6,47 tonn að stærð með 8 hestafla Dan vél. Hluta sinn í Heklu átti hann og gerði hana út, þar til báturinn var seldur til Reykjavíkur 1925. Þá keypti Gísli ? hluta í m/b Sleipni VE 280, sem var tæp 11 tonn, og átti þann bát og gerði út, þar til báturinn var seldur til Djúpavogs 1944. Hætti Gísli þar með útgerð og sneri sér að öðrum störfum.
Þó útgerð Gísla væri ekki í stórum stíl og stundum hafi verið tregt fiskirí, mun hún oftast hafa orðið honum notadrjúg, því að hann hirti sjálfur um aflahlut sinn af sérstakri vandvirkni.
Á kreppuárunum 1930-1940, þegar hér var lítið um atvinnu og ekki að treysta á annað en sitt eigið framtak og atorku til framdráttar lífinu, var Gísli einn af mörgum, sem tók sér fyrir hendur ræktun Eyjunnar. Var honum úthlutað hraunlandi, sem var mjög erfitt til ræktunar, en samt tókst Gísla með sinni alkunnu iðni og vandvirkni að gera þar gróinn og grasgefinn töðuvöll, sem gaf af sér rösklega tvö kýrfóður. Einnig hafði hann þar stóran matjurtagarð. Að þessari ræktun vann hann ásamt sonum sínum, Guðjóni og Jóhanni, eingöngu með handverkfærum.
Gísli Ingvarsson var alla ævi léttlyndur maður með bros á vör og óspar á gamanyrði. Hann var einn í hópi hinna dugmiklu Eyfellinga, sem fluttust hingað til búsetu í Eyjum á fyrstu tugum þessarar aldar og tóku virkan þátt í uppbyggingu þessa bæjarfélags á sjó og landi.
Gísli andaðist eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 28. ágúst 1968.

Jón Waagfjörð
f. 14. október 1882 - d. 1. marz 1969

Hann var fæddur á Skálanesi við Seyðisfjörð 14. október 1882 og fluttist með móður sinni til Vestmannaeyja 5 ára gamall og ólst hér upp. Byrjaði hann að róa á áraskipum um tvítugs aldur með Jóni Péturssyni í Þorlaugargerði á Lísbet og Dagmar. Ekki varð sjómennskan ævistarf Jóns, en hann var einn af fyrstu „mótoristum" hér í Eyjum, því að vertíðina 1907 tók hann að sér vélgæzlu á m/b Elliða VE 96, sem var 7,33 tonn með 8 hestafla Dan-vél. Var þá á orði haft, hvað Jón væri hreinlegur mótoristi, en gólfið í mótorhúsinu var hvítþvegið, og mátti spegla sig í koparrörunum. Jón var líka hið mesta snyrtimenni til æviloka. - Sumarið 1907 vann Jón við smíði Stórhöfðavitans, en yfirumsjón með því verki hafði danskur maður. Tók Jón að sér að mála vitahúsið að innan, og leysti þetta svo vel af hendi, að verkstjórinn hvatti hann til að læra málaraiðn, sem hann og gerði úti í Kaupmannahöfn. Varð Jón meistari í þeirri iðn.
Jón var kvæntur Kristínu Jónsdóttur, og eignuðust þau 12 börn og komust 8 til fullorðinsára. Jón lézt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1. marz sl., 86 ára að aldri.
E. G.



Ólafur Sigurðsson skipstjóri frá Skuld
f. l4.október 1915 - d. 16. marz 1969

Að kvöldi sunnudagsins 16. marz sl. varð Ólafur Sigurðsson skipstjóri frá Skuld í Vestmannaeyjum bráðkvaddur að heimili sínu.
Ólafur Sigurðsson var fæddur að Skuld í Vestmannaeyjum 14. október 1915, en alla ævi var hann kenndur við fæðingarstað sinn og þekktur meðal Vestmannaeyinga og fleiri sem Óli í Skuld. Ólst hann þar upp í hópi tápmikilla barna hjónanna Sigurðar Oddssonar skipstjóra og Ingunnar Jónasdóttur, sem voru kunn sæmdarhjón í Vestmannaeyjum.
Þegar á unga aldri hneigðist hugur Ólafs að sjónum, og hóf hann sjómennsku 15 ára gamall. Um tvítugs aldur varð Ólafur formaður og síðan fiskilóðs á færeyskum skútum; en nokkru síðar eða árið 1941 lauk hann hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík með hárri 1. einkunn. Í skipstjórastarfi sínu varð Ólafur sérstaklega farsæll og mikils metinn sjómaður, og var alla tíð í fremstu röð stéttar sinnar í Vestmannaeyjum. Má telja Ólaf frá Skuld meðal beztu sjósóknara, sem verið hafa í Eyjum.
Á stríðsárunum var Ólafur í Englandssiglingum á m/s Helga og e/s Sæfelli, en skömmu eftir stríðið gerðist hann meðeigandi og skipstjóri m/b Ófeigs eldra, 30 tonna báts. Blómgaðist útgerðin með ágætum, enda var Ólafur aflasæll og með aflahæstu mönnum hverja vertíð. Sótti hann sjóinn af sama kappi og áhuga sem einkenndi hann alla tíð.
Árið 1955 keypti Ólafur og sameignarmenn hans nýjan stálbát, Ófeig III VE 325 frá Hollandi. Kom þá sem svo oft áður í ljós framsýni Ólafs, en Ófeigur III var einn fyrsti stálfiskibátur Íslendinga. Aflaði Ólafur afburðavel á þennan bát, bæði á þorsk- og síldveiðum, en árið 1959 keypti Ófeigsútgerðin 100 tonna stálbát frá Austur-Þýzkalandi, Ófeig II, sem nú er.
Varð Ólafur aflakóngur Vestmannaeyja, vetrarvertíðina 1964 á þessum báti, með miklum glæsibrag og bætti Ólafur þá vertíð öll sín fyrri aflamet. - Skilaði hann og skipshöfn hans á Ófeigi II tæpum 2.800 tonnum á land frá byrjun janúar til 9. maí, eða 30 fullfermum Ófeigs II. Var meðalafli á 129 úthaldsdaga Ófeigs II þessa vertíð 21,5 tonn. Af þessum afla voru 1283 tonn þorskafli í 49 sjóferðum, en annar afli var síld (1030 tonn) og loðna (500 tonn). Var meðalafli af bolfiski 26 lestir í róðri. Þessa vertíð kom Ólafur með mesta þorskafla, sem til þess tíma hafði borizt á land í Vestmannaeyjum, úr einum róðri, eða 94 tonn af stórþorski.
Vorið 1965 hætti Ólafur sjómennsku vegna heilsubrests og lauk þar með 30 ára farsælu formannsstarfi. Er ekki ofmælt, að hann var alla sína tíð mikill heppnis formaður og m.a. átti hann beinan þátt í björgun 3ja skipshafna við Vestmannaeyjar.
Ólafur var félagslyndur maður og starfaði lengi mikið innan vébanda skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda og sat þar í stjórn í nokkur ár. Hin síðari ár lét hann að sér kveða í félagi útvegsmanna í Vestmannaeyjum.
Sína skipstjórnartíð var Ólafur mjög mannsæll, enda hinn bezti drengur og góður skipstjóri. Var hann sérstaklega hugsunarsamur og góður unglingum, sem til hans réðust. Í því sambandi er það enda athyglisvert, að margir beztu aflamanna og sjósóknara í seinni tíð í Vestmannaeyjum voru lengi með Ólafi sem hásetar og stýrimenn.
Ólafur var prófdómari í faginu verkleg og bókleg sjómennska við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum og sýndi í þessu sem öðru skólanum og nemendum hans mikinn áhuga.
Eins og lýst hefur verið, var Ólafur óvenjumikill athafna- og starfsmaður, og má segja, að hugurinn væri alltaf svo mikill, að hann ætlaði sér aldrei af. Var hann af lífi og sál við útgerð tveggja báta sinna eftir að hann hætti sjómennsku. Auk þess hafði hann ýmislegt á prjónunum, því að hann var hugmyndaríkur og útsjónarsamur. Gerðist hann merkilegur brautryðjandi harðfiskverkunar í Eyjum og hafði eftir miklar tilraunir náð ágætis árangri í þeirri verkun. Þá hafði Ólafur gert gagnmerkar tilraunir með gervibeitu og hafði miklar vonir með að koma því máli áleiðis.
Kvæntur var Ólafur Ástu Bjartmars, ættaðri frá Stykkishólmi og eignuðust þau 3 mannvænleg börn, Ólafur frá Skuld var einn þeirra manna, sem með dugnaði sínum, áræði og elju hafa verið og munu verða líf Vestmannaeyja og þessarar þjóðar við yztu höf. Hann var einn þeirra vösku sjómanna okkar, sem hafa fært þjóðinni mikla björg í bú. Minningu slíkra manna er vert að halda á lofti.
Ólafur var glaðvær og kappsamur formaður, en þó mjög gætinn skipstjóri, sem allir treystu. Í félagahópi og á gleðifundum var Ólafur í Skuld alltaf hrókur alls fagnaðar og léttur í lund, en gætti þó manna bezt hófs og prúðmennsku. Í starfi var hann fylginn sér og skeleggur, ef svo bar undir.
Það er gott að minnast manna sem Ólafs Sigurðssonar frá Skuld. - Ég þakka honum liðin kynni, sem voru frá því ég fyrst man eftir öll á sama veg.
Minning mikils sjósóknara og góðs drengs mun lifa.
G.A.E.

Stefán Erlendsson
f. 24. júní 1888 - d. 29. marz 1969

Stefán Erlendsson var fæddur að Skorradal í Norðfirði 24. júní 1888. Um fermingaraldur byrjaði hann að róa, eins og þá var venja drengja, sem ólust upp við sjóinn.
Til Vestmannaeyja kom Stefán fyrst á vertíð 1917 og reri þá vertíð á Hansínu VE 200 með Magnúsi á Vesturhúsum, en var til húsa á Miðhúsum hjá Hannesi lóðs, sem átti 1/5 hluta í Hansínu. Eftir þessa vertíð stundaði Stefán hér sjóinn fram yfir 1940. Um nokkur ár átti hann hluta í m/b Hebron VE 4 og reri á honum. Tvær vertíðir var Stefán formaður á litlum bát, Huginn. Síðustu árin, sem Stefán stundaði sjóinn, stýrði hann trillu, sem hann átti sjálfur.
Eftir að Stefán byrjaði hér búskap, reri hann í mörg sumur á Austfjörðum og var þar formaður á ára- og trillubátum, sem hann gerði út.
Fram á elliár vann Stefán við sjávarútveginn og því sem honum tilheyrir. Var hann dugnaðarmaður, drengur góður og vel kynntur af öllum. Stefán var kvæntur Sigríði Þórðardóttur úr Árnessýslu, og eignuðust þau 8 börn. Náðu 4 synir þeirra fullorðinsaldri.
Stefán lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 29. marz s.l.
E.G.



Ársœll Sveinsson, Fögrubrekku
f. 31. desember 1893 - d. 14. apríl 1969

Ársæll Sveinsson var fæddur hér að Uppsölum í Vestmannaeyjum 31. des. 1893, en fluttist ungur með foreldrum sínum að Sveinsstöðum. Ólst hann þar upp og var ætíð á sínum uppvaxtarárum kenndur við Sveinsstaði. Snemma beindist hugur Ársæls að sjónum og athafnalífinu þar, og aðeins 12 ára gamall varð hann beitudrengur við fyrsta mótorbátinn, sem héðan var gerður út á vetrarvertíð.
Næstu 3 vertíðirnar beitti hann á útvegi móður sinnar. Yfir sumarmánuðina reri Ársæll eins og fleiri unglingar á smáferjum með Ólafi í Nýborg og Jakobi Tranberg.
Hjá Ársæli kom strax í ljós hið mikla kapp hans og dugnaður við alla vinnu á sjó og landi. Fylgdi það honum alla ævi.
Árið 1912 byrjaði Ársæll útgerð og keypti þá helming í nýjum mótorbát, Skuld VE 163, sem var 10 tonn að stærð, smíðaður í Danmörku, en dönsku póstskipin fluttu þá ekki stærri báta hingað. Ársæll var mótoristi á bátnum fyrstu 3 vertíðirnar, en hann var úr hópi þeirra, sem lærðu hér á fyrsta mótornámskeiðinu. Formennsku byrjaði Ársæll með Skuld árið 1916 og varð fljótlega efnilegur og kappsmikill formaður. Hafði hann ekki verið lengi formaður, þegar hann var orðinn áberandi fiskimaður, þó einkum í net, sem voru honum ávallt hugstæð.
Í sambandi við aflasæld Ársæls má til gamans geta þess, að á fleiri sviðum en þorskveiðum var Ársæll mikill aflamaður. Sumarið 1917, þegar Heimalandið var opnað til lundaveiði eftir 30 ára friðun, voru 24 góðir veiðimenn þar til lundaveiði, og var Ársæll Sveinsson einn þeirra. Var veiðin stunduð af miklu kappi og harðfylgi. Þetta sumar varð Ársæll næsthæstur veiðimanna, og munaði aðeins 100 fuglum á veiði hans og hins annálaða lundaveiðimanns Jóns Péturssonar frá Þórlaugargerði, en hjá hvorum var veiðin um 50 kippur (5000 fuglar).
Árið 1921 keypti Ársæll nýjan bát, Skuld VE 263, og átti hann mestan hluta (5/8) í þeim báti. Með Skuld var Ársæll í 6 vertíðir og þá alltaf með hæstu bátum. Árið 1927 keypti Ársæll einn, Ísleif VE 63, og var með hann í 3 vertíðir. Við kaupin á Ísleifi, sem var 30 tonn að stærð, sýndi sig bezt stórhugur Ársæls, því að tæplega voru hafnarskilyrði fyrir svo stóran bát, hvorki á hafnarfestunum né var flot við bryggju til löndunar. Varð Ísleifur happa- og uppáhaldsbátur Ársæls alla tíð. Á Ísleif fékk Ársæll sinn stærsta róður, um 8000 fiska í fjórar 15 neta trossur (22ja möskva djúpar). Var Ársæll þá í skarðinu sínu á Syðsta-Hryggnum og varð auðvitað að tvísækja.
Með komu Ísleifs árið 1927 urðu þáttaskil í sögu línuveiðanna hér í Vestmannaeyjum, því að bátnum fylgdi vel gerð línulagnarrenna, sem allir aðrir létu smíða eftir á sína báta. Gjörbreytti lagnarrennan línulengdinni og þá um leið aflabrögðum.
Á eftir Ísleifi keypti Ársæll Sísí VE 265, sem var rúm 13 tonn, og var hann sjálfur með bátinn fyrstu vertíðirnar, og fiskaði þá mikið í netin. Þegar Ársæll hætti með Sísí, fór hann í land og sneri sér að rekstri fyrirtækis síns, sem var þá orðið æði umfangsmikið. Blómgaðist fyrirtækið og útgerðin svo vel í höndum Ársæls og sona hans, að er hann andaðist átti hann fjóra Ísleifa, sem eru samtals um 600 rúmlestir. Eru tveir þeirra með stærri og myndarlegri skipum hér.
Ársæll var alla tíð mjög mannsæll, og voru sumir hásetar hans með honum nær alla hans formannstíð. Allir vertíðarmenn dvöldust á Fögrubrekku, og var heimilið rómað fyrir myndarbrag. Var eiginkona Ársæls, Laufey Sigurðardóttir, mikilhæf og góð húsmóðir og hjónaband þeirra mjög farsælt. Eignuðust þau níu mannvænleg börn, en þrjú þeirra eru nú látin.
Ársæll Sveinsson var mjög félagslyndur maður. Tók hann síðustu 30 árin virkan þátt í bæjarmálum og sat í bæjarstjórn mörg kjörtímabil. Vestmannaeyjahöfn var hans hjartans mál, og var Ársæll oftast formaður hafnarnefndar og mjög drífandi um vöxt og viðgang hafnarinnar. Hann starfaði af áhuga í þeim félögum og samtökum, sem tilheyrðu atvinnurekstri hans og aðalævistarfi, sjómennskunni. Einkum var hann mikill áhugamaður um öll öryggis- og björgunarmál. Var hann formaður og framkvæmdastjóri Björgunarfélags Vestmannaeyja í fjölmörg ár, þá var hann stjórnarnefndarmaður og formaður Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja um tugi ára. Í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda var Ársæll virkur og góður félagi, sem studdi öll öryggis- og framfaramál sjómanna. Ársæll var sómi sinnar stéttar og bæjarfélags. Var hann strax og hann lét af þátttöku í stjórnmálum einróma kjörinn heiðursborgari Vestmannaeyjakaupstaðar. Hann var stórhuga bjartsýnismaður, sem aldrei kveið morgundeginum, þó að syrti í álinn, drengur góður og sannur Vestmannaeyingur.
E.G.
Sem að ofan getur, sat Ársæll um áraraðir í Hafnarnefnd Vestmannaeyja og bar mjög fyrir brjósti hag hafnarinnar og sjómanna allra. Þessum þætti í umsvifamikilli ævi Ársæls lýsir Guðlaugur Gíslason alþm. svo í minningargrein: „Hann gat með réttu og með ánægju litið til baka yfir farinn veg, er hann lét af störfum sem formaður hafnarnefndar, þar sem Vestmannaeyjahöfn tók hreinlega stakkaskiptum einmitt þann tíma, sem hann hafði þar forystu, á árunum 1954 til 1962, og er í dag talin ein af betri höfnum landsins, þegar inn er komið.
Það, sem einkenndi Ársæl Sveinsson sérstaklega í sambandi við afskipti hans af hafnarframkvæmdum í Eyjum og reyndar öðrum framkvæmdum byggðarlagsins, var einkum þrennt. Hann var mjög raunsær maður, verkséður og óvenjulega bjartsýnn og óragur, þótt djarft væri teflt. Þegar hann mætti á fundum, hvort heldur voru nefndarfundir eða í bæjarstjórn, bar hann með sér hressandi blæ, sem örvaði til athafna og dáða. Ég minnist þess iðulega, þegar verið var að ræða fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir á fundum nefndarinnar og menn voru með vangaveltur um áætlun Vitamálaskrifstofunnar um heildarkostnað og hvernig ætti að komast fram úr fjárhagshlið málsins, að venjulega enduðu þessar bollaleggingar með því, að Ársæll heitinn sagði: „Piltar, við skulum ekki vera að eyða meiri tíma í þetta. Ef við höfum tök á að kaupa hið erlenda efni, sem með þarf, og koma því heim, þá höfum við einhver ráð með að koma því fyrir og framkvæma verkið". Hann reyndist í öllum tilfellum raunsær og sannspár."
Ógetið er enn um hlut Ársæls að menntun sjómanna, en í því sem öðru var hann óþreytandi. Ef koma skyldi hér af stað námskeiði fyrir stýrimenn eða vélstjóra, var oftast leitað til Ársæls, og kom hann þá hlutunum af stað. Ofangreind frásögn af hafnarnefndarfundum minna á skólanefndarfundi Stýrimannaskólans, en Ársæll var í nefndinni fyrstu þrjú árin. „Sjómannastéttinni er ekkert of gott í þessum efnum", voru oftast orð hans, og hressandi bjartsýnisandi lá í loftinu. Eitt sinn kom Ársæll upp í Stýrimannaskóla, færandi hendi frá Björgunarfélaginu. Flutti hann þá bráðsnjalla og vel til fundna hugvekju til nemenda. Ræddi hann um starf skipstjórans, ábyrgð og skyldur; hluti, sem hann gjörþekkti frá grunni eins og annað, sem varðaði sjóinn.
G. Á. E.


Árni Jónsson, Garðsauka
f. 11. maí 1886 - d. 25. apríl 1969

Árni Jónsson í Garðsauka var fæddur að Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum 11. maí 1886. Um tvítugsaldur kom Árni hingað til vertíðarstarfa og varð fljótlega beitumaður á einum mótorbátanna.
Árið 1912 keypti Árni ? hluta í m/b France VE 159, sem var tæp 10 tonn að stærð og átti hann í þeim báti til 1926. Gerðist hann þá meðeigandi að ¼ hluta í nýsmíðuðum báti, Gissuri hvíta VE 5, sem var 18,60 tonn að stærð og þá með stærri bátum hér í höfn. Árni átti sinn hluta í Gissuri hvíta til ársins 1947, að báturinn var seldur héðan, og hætti Árni þar með útgerð.
Þau 35 ár, sem Árni var bátseigandi, var hann allar vertíðir beitumaður á sínum útvegi, en reri á netavertiðum.
Eftir að Árni hætti útgerð, vann hann við saltfiskverkun í Vinnslustöð Vestmannaeyja um fjöldamörg ár, meðan heilsa og kraftar entust.
Árni var dugnaðarmaður og afhaldinn vinnufélagi, sem vann störf sín með ánægju og gleði á sjó og landi. Hann lézt í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja hinn 25. apríl s.l.
E.G.



Karl Jóhannsson matsveinn
f. 23. desember 1917 - d. 8. maí 1969

Karl Þórarinn Jóhannsson matsveinn var fæddur að Höfðahúsi í Vestmannaeyjum 23. desember 1917. - Aðeins 15 ára gamall byrjaði Karl að stunda sjóinn og reri þá með föður sínum, Jóhanni Björnssyni, á litlum mótorbáti, Huganum, sem Jóhann átti og var með í nokkur ár.
Innan við tvítugsaldur fór Karl norður á síldveiðar, eins og flestir ungir sjómenn sóttust eftir á þeim árum. Varð Karl fljótlega matsveinn á síldarbát og varð strax eftirsóttur í því starfi. Varð það hans ævistarf á sjónum. Karl var vel látinn af yfirmönnum sínum og skipsfélögum og var í 20 ár með sama skipstjóranum, Páli Ingibergssyni á m/b Reyni. Síðastliðna vertíð var hann matsveinn á m/b Ísleifi IV.
Hinn 8. maí sl. féll Karl í Vestmannaeyjahöfn og drukknaði.
E.G.