„Guðrún Sigurðardóttir (Hjalli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 23: | Lína 23: | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Prestþjónustubækur.}} | *Prestþjónustubækur.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] |
Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2015 kl. 17:04
Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja í Hjalli fæddist í Brók í V-Landeyjum 17. ágúst 1787 og lést 10. júlí 1852.
Faðir hennar var Sigurður bóndi á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1761, d. á Bakka í A-Landeyjum 12. september 1825, Árnason bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum, f. 1725, d. 13. apríl 1785, Jónssonar (líklega) bónda í Stóru-Hildisey, Árnasonar og ókunnrar konu.
Móðir Sigurðar á Klasbarða og kona Árna í Stóru-Hildisey var Hólmfríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1729, d. 27. mars 1802, Sigmundsdóttir bónda á Arnarhóli í V-Landeyjum og Miðkoti í A-Landeyjum, f. 1690, Björnssonar, og konu Sigmundar, Marínar húsfreyju, f. 1699, Ásmundsdóttur.
Móðir Guðrúnar í Björnshjalli og kona Sigurðar var Guðlaug frá Leiðvelli í Meðallandi, húsfreyja á Klasbarða vestra 1801, í Oddagörðum í Flóa 1816, Brattholtshjáleigu á Stokkseyri 1818-1820, síðar í Fljótshlíð og Landeyjum, f. 1766, d. 3. júlí 1834, Árnadóttir bónda í Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1722, Guðmundssonar bónda í Gerðum í V-Landeyjum, f. 1684, Jónssonar, og konu Guðmundar í Gerðum, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttur/Björnsdóttur .
Móðir Guðlaugar á Vestri-Klasbarða og kona Árna í Eystra-Fíflholti var Guðrún húsfreyja, f. 1727, Sigurðardóttir bónda, síðast á Búðarhóli í A-Landeyjum, skipasmiðs og formanns við Landeyjasand, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney, Þorkelssonar, og konu Sigurðar, Margrétar húsfreyju, f. 1709, Guðmundsdóttur.
Systkini Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona í Stóra-Gerði, húskona í London, f. 1788, d. 8. júní 1866.
2. Jón Sigurðsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 3. nóvember 1799, d. 13. febrúar 1852.
3. Sigurður Sigurðsson tómthúsmaður í Dalahjalli, f. 1802, d. 29. maí 1866.
Maður Guðrúnar var Björn Björnsson tómthúsmaður í Hjalli, (Björnshjalli) í Eyjum, f. 1776, d. 12. júní 1843.
Börn þeirra Björns og Guðrúnar voru:
1. Guðrún, f. 27. mars 1824, d. 4. febrúar 1872, húsfreyja í Gvendarkoti í Þykkvabæ, gift Grími Guðmundssyni.
2. Kristín húsfreyja í Smiðjunni í Eyjum, f. 8. júní 1825, d. 7. febrúar 1860, gift Guðmundi Eiríkssyni.
3. Hjalti Björnsson, f. 8. júní 1825, d. líklega ungur.
4. Björn Björnsson, f. 27. október 1826, d. 6. nóvember s. ár.
5. Guðríður, f. 14. apríl 1828, d. 4. september 1860, húsfreyja á Vilborgarstöðum, gift Þorsteini Jónssyni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I–Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.