Guðríður Björnsdóttir (Hjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðríður Björnsdóttir frá Hjalli, gift, „þjónandi sem vinnukona“ á Vilborgarstöðum 1855, fæddist 14. apríl 1828 og lést 4. september 1860.
Foreldrar hennar voru Björn Björnsson tómthúsmaður í Hjalli (líka kallað Björnshjallur og vafalítið hefur nafnið breyst eftir búandi húsbónda hverju sinni), f. 1776, d. 12. júní 1843, og síðari kona hans Guðrún Sigurðardóttir, f. 17. ágúst 1787, d. 10. júlí 1852.

Guðríður var alsystir
1. Guðrúnar Björnsdóttur, f. 27. mars 1824, d. 4. febrúar 1872, húsfreyju í Gvendarkoti í Þykkvabæ.
2. Kristínar Björnsdóttur húsfreyju í Smiðjunni í Eyjum, f. 8. júní 1825, d. 7. febrúar 1860.
3. Hjalta Björnssonar, f. 8. júní 1825, d. líklega ungur.
4. Björns Björnssonar, f. 27. október 1826, d. 6. nóvember „úr Barnaveiki“.
Guðríður var hálfsystir, samfeðra:
5. Ólafs Björnssonar vinnumanns á Kirkjubæ, f. 26. febrúar 1808, d. 26. febrúar 1848.
6. Valdísar Björnsdóttur húsfreyja í Kokkhúsi í Eyjum, f. 21. apríl 1799, d. 31. mars 1835.
7. Ragnhildar, f. 1. júlí 1802, d. líklega ung.

Guðríður var með foreldrum sínum í Björnshjalli 1835, ógift með móður sinni í Björnshjalli 1850, gift, „þjónandi sem vinnukona“ á Vilborgarstöðum 1855. Þorsteinn maður hennar hafði yfirgefið hana og barnið 1854 og flust í Rangárvallasýslu. Ingvar sonur þeirra var tökubarn á Kirkjubæ 1855 hjá Ingveldi Guðmundsdóttur ekkju, en hann lést 1863, 11 ára, þá fósturbarn þar.
Guðríður lést 1860 „af umgangsveiki“.

I. Maður Guðríðar, (30. október 1851, skildu), var Þorsteinnn Jónsson tómthúsmaður í Björnshjalli, f. 1828. Hann fluttist frá Björnshjalli í Rangárvallasýslu 1854, 26 ára, „skilur eftir konu og barn“.
Barn þeirra var
1. Ingvar Þorsteinsson, f. 20. nóvember 1851, d. 15. mars 1863, þá fósturbarn á Kirkjubæ, 11 ára, úr „sóttveiki“ .

II. Barnsfaðir Guðríðar var Guðmundur Þorkelsson vinnumaður á Vilborgarstöðum, síðar bóndi í Háagarði, f. 1833, d. 14. febrúar 1897.
Barnið var
2. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 22. janúar 1860, d. 7. febrúar 1860 „af hér almennri barnaveiki“, (það mun vera ginklofinn). Þetta er skráð „móðurinnar fyrsta hórdómsbrot“ svo að formlegur skilnaður hefur ekki átt sér stað þá, þó að Þorsteinn hafi horfið af sviðinu 1854.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.